Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1941, Page 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1941, Page 11
þjóðina á að standa saman — minna hana á skyldur sínar við sjálfa sig og land sitt. En alla daga á fáninn að vera það helga tákn, sem allt það bezta og háleitasta er tengt við. Hann á að benda fram á veginn til nýrra dáða, nýrra átaka landi og þjóð til farsæidar. — Það er hans huliðmál, er við, hornfirzkir sjó- menn, óskuðum eftir að heyra á sjómannadag- inn síðasta. Það er því ekki nema sjálfsögð skylda þegar við mótmælum þessari lítilsvirðingu, sem Kaup- félag Austur-Skaftfellinga hefir sýnt íslenzku sjómannastéttinni. — Við sjómenn, æskjum þess, að verzlunarfélag þetta sé athugult um fleira en það, hvern af- rakstur það geti haft af viðskiptum okkar. Við æskjum þess, að í fjarveru kaupfélags- stjórans, en hann var í Reykjavík á sjómanna- daginn, sé forsjá kaupfélagsins falin einhverj- um siðuðum manni, sem kann skil á hinu tákn- ræna og menningarlega gildi þjóðfánans. Við æskjum þess að verzlunarfélag þetta sýni ekki þjóðfánanum og sjómannastéttinni aftur slíka smán, sem á sjómannadaginn síðasta. Og að endingu mótmælum við, í nafni héraðs- ins, að verzlunarfélag þetta sýni sjómanna- stéttinni þá lítilsvirðingu og geri sér sjálfu þá smán, sem áður um getur. Það er hart, að félag eins og Kaupfélag Aust- ur-Skaftfellinga skuli ekki hafa þann mann til forráða, þegar kaupfélagsstjórinn er fjarver- andi, að hann þekki merkisdaga þjóðarinnar og þá kurteisi, að hann hundsi þá ekki, heldur dragi fánann að hún, svo að hann megi „skína eynni yfir eins og mjöll í fjallahlíð“. Hornfirzkir sjómenn. Sigurður Draumland: Vísur Björns Breiðvíkingakappa Æfi hjóli hulin hönd snýr hratt, svo nálgast feigð og gröf og færir fjör í bönd. — Austur siglir hugur höf og heim að íslands fögru strönd hann tekur enga töf. Og landið allt í skrúði skín frá skör að tindi. Vorsins dýrð er björt sem brúðarlín. Um dalablóm í döggum skírð hin dulda endurminning mín er enn í engu rýrð. . . . Eg vildi sigla heim hvert haust, en hermannlega undan braust að hlýða hjartans raust. Vesturheimsins hlaut eg traust og heimþrána með sverði laust og feldi í fjötranaust. En hingað komu horfin ár. Mörg hugarraun var djúp og sár og eins og ólgusjór. Ó, fjallastraumur bárublár! Ó, björk með döggvað júní hárl Ó, örlög, æskuþrár! Frjáls síldarsa la, fra m h. af bls. 4 sinna. Það eru fleiri en síldarsaltendur, sem hafa þarna hagsmuna að gæta, það eru engu siður saltfiskframleiðendur og saltkjötsfram- leiðendur, hver veit hve mikinn markað væri hsegt að fá fyrir hið léttsaltaða og ljúffenga ^slenzka spaðkjöt, ef hægt væri að geyma það °g afhenda óskemmt hvenær sem væri. Reykjavíkurbær með hafnarsjóð í broddi fylkingar, ætti nú þegar að grípa tækifærið, °g nota góðar tekjur hafnarinnar til að hefj- ast handa með byggingu slíks kælihúss og geymslumiðstöðvar. Og ef þarf, þá með aðstoð 11 Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda og Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Það er varla mikil hætta á, að slíkt fyrirtæki svaraði ekki rentum af stofnkostnaði, jafnvel þótt það tæki tíma að fá síldareigendur almennt til að notfæra sér það; þeir koma þegar kælihús- merkið ræður úrslitum kaupenda um val síld- arinnar. Hvað geymslukostnað snertir, þá yrði ekki komist hjá því erlendis, að geyma síldina í kælihúsi, og þann kostnað yrðu síldarseljend- ur hvort sem er að bera í lægra söluverði. Henry Halfdánsson. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.