Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Qupperneq 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1941, Qupperneq 27
urðu þriðjungi styttri innsettar en þær voru út- settar. Beztu vöðuselalagnir voru taldar þær, er svo var aðdjúpt við klöpp eða klett, að svaraði rúml. til breiddar nótarinnar. Ein af þeim lögn- um eða stöðum, var vestri endi Æðeyjar, Æð- eyjar-kletturinn. — Sagði mér svo frá Stein- unn, dóttir Árna bónda Jónssonar í Æðey: að faðir sinn hefði oft verið mjög fengsamur á vöðuselinn í nót sína við Æðeyjarklettinn, hann hefði tíðum fengið marga seli í einni vitjan. Aðrir staðir hér í Snæfjallahreppi hafa mér líka verið tilnefndir sem sérstaklega góðar vöðuselanótalagnir, svo sem: framundan Skarðshrauni og undan Rostungsbryggj u á Bæjahlíð. — Að skutla vöðuselinn, hafði verið allmikil íþrótt. Urðu því skutlararnir að hafa mikla æf- ingu í að kasta skutilrá til marks bæði í landi og á sjó, áður en þeir fóru að reyna að skutla vöðuselinn. Á lengra færi en 4—10 föðmum frá selabátnum til selsins, munu fáir skutlarar hafa treyst sér að kasta skutilrá svo að vel tækist, og urðu þeir að æfa sig meðal annars á því, er þeir köstuðu skutilránni, að beina henni ekki einungis beint á selinn, heldur þeim mun hærra fyrir ofan hann, sem færið var lengra, svo skut- illinn gæti stungizt snið-beint inn í selinn; varð ráin því að fara nokkuð bogna línu að selnum. Færi hún beina línu, var það kast kallað „hvala- kast“ og lánaðist jafnan illa. — Skutlararnir voru jafnan miklir þrekmenn eða afburða snar- ir menn og leiknir í að standa vel stöðugir á hlera, er nefndur var „pikkur“, í barka sela- bátsins. Skutilrárnar voru 4—4*4 álna langar, h. u. b. 11/2 þumlungur ummáls í þann enda rárinnar, er skutilleggsholan var í, en nokkuð grennri í hinn endann; voru þær sívalar, vel slétt heflaðar, þráðbeinar og gerðar úr réttum og beinum, kvistlausum viði. Voru tvær skutil- rár með hverjum selabát, báðar af sömu gerð og skutlar í báðum, í annarri skutill sá, er skutlarinn fyrst kastaði að vöðuselnum, en í hinni svonefndur „íburðarskutill", er var þriðj- ungs til helmings gildari en hinn. Skutilsnærið eða línan, sem fest var með „skutilbragði" um legg skutils þess, er fyrr var kastað, var mér sögð að verið hefði 20 faðma löng, mjó en þó vel sterk, en skutilfærið, sem fest var um legg íburðarskutilsins, var að mun bæði styttra og sterkara. Skutilráin með íburðarskutlinum í, var ekki notuð fyr en selurinn var kominn nokkuð nær bátnum en hann var við fyrra kastið; en eftir að selurinn var orðinn fastur á þessum skutli, var hann hiklaust dreginn, hvort hann vildi eða ekki, fast að bátnum, þá rotaður, síðan innbyrtur og hálsskorinn, svo honum gæti blætt út sem bezt. — Skutlar munu nú mega teljast til forngripa og því væntanlega vera geymdir á forngripasafninu í Reykjavík. Tvö göt voru boruð í gegnum hverja skutilrá, annað framan- en hitt aftantil við miðju henn- ar og í göt þessi smeygt mjóum snærisspotta, gjörðar lykkjur og gegnum þær dregið skutils- færið, svo ráin var jafnan á skutilfærinu, þó skutillinn væri fastur í selnum. Ekki var talið unnt að skutla vöðuselinn nema þegar hann lægi ofansjávar. Þegar logn var, og helzt nokkuð sólskin líka, lögðust vöðuselahóp- arnir flatir ofansjávar þannig: að selurinn lá á bakið, svo kviðurinn snéri upp úr sjónum, en hausinn í kafi nema nasirnar við og við upp úr sjónum. Var þá sagt að vaðan „lægi“. — Flestir skutlarar áttu góða sjónauka (kíkii'a), er þeir gengu með upp á háa hjalla eða hæðir, hátt frá sjó, áður en þeir lögðu frá landi í selveiðiferð- ir, til að skyggnast þaðan um, út og inn um Djúpið, hvar þeir sæju vöðuna liggja. Þótti ein- hver bezti staðurinn til að skyggnast um eftir „vöðunni" 2 hjallar á Ögurhálsinum, upp af Ögurnesi, er þá fengu nöfnin lægri- og hærri „Selagóna“. Fleiri hæðir voru margar notaðar, svo sem Bæjatagl og Ármúli. Er skutlari, af slíkum sjónarhæðum, kom auga á „vöðu“ ein- hversstaðar á Djúpinu, hraðaði hann sér sem mest hann mátti niður til báts síns, er hásetar hans — sem ætíð voru tveir og nefndir „undir- ræðarar" — höfðu á floti og viðbúinn, á nær- skyrtum sínum, að taka svo mikinn róður, sem þeir ættu líf sitt að leysa, í einni „skorpu", þangað sem vaðan lá. — Undirræðararnir þurftu að vera: viljugir, hlýðnir og meiri hátt- ar ræðarai'. Og ekki þótti skutlaranum þeir róa vel nema þeir — þó á nærskyrtunum réri — væru löðrandi sveittir þá er að vöðunni kom. Má þá nærri geta, að mörgum undirræðaran- um hafi orðið ónotalega kalt — er þeir, því VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.