Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1941, Page 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1941, Page 5
„Hekla" r a skofsn í kaf leið \\\ Ameríku 27. júní lagði es. Hekla af stað úr höfn í Reykjavík, áleiðis til Halifax Nova Scotia, hafði Eimskipafélag íslands leigt hana til fararinnar til þess að sækja ýmsar nauðsynjavörur en fór ólestuð. I þrjár vikur spurðist ekkert til skips- ins, en þá barst eigendum þess fregn um það frá brezku flotastjórninni hér, að kanadiskt herskip hefði bjargað sjö mönnum af Hekiu... Var aðstandendum tilkynnt þetta strax áður en nokkuð kvisaðist út um atburðinn. Síðar komu svo fregnir um hverjum hefði verið bjarg- að. En að einn mannanna hefði dáið á leiðinni til lands. Öll nánari atvik eru ókunn, nema hvað frést hefir að skipinu var sökkt með tundur- skeyti 29. júní, eftir tveggja sólarhringa ferð, sprengingin varð mikil og að annar björgunar- bátur þess brotnaði strax, skipið sökk á tveim- ur og hálfri mínútu... Hekla hafði tvo stóra björgunarbáta, var annar þeirra með vél, en báðir með þeim út- búnaði, sem nú tíðkast. Augljóst virðist vera að skotið hafi verið á skipið fyrirvaralaust. Enn er höggið stórt skarð í hóp íslenzkrar sjómannastéttar. Lengi trúðu menn því, meðan allt gekk vel, að hætta sjómanna væri ekki eins mikil og af væri látið. Svo komu hinar hörmu- legu staðreyndir, þegar fyrstu árásirnar hóf- ust. Þegar Ameríku siglingar byrjuðu töldu menn þær hættuminni og sumir hættulausar. Nú hafa hinar kaldranalegu staðreyndir talað aftur. Hver einasti sjómaður sem leggur hér frá landi, leggur sig beint í yfirvofandi lífs- hættu, þess ætti þjóðin vel að minnnast. Sorg- in sækir nú heim fleiri syómannaheimili, þar sem fyrirvinnan er hrifin burt og ástvinirn- ir koma aldrei aftur. Hér fara á eftir nöfn hinna fjórtán manna, sem fórust með „Heklu“: Einar Kristjánsson, skipstjóri, Reynimel 44, f. 23. des. 1895. Kvæntur, 1 barn. Kristján Bjarnason, 1 stýrimaður, Hrefnugötu 3, f. 3. janúar 1902. Kvæntur, barnlaus. Jón H. Kristjánsson, 2. stýrimaður, Framnes- veg 56, f. 13. sept. 1911. Ókvæntur. Jón Erlingsson, 2. vélstjóri, Karlagötu 21, f. 25. apríl 1908. Kvæntur, 6 börn. Ásbjörn Ragnar Ásbjörnsson, aðstoðarvélstjóri Brekkust. 6 A, f. 19. janúar 1917. Ókvæntur. Sveinbjörn Ársælsson, loftskeytamaður, Lauga- veg 137. f. 5. okt. 1915. Ókvæntur. Hafliöi Ólafsson, háseti,, Freyjugötu 35, f. 5. maí 1894. Kvæntur, 2 börn. Bjarni Þorvarðarson, háseti, Vesturgötu 38, f. 1. júlí 1916. Kvæntur, 1 barn. Sigurður Þórarinsson, háseti, Mánagötu 21, f. 7. nóv. 1915. Kvæntur, 1 barn. Viggó Þorgilsson, háseti, Hringbraut 132, f. 2. marz 1919. Ókvæntur. Haraldur Sveinsson, háseti, Ránargötu 6, f. 30. okt. 1907. Kvæntur. Karl Þ. Guðmundsson, Eskifirði, f. 24. jan- úar 1922. Það var hann, sem dó á leiðinni til lands. Matthías Rögnvaldsson, kyndari,,, Hjalteyri, f. 1. september 1915. Sverrir Símonarson, kyndari, Holtsgötu 12, f. 27. sept. 1921. Einhleypur, fyrirvinna móður sinnar. En þessir sex komust lífs af: Sigmundur Guðbjartsson, 1. vélstjóri, Túngötu 43, f. 10. ágúst 1908. Ókvæntur. Ingibergur Lövdal, loftskeytamaður, Hring- braut 78, f. 8. sept. 1921. Ókvæntur Sigmundur Pálmason, matsveinn, Þverholt 5, f. 3. maí 1900. Kvæntur, 4 börn. Kristján B. Kristófersson, kyndari, Vífilsgötu 19, f. 9. janúar 1913, Kvæntur, 1 barn. Sigurður Ólafsson, aðstoðarmatsveinn, Bald- ursgötu 28, f. 5. marz 1920. Ókvæntur. Vladimiras Kuopfmileris, f. í Kiev í Ukraine 15. apríl 1916. Ókvæntur. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.