Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1941, Side 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1941, Side 2
skyldumönnum og öðrum þó þeir væru ekki ánægðir að þvælast um í dauðans greipum, ef hægt var að vera heima og það við betri launa- kjör. En sleppum í bili því liðna. Nú hafa samn- ingar tekist. Og siglingar eru að hefjast. Marg- víslegar öryggisráðstafanir eru í munni manna, en mjög lítið framkvæmt af þeim. Sama æðið virðist ætla að grípa um sig, allar fleytur er hugsað til þess að setja af stað. Og svo langt er gengið, í einstökum tilfellum að háöldruðum mönnum, sem, þó þeir kunni til verka, hafa misst broddinn af þeim eiginleikum sem telja verður nauðsynlega, er fengin yfirstjórn skipa Útbúnaður sem samkvæmt öryggissamningi er talinn nauðsynlegur, er ýmist talinn ekki framkvæmanlegur vegna þess, að skipin þoli liann ekki! Þo þau geti siglt, eða beinlínis farið í kringum hann eða blátt áfram trassaður. Enginn hefir umboð til þess að semja reglugerð um þossi niál eða vill gera það, sem ríkisstjórn- in gæti staofest og látið framfylgja. Og óhætt mun fullyrða að í flestum skipum muni ekki vera til svo mikið sem tappabyssa, þó á þyrfti að halda. l’annig er fálmið og vitleysan svo mikil um þessi mál, urn smærri skipin, að nálg- ast vitfirring. Tundurduflarekið er einn meinvættur sjó- manna. og höíum við fengið margítrekaðar beiðnir frá þeim að fá eitthvað gert í því máli Svo að segja öll íslenzku veiðiskipin sem nú stunda veiðar eru nú stöðugt fyrir Vestur- og norðurlandi, þar sem langmesta tungurduf.a- hættan er. Sæbjörg mun hafa verið send út til þess að granda duflum, en hún er einnig í síldarrannsóknum, svo slíkt er ekki nema hálf not að. Ekki vitum við til þess að brezk yfir- völd hafi skip úti eingöngu í þessu augnamiði, en þau munu eyðileggja tundurdufl, sem þau hitta á leið sinni. Eitt er vist, að tundurdufl eru eins og hráviður á miðum íslenzku skip- anna. Við þekkjum ekki hernaðarfyrirætlanir eða fi'amkvæmdir stríðsþjóðanna, tundur- duflalagnirnar eru á beztu fiskimiðum landsins, öll hernaðaraðstaða um baráttuna um hafið um- hverfis Island virðist hafa tekið stórfelldum breytingum upp á síðkastið, er því ekki tíma- bært að varpa fram þeirri fyrirspurn hvort ekki megi hreinsa þessi svæði aftur. Eitt er nauðsynlegt og það er að íslenzk yf- irvöld geri gangskör að því, að minsta kosti tvö skip verði sett til þess að granda rekduflum á siglingaleiðum og veiðisvæðum. Og í öðru lagi er nauðsynlegt að sjómenn fái vitneskju um, hvar duflum sem ekki hafa ver- ið eyðilögð er sökt. A meðau komist er hjá slysum af tilviljun er allt í lagi, eins og kallað er, þó allt sé ekki eins og á aó vera, en það er skynsamlegra að gera ráð fyrir því sem koma kann, og hafa gert allar mögulegar ráðstafanir.Enginn getur máské ráðið við þó skip farist af ofviðri, en einn laus lúgufleygur getur grandað heilu skipi, ef þann- ig lagaðar ástæður eru fyrir hendi. Enginn sem vel kann að stjórna gleymir smá- mununum. FIMMTUGUR Sigurður Eyleifsson skipstjóri varð fimmt- ugur 6. júlí. Hann er ættaður af Seltjarnanesi, Þar sem aldan gnauðar sífelt við ströndina, og hef-ir lagt íslenzkri sjómannastétt marga sína ágætustu sjómenn. Sigurður er ráðsæll og dug- mikill skipstjóri. Mörgum finnst hann máské hrjúfur í fyrstu viðkynningu, en það er aðeins ytri gríma, því undir niðri er maðurinn þýð- lyndur, og hollur þeim er miður mega sín. Hann hefir verið skipstjóri á bv. Arinbirni Hersir frá því að skipið kom til landsins og ávalt far- ist það úr hendi með mestu prýði. Það mun ósk flestra þeirra er með Sigurði hafa verið, að geta vottað honum hlýjan hug, á þessum tíma- mótum æfi hans. Skipverja hans fyrir þá góð- vild sem hann hefir sýnt þeim í gegnum margra ára samstarf í blíðu og stríðu, og vina hans fyrir óbrigðula tryggð hans. VÍKINGUR íslenzk sjómannastétt er hreykin af hverjum giftudrjúgum manni sem fyllir flokk hennar og getur sér góðan orðstír. Einn í þeim hóp er Sigurður Eyleifsson. Megi honum vel farast.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.