Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Blaðsíða 21
afl þeirra hluta er gera skal, — hvernig bezt
væri að útvega, á heppilegastan hátt, fé til
byggingarinnar. Til mála gæti komið, að kaupa
hús, til að byrja með, ef heppilegur staður
fengist.
Hætt er við, að misjafnar skoðanir komi frarn
um stærð og tilhögun hússins. Ég vil ríða á
vaðið og láta mína skoðun í ljós með sem fæst-
um orðum um það atriði.
Mér finnst, að húsið þyrfti ekki að vera stórt,
en fallegt. í því ætti að vera herbergi helst fyrir
hvert félag, sem þau notuðu fyrir stjórnar- og
nefndarfundi og geymdu í bækur sínar og muni.
Þar ætti að hafa aðsetur blað sjómannastéttar-
innar og Slysavarnarfélagið. Gera ætti ráð fyrir
að félögin kæmu sér upp bókasafni, og ætti að
vera herbergi fyrir það. Til mála gæti komið að
komið yrði á fót upplýsingaskrifstofu fyrir sjó-
menn úti um land, og ætti vel við að slík skrif-
stofa ætti þar aðsetur. Þar að auki ætti að vera
salir, sem nota mætti til allra almennra funda
fyrir félögin. I sambandi við þá sali ætti að
vera veitingar, og útbúnaður fyrir þær. Önnur
herbergi gætu náttúrlega komið til greina, ef
það virtist heppilegt fyrir rekstur hússins.
Staðurinn, sem húsið stæði á, ætti að vera sem
næst höfninni.
Um fjármálin vil ég sem minnst tala, bæði af
þvi, eins og ég gat um fyrr, að ég hefi ekki nógu
mikla fjármálaþekkingu til þess, og það er allt
af viðkvæmt mál, sem þarf að fara mjúkum
höndum um.
Þó vil ég benda á, að lítt gerlegt væri að fara
að byggja hús með mjög stuttum bankalánum.
Best væri, ef hægt væri, að safna fé til bygging-
arinnar, og eiga húsið, með sem minnstri skuld,
er það væri byggt. En ég býst við, að mönnum
finndist þessi leið nokkuð seinfarin.
Þá er að fá lán til lengri tíma, og ef til vill
með lítilli eða engri afborgun fyrstu árin. Þessi
leið er möguleg, að minnsta kosti með nokkuð
af húsverðinu. Mörg félög eiga sjóði, sem þau
skerða ekki höfuðstólinn af. Væri ekki nóg
trygging að ávaxta höfuðstólinn í byggingunni?
Ein leiðin er hlutafjársöfnun innan sjálfra fé-
laganna og meðal einstaklinga þeirra. Nú ber
svo vel í veiði, að einmitt þessari stétt, (sjó-
mannastéttinni) berast miklir peningar. Mundu
þeir ekki fáanlegir til að ávaxta eitthvað af fé
sínu í húsinu?
Ég læt hér staðar numið, þó benda mætti sjálf-
sagt á fleiri leiðir og það að líkindum betri en
þessar.
Áður en ég lík máli mínu vil ég minna sjó-
menn vora á það, að það sómir illa fyrir stéttina
að eiga ekkert hús til að starfa í hér í borginni,
þegar smáfélög geta byggt og keypt hús, upp
um fjöll og fyrnindi.
Það er eitt af menningarmálum stéttarinnar
að eignast hús, sem ekki má dragast miklu leng-
ur að byggt verði, ef hún vill halda verðskuld-
uðu áliti.
Sjómenn! Sýnið nú samhug og byggið hús
fyrir félög ykkar á næstu árum.
CAPITANA
Magnús Andrésson, útgerðarmaður,
hefir nýlega fest kaup á þessu
skipi í New Bedford í Bandaríkjun-
um. Skipið kom hingað 26. apríl s.
1. Capitana er þrímöstruð skonn-
orta, 277 srnál. brúttó, með 250 hest-
afla Diesel-hjálparvél, og er mjög
áþekk „Huginn", sem keyptur var
til landsins í síðustu styrjöld. Eins
og sést á myndinni, er afar mikil
sigling á skipinu, cnda hefir það
þungan blýkjöl í lcjölfestu. Hug-
mynd Magnúsar er að láta breyta
því og nota það til fiskflutnings.
Skipið var upphaflega smíðað sem
listisneklcja, og hefir sjáanlega ekk-
ert verið til þess sparað.
21
V f KTN G‘U‘R