Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Síða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Síða 23
Einnig voru settar reglur sem bönnuðu að gefnar væru upplýsingar um ferðir íslenzkra skipa, er sigldu landa á milli. Þeim, sem þessar línur ritar, varð það á, að nefna nöfn á tveimur skipum sem þá voru í þann veginn að leggja af stað til Bretlands. En þess var ekki langt að bíða, að ég væri kallaður upp, og mér tilkynnt að ég hefði gerst brotlegur við settar reglur, og alvarlega áminntur um, að gera það ekki aftur, því slíkt gæti haft þær afleiðingar að stöðinni yrði lokað. Lofaði ég því að slíkt skyldi ekki koma fyrir aftur. Eftir þetta fór ég að veita því meiri athygli sem að þessum málum laut, og komst brátt að þeirri niðurstöðu að hér var leik- inn sami skrípaleikurinn. Ríkisútvarpinu er leyft að birta langa fréttapistla urn ferðir ís- lenzkra togara er sigla landa á milli. Vart hefir sú fundarsamþykkt verið afgreidd um siglinga- mál, að hún væri ekki lesin upp í útvarpið. Ekki stóð á því að tilkynna það, þegar b.v. Gulltopp- ur bjargaði hinum 33 skipbrotsmönnum nú ekki alls fyrir löngu. Svona mætti lengi telja. Það skiptir engu máli hvort þetta er leyfilegt eða ekki, því það á ekki að eiga sér stað, að hlaupið sé með það í útvarpið sem gerist í sigl- ingamálum okkar, ekki síst þegar landinu og hafinu umhverfis það, hefir verið lýst sem ófrið- ar svæði. Okkur íslendingum verður að fara að skiljast það eftir hinar hryllilegu árásir á með- bræður okkar, að okkur er engin miskunn sýnd í þessum óskaplega hildarleik sem nú er háður. Það hlýtur að vera krafa allra, og ekki sízt íslenzkra sjómanna, að fyllstu varúðar verði gætt í öllum fréttafluttningi útvarpsins, því ís- lenzka sjómannastéttin hefir fengið það mörg og stór sár, það sem er af þessar styrjöld, að seint munu gróa. Fyrst ég fór að stinga niður penna, langar mig að minnast á eitt atriði, sem er algjörlega óskyit því, sem að framan greinir. Á síðustu jólum færði h.f. Helgafell skips- mönnum sínum höfðinglega jólagjöf, og mun slíkt vera fátítt meðal íslenzkra útgerðarmanna. Nú mætti ætla að þessi höfinglega gjöf félags- ins hefði mælst vel fyrir meðal útgerðarmanna, ekki sízt vegna þeirrar ástar sem útgerðarmenn eru sagðir bera til sjómanna, eftir því sem ein- um kennimanni fórust orð í minningarathöfn, sem nýlega var haldin yfir drukknuðum sjó- mönnum. En sagt er, að sumum útgerðarmönn- unum hafi ekki orðið vel við þetta, og er leitt til þess að vita, að til séu þeir menn, sem ekki geta unnt sjómönnunum þess, að verk þeirra séu metin að maklegleikum. Kveðju og minningarljóð flutt aö Þingeyrarkirkju við útför hinna föllnu sona Dýrafjarðar af línuveiðaranum Fróða, fimmtudaginn 20. marz. 1941. Nú dreifast um fjörðinn vorn dapurleg ský, því dauðinn svo stórhöggur veldur. Að sunnan oss helfregnin sögð er á ný, er sveitin vor þunglega geldur. JJú skapari alheims, vor heiður og hrós og huggun og máttur hins snauða. Vér hrópum á mátt þinn, miskunn og ljós, i myrkrinu heljar og dauða. Um heiminn nú breiðir sig heiftræknisbál, er harmkvölum sárustum veidur. Hin viðkvæma, bljúga og saklausa sál þess sárlega margsinnis geldur. Og nú, er það breiðir sig norður um höf og nær okkar landinu kæra, en syni þess lemstraða leggur í gröf, hvern lifandi barm mun það hræra. Vér syngjum vort fegursta samúðarlag og syrgiendur þráum að gleðja, er ástvinir hjartfólgnar hetjur í dag nú hljóta með söknuði að kveðja. í samúð og lotningu svifum vér þá í sálrænum hátignar lióma, er skynjum vér hjartnanna helgidóm frá þá heilögu saknaðar óma. pá kveðjuna síðustu flytjum vér frá þeim frændum og vinum sem biðja, að ástvinir sorgþjáðir frið megi fá og farsældar kraftur þá styðja. pér sjóhetjur, styrkur og stolt okkar lands, i starfsblóma er falla vér lítum, nú heiðurs og þakka og kærleikans krans vér klökkir með söknuði hnýtum. Lilja Björnsdóttir. VÍKINGUR 23

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.