Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1941, Page 8
Frá sjómannadeginum
úii um land
Sjómannadagurinn á Patreksfirði
Sjómannadagurinn var hátíðlegur haldinn á
Patreksfirði í fyrsta sinni 8. júní s. 1. Voru sjó-
menn þar á staðnum einhuga um að minnast
dagsins með hátíðahöldum, og gera þau sem
bezt úr garði, þrátt fyrir allerfiða áðstöðu og
nokkura byrj unarörðugleika.
Helgihöldin hófust með sjómannaguðsþjón-
ustu kl. IOV2 í Eyrarkirkju. Síra Einar Stur-
laugsson messaði. Var ræða hans glögg og at-
hyglisverð. Kirkjan var þéttskipuð fólki.
Kl. 1 fór fram hópganga sjómanna. Gengu
þeir fylktu liði syngjandi og undir fánum frá
barnaskólanum og að íþróttavelli staðarins. Um
gönguna mátti segja „að þar vantaði engan og
þar var engum ofaukið". Fór hún vel fram.
Við íþróttavöllinn var flutt ræða í tilefni dags-
ins, hafði þá drifið að fjöldi manns; ræðuna
flutti Einar Thoroddsen, stýrimaður. Að henni
lokinni fór fram kappleikur í knattspyrnu milli
sjómanna af togurum og bátum annarsvegar
og úrvalsliðs knattspyrnufél. „Harðar“ hins-
Knattspyrnulið sjómanua, Patreksfirði.
vegar. Var leikurinn eftir ástæðum góður og
lauk með sigri sjómanna, 3 mörk gegn 2. Þá
var reiptog milli togaramanna og vélbátamanna.
Sigruðu þeir fyrnefndu, en ekki auðveldlega, cg
mátti lengi ekki á milli sjá.
Kl. 16,00 fór fram kappróður. Kepptu fjórar
bátshafnir, ein mynduð af sjómönnum á opnum
vélbátum, ein af þilfarsbátum og hinar tvær af
togurunum Gylfa og Verði. Róin var ca. 800
metra vegalengd. Fyrst að marki var róðrar-
sveit Gylfa og hlaut hún að verðlaunum fagran
silfurbikar, sem gefin var af Ó. Jóhannesson
& Co. til þessar keppni. (Bikarinn er farand-
bikar.) Næst var sveit þilfarsbátamanna, þá
Varðar og síðast sveit trillubátamanna. Var
margt manna viðstatt kappróðurinn, sem var
spennandi og skemmtilegur, þó veður væri ekki
ákjósanlegt. Þá fór fram sund og tóku 7 menn
þátt í því. Ekki var um kappsund að ræða og
því enginn fyrstur og enginn síðastur. Synt
var 50 m. bringusund og auk þess sýndu nokkr-
ir menn björgunarsund.
Lokaatriði hátíðahaldanna var sameiginlegt
borðhald sjómanna og gesta þeirra, og almenn-
ur danzleikur á eftir. Fór borðveizlan glæsilega
fram og voru menn glaðir og reifir. Sungið var
undir borðum og ræður fluttar um margvísleg
efni. Þátttakendur í veizlunni voru um 150.
Veitingar hafði á hendi Guðjón Guðjónsson mat-
sveinn og var það starf honum til mikils sóma.
Að loknu borðhaldi var danz stiginn fram á
morgunn.
Yfirleitt má segja að dagurinn hafi tekizt
með ágætum, og að hann hafi verið sjómönnum
á Patreksfirði, svo og öðrum staðarbúum, til
óblandinnar ánægju, gagns og sóma. Nefnd sú,
sem hafði þunga undirbúnings dagsins á herð-
um sér, og sá um alla framkvæmd, á óskiftar
þakkir skilið. Sjómenn landsins eiga öfluga
stuðnings og samverkamenn þar sem sjómenn
Patreksfjarðar eru. Kristján Jónsson.
VÍ KINGUIÍ
8