Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1941, Qupperneq 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1941, Qupperneq 13
Prófsveinar Stýrimannaskólans 1916 Prófsveinar Stýiimannaskólans 1916, stadcl- ir á pingvöllum 21. júní 1941, sendu Guðm. Hannessyni, próf., símskeyti og þökkuðu hon- um fyrir „ágæta kennslu og ráðleggingar". Hefir hann Ijeðið Sjómannablaðið Víking fyr- ir eftirfarandi greinarstúf: Ég þakka ykkur öllum hjartanlega fyrir vin- gjarnlegt símskeyti þann 21 júní. Það gleöur gamlan kennara að fá vinarkveðju frá gömlum nemendum, og þá ekki síður að vita til þess, að þeim hefir farnast vel og margir þeirra komizt í tölu nýtustu manna þjóðfélagsins. Mér eru kennslustundirnar í Sjómannaskól- anum engu síður minnisstæðar en í Háskólan- um, og þar þóttist ég sjá marga efnilega menn. Mér er líka minnisstæð heimili margra sjó- manna í Reykjavík, meðan ég var þar héraðs- læknir. Læknarnir voru sammála um það, að þau bæru af heimilum flestra annarra stétta. Svona á þetta að vera: Gott skip á sjónum og gott heimili í landi! Islenzku sj ómennirnir eiga ekki að vera neinn ruslaralýður. Og þeir eru það heldur ekki! Ætti að fara í mannjöfnuð milli stétta, er mér nær að halda, að sjómannastéttin bæri af okkur öll- um hinum. Ég skal ekki tala um störf íslenzku sjómann- anna á sjónum eða framkomu þeirra erlendis. Fyrir horttveggja hafa þeir hlotið alþjóðarlof — og unnið til þess. En mér finnst, að ég hafi kynnst þeim frá nýrri hlið í nýju sjómannablöð- unum. Einnig þau eru þeim til sóma, og margar greinar betur ritaðar en hjá okkur lærðu mönn- unum.Og hver er nú meiri rímsnillingur en örn Arnarson ? Gamli Stýrimannaskólinn var mér ætíð þyrn- ir í augum, og ég skammaðist mín fyrir, hversu illa ríkinu fórst við sjómennina, hvað húsnæði snerti og allan aðbúnað. Nú er loksins komin hreyfing á það mál að byggja nýjan skóla, sem sé samboðinn íslenzku sjómannastéttinni og geri kennsluna auðveldari en áður var. Það væri höfuðskömm, ef þetta kæmi ekki bráðlega í verk. Og þá má heldur ekki gleyma lækninum, sem á að kenna „hjálp í viðlögum“. Ég þakka ykkur aftur fyrir vel kveðin orð þann 21. júní. Lifið heilir! Guðmundur Hannesson. Fimmtugur G. J. Fossberg kaupmaður Fossberg nam vélfræði í Kaupm.höfn og lauk þar prófi árið 1914. Réðist síðan til Eimskipa- félags Islands og varð fyrst 2. vélstjóri á e. s. Goðafoss hinum fyrri, starfaði síðan á ýmsum skipum félagsins og ríkisstjórnarinnar. Árið 1922 hætti hann sjóvinnu og stofnaði verzlun með vélanauðsynjar hér í bænumífélagi við V. Paulsen. Tveim árum síðar slitu þeir félagsskapnum og stofnaði þá Fossberg véla- verzlunina sem hann hefir rekið síðan með niiklum dugnaði. Fossberg hefir tekið virkan þátt í félagsstarfi vélstjóra og átt sæti í stjórn Vélstjórafélags Is- lands um langt skeið. Fossberg er vinmargur. Félagslyndi, fórnfýsi og glaðiyndi eru áberandi í fari hans, en það eru megm einkenni góðra mannakosta. „Víking- ur“ óskar honum hjartanlega til hamingju með afmælið og ókonma æfidaga. 13 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.