Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1941, Page 1
51ÓmnHHRBLR31Q
U1K1H6UR
ÚTOEFANDI: FARMANNA- 00 FISKIMANNASA MB AND ÍSLANDS
III. árg., 7. tbl.________________________________________________________________Reykjavik, júli 1941
Fáir kunna sig
í góðu veðri heitnan að búa
Á meSan siglingar um áhættusvæðin gengu
vel voru menn í landi farnir að leggja það
þannig út, að hættulaust væri aðð sigla, og var
það útskýrt á ýmsan hátt. Nánustu vandamenn
sjómannanna lifðu þó stöðugt í ótta um líf ást-
vina sinna, meðan þeir voru úti á áhættusvæð-
inu. Sjómennirnir sjálfir vissu að það var að
eins tilviljun, sem réði því hvort þeir kæm-
ust heilu og höldnu eða ekki. Þeir voru sí-
fellt að bjarga skipshöfnum af skipum, sem
sökkt var á siglingaleiðum þeirra, þeir vissu
að tundurduflum var hent af flugvélum í fljót-
in, sem þeir þurftu að sigla um. Og þeir horfðu
á flugvélar ráðast á skip við hliðina á sér og
urðu fyrir fiugvélaárás.
Þegar árásin á „Fróða“ var gerð og Reykja-
borg og Pétursey var sökkt, kom það eins og
reiðarslag á fólk í landi, sjómennirnir sem voru
að sigla, hörmuðu örlög félaga sinna, en vissu
að svona hlaut fyr eða síðar fyrir einhverjum
þeirra að fara.
Útgerðarmenn stöðvuðu skip sín, þeim ógn-
aði að ráða menn út á þau til slíkra ferða. Ást-
vinir sjómannanna margir, kröfðust af þeim
að þeir hættu að sigla.
Sjávarútgerðin hafði flutt þjóðinni millj-
ónagróða. Margir sem aldrei áður vissu hvað
sjómennska eða sjávarútgerð var„ voru farnir
að „gera út“ og velta inn peningum. Allar kirn-
ur voru settar á flot, sem varla héngu saman
áður, gullæðið greip óstjórnlega um sig. Og
annað æði óx líka, skattaæðið óx það mikið, að
fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi fengu óbeit á
sjálfum sér, og fóru allskonar kollhnýs í mál-
inu.
Siglingastöðvunin mildaði svolítið hina æstu
hugi. Nokkur tími leið. Þá fara að koma fram
nöldursraddir um að skipin skuli ekki sigla.
Þó standa yfir samningar um tilhögun á sigl-
ingum eftir hið breytta viðhorf, en áhugi fyr-
ir málinu er ekki mikill, hvorki af hálfu sjó-
manna eða hinna reyndu og raunverulegu út-
gerðarmanna.
Á þessu tímabili hleypir eitt virðulegasta
dagblað landsins, að í dálkum sínum lúalegri
grein í garð íslenzku sjómannanna, þar sem
dylgjað er um, að þeir þori ekki að sigla. En
Færeyingar, sem áður fyr hafi litið upp til
þeirra sem þeim fremri, haldi áfram að sigla.
Þannig hafi hlutfallið snúist um, að við
megum líta upp til þeirra. Slík skriffinnska
hefði betur átt heima í sama dálki, og sú
heimsku fyndni að samlíkja því um bændur
út um allt land, að þeir væru í eins mikilli
hættu og sjómennirnir, ef flugvél kæmi yfir
einn bæ og yrði þar einhverjum að bana.
Islenzkir sjómenn vilja ekki troða lofið nið-
ur af Færeyingum, en benda má á, að færeyska
þjóðin, þó smá sé, gerir betur við sjómenn sína
heldur en sú íslenzka. Færeyskir sjómenn hafa
haft meir en helmingi hærri laun fyrir sína
áhættu, og þeir hafa fengið vopn til þess að
verja sig með og margoft bjargað lífi sínu með
þeim, þó ófuilkomin væru.
Eitt enn, meðan íslenzkir sjómenn sigldu
um áhættusvæðin með meðal þénustu um 600
kr. á mánuði, gengu ábyrgðar litlir strákar og
launsingjalýður, í landi og fussuðu við minni
launum við áhættulausa daglaunavinnu, en
800—1000 kr. á mánuði. Hver vill svo lá, fjöl-
VÍKINGUE
1