Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1941, Page 9
Fiski og Farmanna stef . .
Sigurreifir sjómenn glaðir
sækja björg á dýpstu mið,
yfir breiðar ufsatraðir
óhrætt siglir farmannslið.
Ört þó rísi hrannir háar,
höndin örugg ræður leið,
þó á súðuin bylgjur bláar
brjóti, er ferðin hraustum greið.
Oft er telft á tvísýnt vaðið,
tökum feilar hvergi í raun,
tímum saman stýrt og staðið
stundum fyrir vesæl laun.
Ei er hikað áfram sækja
út á ný um hrannarslóð,
þá, sem skyldur skilja og rækja
skelfir ekki veðrahljóð.
Hópganga sjómanna, Patreksfirði.
hverjum myndi ykkar óa
aflaför til bjargar gjörð.
Enginn þekkir æðru kendir
æst þó freyði voldug Rán,
huga mannsins hærra bendir
hættu för og afla lán.
Oft er hljótt um hetjudáðir,
hildarleik við stormsins slátt,
atburðirnir aldrei skráðir,
Ægir sigrað lífsins mátt
hefur þar, og hljóð er gröfin
hana prýðir merkið bjart,
minning þeirra er héldu á höfin,
hættu myrkrið rýfur svart.
!‘SSfti..7“ntr *z ................
pið sem hér við Húnaflóa,
heiðurs standið dýrann vörð;
pað er yndi oft að líta
æfða hönd við stjóm á knör,
járn þar engin berserk bíta,
byrst er skipað, augun snör,
ákvörðun á augnabliki,
allt er gjört með festu og ró,
aldrei sést í hættu að hiki
hugur djarfur út á sjó.
Kröpp er oft á kólgubrautum
kappaleið og vosbúð hörð,
Að afla vel og ógna þrautum
oft er förin til þess gjörð.
Vikingsblóð er enn í æðum,
enn er lagt í hættu för.
Sjómenn skrýddir söltum klæðum
sigla djarft á litlum knör.
Sjómannslið með hraustar hendur,
hugar ró og trygga lund.
blessist ykkar óskalendur
æfistarf með gull í mund.
Signið stormsins svölu hríðar,
sólin lýsi ykkar braut.
Hetjunafnið hljótið síðar
heiðurslaunin bestu, í þraut.
Tileinkað sjómannadeginum á Drangsnesi 8. júní
1941.
Kappróður m/b.-rnanna og skipshafnar b/v. Gylfa.
9
Hannes á Hólmi.
VÍKINGUR