Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Síða 17
31./3. Talið er að þjóðverjar hafi
sent Júgóslöfum úrslitakosti.
*
ítalir viðurkenna að hafa misst
5 herskip í sjóorustunni við Breta
í Joniska hafinu 28. f. m.
*
1. /4. Bretar tilkynna, að þeir
hafi tekið Asmara, höfuðborgina
í Eritreu.
*
Bretar og Grikkir undirbúa stór-
fellda sókn í Albaníu.
*
Á 2. ára afmœli sigurs síns í
borgarastyrjöldinni á Spáni sýkn-
aði Franco 35—40 þús. pólitíska
fanga.
*
2. /4. jtjóðverjar og ítalir sagðir
draga saman mikið lið á landa-
mærum Júgóslafíu. Búizt við að
til hernaðarátaka komi milli
þeirra og Júgóslafíu þá og þegar.
*
jJýzkar og ítalskar hersveitir liafa
tekið aftur af Bretum borgina
Benghazi í Libyu.
*
Forsætiisráðherra Ungverja,
Paul Teleki greifi, réði sér Itana
með skammbyssuskoti.
*
4. /4. þýzkar vélahersveitir
streyma nú suður Ungverjaland,
og Júgóslafar hafa tekið allar
járnbrautalestir í landinu til her-
flutninga.
*
5. /4. þjóðverjar og ítalir sækja
fram í Libyu. — Bretar nálgast
óðfluga Addis Abeba.
*
Bretar hafa sent herskip til
hafnarborgar í Iraq, til að bæla
niður uppreisn, sem gerð hefir
verið þar í landi.
*
7./4. Bretar liafa slitið stjórn-
málasambandi við Ungverja.
*
7. /4. þjóðverjar hafa ráðist inn
í Júgóslafíu og Grikkland og geysa
þar nú harðar orustur.
*
8. /4. þýzk-ítölsku hersveitimar
hafa tekið Derna í Libyu.
*
þjóðverjar sækja hratt fram eft-
ir Vardardalnum í áttina til
Saloniki í Grikklandi.
*
Bretar viðurkenna að skipatjón
þeii'ra í marzmánuði lmfi verið
382 þús. smál., en þjóðverjar segja
að það hafi vcrið 718 þús. smál.
*
9. /4. þjóðverjar hafa tekið Salo-
niki og Grikkir hafa hörfað und-
an tii nýrrar víglínu við Olympos-
fja.ll. — Jugóslafar hafa tekið
Scutarí í Albaníu. — í Júgóslafíu
sækja þjóðverjar hratt fram.
*
12./4. þjóðverjar sækja nú að
Belgrad, höfuðborg Júgóslafíu úr
mörgum áttum, og er talið að
borgin muni falla þá og þegar.
*
Bretar, Ástralíumenn og nýsjá-
lendingar berjast nú með Grikkj-
um.
*
Radsja Ali hershöfðingi, sá er
stóð fyrir uppreisninni í Iraq,
hefir nú látið afhrópa konung
landsins og er talið að hann sé flú-
inn. Hefir komið til átaka milli
Iraqs-manna og Breta, sem ætla
sér að bæla uppreisnina niður.
*
15. /4. þjóðverjar segjast vera
komnii’ 100 km. inn í Grikkland
frá landamærum Júgóslafíu. —
Grísk-brezki herinn hörfar undan.
*
þjóðverjar og ítalir hafa viður-
kennt sjálfstæði Iíróatíu, en þjóð-
verjai' hafa hinsvegar þegar inn-
limað í Stór-þýzkaland mikinn
hluta Júgóslafíu.
*
16. /4. I-Iarðir bardagar geysa á
allri grísk-brezku víglínunni í
Grikklandi.
*
Bretar tilkynna að þeir hafi
oyðilagt 3 herskip og 5 flutninga-
skip fyrir Itölum, nálægt Trípolí.
■Xr
Ógurleg loftárás á London, sem
olli miklu tjóni.
*
17. /4. þjóðverjar tilkynna að
júgóslafneski herinn hafi lagt
niður vopn og gefist upp skilyrð-
islaust.
*
Grikkir hafa neyðst til að hörfa
undan í Albaníu og er her þeirra
þar talinn í hættu.
*
18. /4. Gi'ikkir og Bretar hafa
tekið upp enn styttri varnarlínu
fyrir sunnan þessalíusléttuna, en
þar hafa bardagarnir verið harð-
astir. — Gríski forsætisráðherr-
ann, Koryzis, varð ln’áðkvaddur.
— I Albaníu hafa þjóðverjar og
Italir tekið marga fanga og mikið
af hergögnum.
*
19. /4. Viðureignir herjanna i
Libyu fara æ harðnandi, aðallega
við Tobruk og í Sollum.
*
í Grikklandi er barist af mikilli
grimmd, og hörfa Grikkir og
Bretar undan.
*
20. /4. þjóðvei'jar scgja að Bret-
ar séu farnir að flytja herlið sitt
frá Grikklandi. Frh. á bls. 25.
V í KTN G‘U‘R