Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Síða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Síða 19
pent, af því ég nenni ekki að beygja mig og hneigja djúpt, og þeir herrarnir segja ,,gott kvöld“, eins og ég væri bara „kollega" eða „kamerat“. Ég nálgast nú „Horse Guard Parade“ og svo virðist, sem ég sjái birgðamála- ráðherrann, Herbert Morrison, vera að rífast við einhverja uppi í glugga í „Board of Trade“. Þessir „demokratar" eru jú alltaf að rífast! Á „Horse Guard Parade“ er verið að hífa upp „ballón“ með löngum vír, til að heilsa upp á næstu ,,heimsókn“. Og þarna skokkar lágvaxinn maður, dálítið lotinn og vel í hold- um, með City-hatt aftur á hnakka, stóra skjala- möppu og vindlareykjarstrók á eftir sér. Tekur strikið frá Downing Street no. 10 — ómerkileg bygging — yfir í hið volduga Admiralty. Hann staldrar við, þegar að hann sparkar í eitthvert málmstykki á götunni, sem hann tekur upp, veltir því í lófa sér og stingur í vasann. Það er víst hluti af sprengjunni, sem féll rétt hjá minnismerki lífvarðarins. Soldáti kemur þarna frá no. 10 og segir að „gamli maðurinn" hafi verið að fara með slagara, sem Eddie Cantor söng í skemmtimyndinni „Roman Scandal" endur fyrir löngu. Öllum kemur saman um, hve karlinn sé minnisgóður og ágætis „kavaler" Já, það var maðurinn, sem á eftir að bjarga vondri veröld: Winston Leonard Spencer Chur- chill. Ég gekk heirn, mettur eftir að hafa séð hann í fyrsta skipti. í annað sinn, er ég var í göngu, fékk ég í fyrsta skipti síðan ég var stráklingur, dauðlega löng- un til að „elta brunaliðið“. Brunavagnarnir þustu að úr öllum áttum, svo og einkabílar og „Taxíar“, útbúnir slökkvitækjum. Og flestir slökkviliðsmennirnir voru líklega nýkomnir úr vinnu af skrifstofu eða verksrniðju, en þeir létu á sjá, að nú væru þeir „brunamenn". Og svo „brunuðu“ þeir áfram út að vörugeymsluhúsi nokkru, sem stóð í ljósum logum, er sjá mátti langar leiðir. Ég verð að játa, að ég nennti ekki að elta „brunaliðið“ að sinni, þótt ég sé alveg eins frár á fæti nú og um árið, þegar ég hljóp á milli Bræðraborgarstígs og Skólavörðuholts. af því að það var svo „óforskammað" að „kvikna í“ á báðum stöðunum í einu, og allt varð að sjá! Að tíu mínútum liðnum höfðu þessir „improviseruðu“ brunamenn náð yfirtökum á eldhafinu og engan bjarma var að sjá. Ég tók mér 20-aura ,,strætó“ austur á bóg- inn, fór út á London Bridge, þar sem ég varð að borga 10 aura skaðabætur, því ég hafði stolist til að ferðast 10 aurum of langt. Daun lagði úr ánni venju fremur, sama skíta þokan reyndi án árangurs að hylja Tower Bridge. Mennirnir voru ekki svona „akkúrat glatt barberaðir“, og kvenfólkið ekki í drjúpandi pelsum og með falskrullað hár hér úti í East- cheap. En hjörtun þeirra eru úr eins skæru gulli og gildi kertastjakinn í glugganum á No. 84 Belgrave Square í ,,diplómatiska“ hluta hins auðuga Vesturenda. Og þegar um eftirmiðdaginn var heimilislaust fólk að búa um sig í hinum djúpu göngum neð- anjarðarjárnbrautanna. Fólki, sem aldrei hefir séð auð eða jafnvel ekki átt nauðsynleg tæki nú- tíma lífs: Klæðnað, húsaskjól og fæði svo að nægði, hafði verið varpað á kaldann klakann. Þýzk „menning" hafði lagt hrörleg hreysi og ó- verulegar eigur þessara vanmátta vesalinga í rústir. En andinn var ennþá þeirra, og nútíma Bretar eru jafnaðarmenn í orðsins fyllsta og ó- pólitízka skilningi. Þarna gengu um okkar ágæti Mr. Ernest Bevan atvinnumálaráðherra og Mr. Willink, nýr maður, mikill í hjarta og heila, sem hefir það starf að finna þessum hetjum skjól og brauð. Miðluðu þeir af sinni miklu þekkingu og veittu ljósi inn í vonlítið líf allslausra vesalinga. Og þesar hetjur brosa við eymdinni, bíta á jaxl- inn og bölva hinu siðlausa hernaðaræði. Og þeirra sterki, stolti andi mun sigra. Þannig er London, föl en broshýr! Viss um sigur, ný og betri kjör, mannréttindi og batn- andi tíma. í gegnum þokuna skín bros stoltustu borgar sem sögur fara af. I gegnum dauninn leggur ilm af ágætu andrúmslofti frjálsra borg- ara. 1 föllnum rústum rísa upp nýjar og betri byggingar og úr steinhaugum verða breiðari og fegurri götur. Á rústir fjölda guðshúsa og sjúkrahúsa eru ristar ósýnilegar en ódauðlegar rúnir sögu nútímans; Guðsótti og mannkærleiki mun ætíð þrífast í þessari veraldarinnar mestu og beztu byggð manna í baráttu við óvini frels- isins. 19 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.