Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Side 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Side 24
Alltaf á norðan Þegar ég er í landi og á einhverjar tómstund- ir, þá reyni ég að lesa það, sem ég kemst yfir af blöðunum, sem út koma hér í Reykjavík. Meðal ^jessara blaða er „Tíminn". Ég skal játa það, að í því blaði hefi ég lesið margar greinar, bæði fyrr og síðar, mér til gagns og ánægju. En það verð ég þó að segja, að sjaldan hefi ég rekið mig þar á greinar, sem telja mætti sérstaklega notalegar í garð okkar, sem sjóinn stundum. Og einkanlega hefir mér fundist jafnan anda fremur kallt til okkar sjó- manna frá ýmsum skrifum mikilvirkasta grein- arhöfundar blaésins J. J. Það er eins og það sé alltaf sama norðan-brælan sem gustar frá þeim blessaða manni í okkar garð, hvort heldur að hann stingur niður penna um einhver mál, sem okkur koma við eða er hann víkur sér að okkur í ræðu við hátíðleg tækifæri, þó að langfrægust séu í því sambandi ummæli hans um stríðs- áhættuþóknunina, sem þeir sjómenn fá, er sigla á hættusvæðunum, og sem hann svo smekkléga kallaði „hræðslu-peninga“ sjómanna. Er J. J. sá eini maður hér á landi, svo vitað sé, sem brugðið hefir íslenzkum sjómönnum um bleyðiskap, og mun honum lengi verða munað það. — 1 „Tímanum“, sem út kom 13. þ. m. ritar þessi sami maður greinarstúf, er hann nefnir „Dýrtíðina og sveitalífið“. Er hann þar með ýmsar bollaleggingar um orsakir dýrtíðarinnar í landinu og hvernig megi úr henni draga og svo loks, hvaða ráðum skuli beitt til þess að hækka verð á framleiðsluvörum bændanna, svo að þeir verði færari til að mæta dýrtíðinni Það hefði nú mátt ætla, að hægt hefði verið að skrifa nokkur orð um þessa hluti án þess að sveigja að íslezkum sjómönnum á miður góð- gjarnan hátt, en það virðist mér vera gert í þessari grein. Að vísu er það ekki sagt berum orðum, að sjómenn eigi höfuð-sökina á dýrtíð- inni, en það er fyllilega látið liggja að því að svo hafi verið, eða svo virðist mér. í upphafi máls síns fer greinarhöf. nokkrum orðum um það, að „Forystu þjóðir heimsstyrj- aldarinnar, Bretar og Þjóðverjar“ leggi á það „hina mestu stund“ að halda verðhækkuninni í skefjum, meðal annars með hámarksákvæðum og verðuppbótum, og virðast aðferðir þessara heimsstyrjaldar-forystuþjóða vera hreint „evan- gelium“, fyrir greinarhöf., því að svo segir hann: „Hér hefir þróunin orðið önnur og með slysalegum hætti. Um leið og ófriðurinn skall á kröfðust sjómannafélögin stórmikillar kaup- hækkunar, sem var veitt....“ Litlu síðar segir greinarhöf.: „Sjómenn ófriðarþjóðanna sigla fyrir nálega sama kaup og áður, og byrjaði hér ójafnvægi, sem ýtti undir sérstaka dýrtíð á íslandi“. — Hvað segið þið, drengir góðir? Finnið þið ekki á hvaða átt hann er? Þetta eru þakkirnar, sem íslenzku sjómenn- irnir fá hjá þessum leiðtoga þjóðarinnar, fyrir það að leggja líf sitt í sölurnar fyrir land og þjóð við að flytja afurðir landsmanna á erlend- an markað og færa aftur heim margvíslegar lífsnauðsynjar: Þið hafið „ýtt undir sérstaka dýrtíð á íslandi“! — Auðvitað gleymir greinarhöf. ekki blessuðum bændunum í þessari dýrtíðar-hugvekju sinni, en það er nú dálítið annar „karakter“ sem þeir fá. — Þeir eru hinir ,,frómu“ þolendur, sem sú „sér- staka dýrtíð“, er sjómennirnir hafa ,,ýtt“ undir bitnar á. Ekki hafa þeir gerst sekir um neina þátt-töku í dýrtíðardansinum, af öllu slíku geta þeir þvegið hendur sínar! — En — bæði mér og VÍKIN6UR 24

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.