Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1941, Page 16
I. /6. Varð kona að nafni Pálína
S. Jóhannesdóttir, Snœlandi við
Elliðaár, undir brezkum flutn-
ingabíl og beið bana.
*
4. /6. Hafin leit að vclbátnum
„Hólmsteinn" frá pingeyri, sem
ekki hefir komið að landi úr róðri
þann 30 f. m. — Leitin bar engan
árangur. — Hinsvegar fundust úr
bátnum nokkrir lóðastampar, sem
báru greinileg merki eftir
sprengjubrot. Iír báturinn nú tal-
inn af. A honum var 4 manna á-
höfn, allt ungir menn. —
• *
5. /6. Fór fram Íslandsglíman-
og vann Kjartan Guðjónsson
bvorutveggja titilinn, glímukong-
ur og glímusnillingur íslands.
*
6. /6. Fimmtugur Guðtnundur
Vilhjálmsson framkvœmdastjóri
Eimskipafélags Islands.
*
7. /6. Keypt nýtt vélskip til
landsins og er eigandi þess Oskar
Halldórsson útgerðarmaður. —
Er skipið keypt í Svíþjóð og varð
hér „inn lygsa“ þegar styrjöldin
skall yfir.. Skipið er 111 smál. að
stœrð brúttó, Smíðað úr cik. Heit-
ir það nú „þórður Sveinsson".
*
8. /6. Sjómannadagurinn hald-
inn hátíðlegur víða um land.
*
10./6. Franski ræðismaðurinn á
íslandi tilkynti ríkisstjórninni, að
hann hafi beðist lausnar sem
franskur ræðismaður hér á landi.
*
Flugvélin „Haförnin" sá um 20
síldartorfur við Málmey og einn-
ig nokkurra síld við Haganesvík.
*
II. /6. Samþykkt á Alþingi
hreyting á lögum um húsaleigu,
sem heimilar hækkun húsaleigu í
samræmi við aukinn viðhalds-
kostnað.
*
12./6. Samkvæmt upplýsingum
Hagstofunnar hefir innflutningur
í maímánuði mumið 8,4 milj. kr.
en útflutningurinn 17,8 milj. kr.
Er þá verzlunarjöfnuður í maí-
VÍKINGUR
mánuði hagstœður um 9,4 milj. kr.
♦
Sett 5. þing Farmanná- og Fiski-
mannasamband íslands í Reykja-
vík.
*
14. /6. Samþykkt á Alþingi lög
um ríkisstjóra íslands.
*
Talið er víst að Bretar muni
greiða það verð fyrir saltfisk ís-
lendinga og ýmsar tegundir af
hraðfrystum fiski, sem farið hefir
verið fram á.Hinsvegar mun verð-
ið á nýja fiskinum vera um 12%
lægra en tilboð íslendinga liljóð-
aði upp á. — Síldarlýsi munu
þeir og vilja borga sæmilegu verði
en í síldarmjöl hefir ekkert til-
boð komið. —
*
15. /6. Mb. „Pílot" frá Njarðvík-
um kom með 14 skipsbrotsmenn
til Reykjavíkur. Voru mennirnir,
sem báturinn fann í björgunar-
bát undan Reykjanesi, af norsku
skipi, sem sökkt hafði verið með
fallbyssuskotum frá kafbáti.Höfðu
mennirnir verið 4 sólarhringa að
hrekjast í bátnum, en allir voru
þeir ósærðir. þrír þeirra voru
nokkuð þjakaðir af vosbúð og
voru fluttir á sjúkrahús. — Sjö
manna af norska skipinu er
saknað. —
*
16. /6. Afgreitt sem lög frá Al-
þingi frumvarp um samning Við-
skiptaliáskólans og lagadeildar.
*
Á aðalfundi Útvegsbanka ís-
lands h.f., höldnum 14. þ. m., var
upplýst að reksturshagnaður
bankans síðastliðið ár, hefði orð-
ið kr. 1.420.000.
17. /6. Kosinn í sameinuðu Al-
þing i fyrsti ríkisstjóri íslands.
Varð Sveinn Björnsson fyrver-
andi sendiherra fyrir valinu.
Hlaut hann öll greidd atkvæði
nema eitt.
*
18./6. Eimskipið „Hvassafell",
eign Kaupfélags Eyfirðinga,
strandaði á Gvendarnesi milli
Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarð-
ar. Var skipið á Icið út til Eng-
lands hlaðið ' ísvörðum fiski.
Mannbjörg varð, en talið er víst
að skipið náist ekki út.
*
21. /6. Tilkynnt opinberlega að
herra cand. juris Agnar Kl. Jóns-
son hafi verið skipaður vararæð-
ismaður íslands í New York, frá
15. maí s. 1.
*
22. /6. Fimmugur Trausti Ólafs-
son efnafræðingur, deildarstjóri í
Atvinnudeild Háskólans.
*
Samkvæmt opinberum skýrslum
var búið að flytja út frá 1. jan. til
31. maí þ. á. 56% miljón kg. af ís-
fiski fyrir 56% miljón króna. —
Heildarútflutningur þessa fyrstu
5 mánuði ársins nam tæpum 82
miljónum króna.
*
Við síðasta bæjarmanntal
(haustið 1940) voru Reykvíkingar
taldir vera 38917 að tölu. —
*
23. /6. María Markan söngkona
liefir verið ráðin að Metropolitan
óperunni í New York.
*
Ákveðið verð á hræðlusíld, kr.
1200 fyrir málið. Síldarverksmiðj-
ur ríkisins tilbúnar að hefja
vinnslu þann 10 n. m. —
*
16
n.F. HAMAR Umboðsmenn fyrir hina heimskunnu
SÍMNEFNI: HAMAR, REYKJAVÍK. HUMBOLDT DEUTZ-DIESELMÓTORA
FRAMKV.STJ.: BEN. GRÖNDAL, CAND. POLYT.