Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Side 20
Porgr. Sveinsson, skipstjóri:
Hús sjómannafélaganna
Við erum allir með því marki brenndir, að við
kjósum helzt að eiga hús yfir höfuð okkar. Enda
reyna allir, sem stofna til félagsskapar, hvort
sem hann er lítill, aðeins tvær manneskjur
(hjón) eða nokkru stærri, jafnvel svo tugum
skiftir, að koma sér upp húsi, til að hafa þar
bækistöð sína.
Nú eru hér í Reykjavík um 10 félög sem skip-
uð eru að heita má eingöngu sjómönnum. En að-
eins eitt af þeim á hús; það nýtur líka ríkis-
styrks.
Hin félögin hafa hvergi höfði sínu að halla
að, heldur verða að vera á hálfgerðum flækingi
meðstarfsemisína, sem háir þeim mjög, sérstak-
lega ef mál skulu afgreidd, eða klofin til mergj-
ar sem oft er þörf á .
En því byggja félögin þá ekki hús fyrir sig,
kunna menn að spyrja. Ég býst við að svarið
verði hjá þeim: fjárþröng, þ. e. að þau hafi ekki
efni á því. Mun það vera sannmæli hjá flestum,
eða jafnvel öllum, þegar tekið er tillit til þeirra
tekna er félögin hafa yfir að ráða.
En þar með er ekki allt sagt. Ég vil halda því
fram að við getum komið meiru í framkvæmd
en við gerum, aðeins ef góður vilji og áhugi er
fyrir hendi.
Viljinn dregur hálft hlass og áhuginn hitt, og
hvað er þá eftir?
Ef þetta væri nú rétt — og hver efar það —
ætti að vera hægt fyrir sjómannafélögin hér í
Reykjavík að koma sér upp húsi.
Ég veit að öll sjómannafélögin hér vilja eign-
ast hús, eða hluta í húsi, þar sem þau geta verið
í næði, með störf sín og muni, og áhugi mun
vera meðal mjög margra að svo megi verða.
Allir vita að margir samhentir geta fram-
kvæmt það, sem einstaklingurinn ræður ekki við,
svo þó að einstök félög hafi ekki ráð á að byggja.
þá geta þau það ef þau fá fleiri félög til að vera
í félagi við sig.
Segjum t. d. að 8 félög kæmu sér saman um
að byggja eitt hús, er þau notuðu, að nokkru
sameiginlega og að nokkru fyrir sig sjálf.
Margir munu nú verða til að spyrja, hvernig
það mætti verða, þar sem félögin hafa yfir svo
litlum félagssjóðum að ráða.
Því er til að svara: Ekkert fæst sem gildi hef-
ir án einhverrar fórnar.
Annars eru leiðir þær, sem hægt er að fara í
þessu máli, svo margar að ég mun fæstar þeirra
ræða, meðal annai’s af því ég áleit mig ekki
rneiri fjármálamann en það, að mig skorti þekk-
ingu til þess.
Áður en ég minnist á þessar leiðir, vil ég taka
fram til að forðast allan misskilning í þessu
sambandi, að þó það sé mjög hátt uppi meðal
þjóðar vorrar, nú á tímum, að þegar félög, fé-
lagasambönd eða jafnvel einsaklingur ætla að
leggja í einhverjar framkvæmdir, þá er það
fyrsta, sem þau gera, að sækja urn, eða jafnvel
ki-efjast, styrks af því opinbera.
Ég þekki þá illa sjómenn vora ef þeir hugs-
uðu sér að fara þá leið. Einir og óstuddir verðurn
við að koma upp húsinu. Til þess höfum við bæði
þor og rnátt, ef við aðeins erum samtaka.
Þá leið förum við.
Nú alveg á næstunni á þing Farmanna- og
fiskimannasambands Islands að koma saman.
Mér finndist vel við eiga, að það hefði for-
göngu í þessu máli. Tæki það fyrir á þessu þingi
og kysi nefnd til að starfa að undirbúningi þess
á milli þinga.
Nefndin ætti að kynna sér þátttöku félaga,
stærð hússins og stað, og svo ekki hvað sízt —
VÍKINGUR
20