Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Síða 18
Bréfkafli frá London
Blaðinu hefur nýlega verið skrifað eflirfarandi f.éffabréf
frá Islendingi er nú dvelur í London
... Héðan er ekki eins margt til tíðinda og
ætla mætti. Ég hef það ágætt, er fluttur inn í
bæinn vegna erfiðleika á ferðum, og þar af
leiðandi tímaspillis.
Síðastliðnar vikur hef ég tekið nokkrum
sinnaskiftum, og er ekki einn um það. Daglega
minka takmörkin fyrir virðingu minni á Bret-
um, og sér í lagi á Lundúnabúum. I mínum
augum er hver maður, hver kona og hvert barn
hetja. Lífið heldur áfram sinn vana gang, þrátt
fyrir umhverfðar götur, fallin og brunnin stór-
hýsi, og fjölda dauðra og særðra. En rétt fyrir
utan London er líka kirkjugarður flughers
Görings.
Undanfarna daga hefi ég tekið upp á nýjum
sið, sem sé að fara langar göngur um þessa
lítt fögru, oft óhreinu, allt of stóru og um of
dimmu, en samt yndislegu borg. Ég geng um
garðana, sneiðandi hjá stórum gryfjum eftir
sprengjur, sem kostuðu þýzka skattgreiðendur
of fjár.
Ég geng um götur, fagrar og hreinar, inn um
dyr á tóbaksbúð, sem ekki þarf að opna, því
hurðin er löngu fokin af hjörunum, og kaupi
„líkkistunagla". Já „nagla“ í hinn stóra kassa,
sem hola skal nasisma Þýzkalands von bráðar.
Gluggar þeirra stórverzlana, sem enn standa
(og þær eru fjölmargar) virðast óvenju hreinir,
en það er bara af því rúðan er brotin úr!
Já, eitthvað hlýtur að hafa brotnað eða bil-
að, því allsstaðar eru verkamenn við iðju sína:
að moka í og malbika eða steinleggja götur, að
innrétta húsin sem hafa brunnið, hlaða upp
aftur og steypa þau, sem hafa hrunið, og síðast
en ekki sízt hinn kaldhæðni kjarkur, að setja
VÍKINÖUR
rúður í glugga, sem oft brotna aftur næstu
nótt, og aftur og aftur, en alltaf eru þær settar
í á ný, eins og ég heyrði búðareiganda segja
um daginn: „Á morgun getið þið notað sama
kíttið aftur, því það verður ekki orðið hart.
þegar „Jeri’y“ (Þjóðverjar) mölvar rúðuna fyr-
ir mér aftur!“ Og svo skellihló hann.
Ég reika niður á Trafalgar Square til að at-
huga hvort Nelson standi ennþá. Jú, allt í róleg-
heitum, segir Horatic og nikkar til mín ofan af
háu steinsúlunni, að mér finnst. Handlegginn
og augað missti hann endur fyrir löngu, og það
í lifanda lífi, svo að myndhöggvarinn hefir
sparað sér efnið og erfiðið við hinn listalega
tilbúning þeirra líkamshluta. Svo Nelson er
enginn skaði gjör, og ég held að hann hafi
beðið að heilsa ykkur þarna í norðrinu, en kem-
ur ekki í kaffisopa núna, því hann vill vera þar
sem hann á nú heima hjá fólkinu, sem lifir og
berst í hans ódauðlega anda.
Ég labba undir Admiralty Arch, sem stendur
enn með öllu því sem Játvarður hinn VII. skrif-
aði þar á. Kíki inn að Buckingham Palace, þar
sem Vigga sáluga situr enn á stórum steini og
gýtur hornauga til stórrar holu í miðri götu,
eftir sprengju, sem féll rétt fyrir framan höll-
ina, og reka átti sonarson hennar á flótta til
Vesturheims. En kóngsi er heima og flaggar
með gullbróderuðum, rauðum og bláum fána.
Fyrst ég er nú að slæpast þetta, þá arka ég
ofan í Whtehall, alveg svona á reykvískan hátt,
sko! Ég legg leið mína um St. James Park, mæti
Anthony Eden, Sir Kingsley litla Wood (sem
er alveg eins og Pickevick forðum) og Mr.
Amerg, og tek ofan, eins og vera ber, nikka
18