Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Side 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Side 26
Kolbeinn Jakobsson frá Sandeyri: Vöðuselaveiði við ísafjarðardjúp á ðndverðri Vöðuselurinn mun hafa verið veiddur all- víða hér við land allt frá landnámstíð og fram undir miðja 19. öld, eða þangað til Norðmenn tóku að veiða hann með byssuskotum á hafísn- um milli Græniands og íslands, norður í Ishafi, og svo eftir að menn fóru að skjóta þennan sel á fjörðum inni. Þangað til var selur þessi, bæði hér við Isafjarðardjúp og annarsstaðar, veidd- ur með sömu aðferðinni: skutlaður og veiddur í nótir. Það munu nú liðin 90—100 ár síðan síð- asti vöðuselurinn, hér við Djúpið, var skutlað- ur eða veiddur í nót og þessi forna vöðusela- veiðiaðferð því fallin, eða er að falla, í gleymsk- unnar djúp. En þar eð ég, sem þetta rita, á ungdóms- og yngri árum mínum, fékk áreiðan- legar upplýsingar um þessa fornu vöðuselsveiði- aðferð hjá mönnum þeim, er sjálfir höfðu stund- að veiðina, þá vil ég nú, með sem fæstum orð- um, skýra frá því, sem þeir menn sögðu mér um vöðuselagöngu og veiði vöðuselsins hér við Isafjarðardjúp á fyrri helming næstliðinnar aldar. Vöðuselurinn fór venjulega að leggja leiðir sínar hingað inn til Djúpsins, í stærri eða minni hópum, árlega í janúarmánuði og hélt sér oft- ast nær inni í Djúpinu fram í júnímánuð. Allan þennan tíma komu fiskigöngur sjaldan inn í Djúpið, sjaldan lengra en á móts við Stiga- hlíð, og þótt eitthvað fiskivart yrði inn í Mið- djúpinu í apríl eða maí, þá hvarf fiskurinn óð- ar út aftur, og var vöðuselnum um kennt. — Vöðuselanótir voru h. u. b. 60 faðma langar og 20 möskva breiðar (djúpar). Átti, að lögum, hver landeigandi og ábúandi jarða, veiði 60 nltjándu öld faðma frá stórstraumsfjörumáli lands síns, eða svo langt út frá landi sínu, er „tvítug nót stóð botn“. Það voru ,,nótlög“ hans. Fjórði hluti (breidd möskvariðans) hvers möskva nótarinn- ar, var 8 þumlunga langur. Hafi nót sú, er haft hefir þessa möskvalengd, verið „sett inn“ til þriðjunga, hefir hún „staðið botn“ á ca. þriggja faðma dýpi. — Eftir þeirri vöðuselanót að dæma, er ég sá í Æðæ er ég var þar unglingur, hafa nótirnar verið riðnar úr þáttum upprökt- um úr nýjum, bikuðum, fjögra punda hamp- línum. Nótargarnið var því mjög snúðlint, en þó vel sterkt. Nótarteinarnir, sem líka var nefnt „lý“, voru úr þrí- eða fjórsnúnum saman tveggja punda hamplínum, snærum, með nokk- uð stórum korkflám, sem hnýttar voru á nótar- teininn með tveggja álna millibili, eftir að búið var að „setja inn“ nótina. Var sá jaðar nótar- innar nefndur „fláajaðar“. Á hinn tein eða jaðar nótarinnar voru, með faðms millibili, hnýtt sterk „kljábönd“ og áður en nótin var lögð, voru í hvert kljáband festur 4—6 punda þungur steinn, er nefndur var „kljásteinn", og þessi jaðar nótarinnar nefndur „kljásjaðar". Einnig var í hvort horn kljájaðarins vel bund- inn 10—20 punda þungur steinn og hornsteinar nefndir. — Þótti nauðsynlegt að kljá vel niður nótina, svo selurinn eigi næði að komast upp úr sjónum til að anda að sér lofti, og því máske geta rifið sig úr nótinni eða haft hana á brott með sér, væri hún ekki vel fest í landi, en væri hún ekki föst á öðrum enda í land, þá varð að hafa dufl á báðum endum hennar. Allar vöðu- sela nótir voru settar inn til þriðjunga, þ. e.: VÍKINGUR 26

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.