Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1941, Page 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1941, Page 18
Ásgeir Sigurðsson, slcipstjóri frd fjnífsclal Eins og öllum landslýð er kunnugt, fórst vél- báturinn Hólmsteinn frá Þingeyri fyrir skömmu síðan, og voru á honum fjórir menn. Báturinn var að veiðum út af sunnanverðum Vestfjörð- um. Veður var hið bezta og biíðasta og undruð- ust menn stórlega, að báturinn skyldi hafa far- izt í slíku veðri. En svo fundust lóðabalar, sem voru sundurskotnir og í þeim sprengjubrot. Þessi fundur hafði hryllilega sögu að segja, enda var það svo, að skip, sem voru ekki all- fjarri þeim slóðum, sem Hólmsteinn var á, heyrðu skothríð mikla þann dag, er hann mun hafa farizt. Töldu menn sig hafa heyrt ekki færri en 50 skothvelli. Formaður á Hólmsteini var Ásgeir Sigurðs- son frá Hnífsdal, og hans vildi ég nú minnast með nokkrum orðum. Ásgeir var fæddur 29. nóvember árið 1920. Sonur þeirra hjónanna, Sigurðar Jónassonar í Hnífsdal og konu hans, Sigríðar Salómonsdótt- ur. Sigríður er ein hin mesta sómakona, sem ég hefi þekkt, og Sigurður frábær dugnaðar- og kjarkmaður, glaðlyndur og góðlyndur og hinn bezti drengur. Hann varð 75 ára gamall 12. júní s. 1., en í vetur var hann fullgildur háseti um nokkurt skeið á báti mínum, eins og síðar mun getið. Sigurður reri hjá mér alltaf öðruhvoru, fyrstu árin eftir að ég byrjaði formennsku, en árið 1928 fór til mín sem háseti Lárus, sonur hans, og var hann hjá mér lengst af, þangað til hann keypti hlut í h.f. Nirði á ísafirði og varð vélstjóri á einum af bátum þess félags, Bryndísi, um áramót 1939—1940. Þá var Ás- geir hjá mér margar vertíðir, en haustið 1940 fór hann til Akureyrar á skipstjóranámsskeið, og réðist þá til mín Karl bróðir hans. Hann varð skipstjóri um síðustu áramót, en Sigurður faðir hans réðst til mín í staðinn, unz Ásgeir kom að norðan í febrúar og hafði lokið prófi. 1 vor réðist hann svo skipstjóri á vélbátinn Hólm- stein, nýjan bát, en fórst í þriðju sjóferðinni á því skipi. Eins og sjá má af ofanskráðu hefi ég haft ærin kynni af Sigurði Jónassyni og sonum hans. Er mér ljúft að geta þess, að mér hafa virzt þeir hver öðrum áhugasamari, duglegri og efni- legri, ágætir verkmenn og góðir sjómenn. Auk þess hafa þeir reynzt mér sérstaklega góðir og viðfeldnir í umgengi allri. Að Ásgeir heitinn var valinn formaður og fenginn í annað hérað til forystu um sjósókn á svo ungum aldri, sýnir bezt, hvers álits hann naut allra þeirra er hann þekktu. Og víst er um það, að hann skorti ekkert til þess, að bú- azt hefði mátt við, að hann ætti fyrir sér glæsi- lega framtíð. Hann var hinn bezti og viðkunn- anlegasti drengur, svo sem hartn átti kyn til í báðar ættir, og hann var einstakur að áhuga, dugnaði, athygli og verklægni. Var mér sárt um að missa hann úr skiprúmi, þó að ég hinsvegar ynni honum alls frama og hefði alltaf við því búizt, að ekki yrði þess langt að bíða, að honum yrði falið skip til forráða. Er mikill mannskaði að mönnum eins og Ás- geiri heitnum Sigurðssyni, en sárastur er miss- irinn þeim, er voru honum nákomnastir. Vildi ég óska þess, að við Vestfirðingar og íslending- ar yfirleitt mættum eignazt sem flest slíkra ungra manna sem Ásgeir var, og mun ég hans lengi minnast, þegar ég heyri góðs mannsefnis getið. Með Ásgeiri heitnum voru á Hólmsteini Óskar H. Jóhannesson, Níels Guðmundsson og Guðmundur K. F. Kristjánsson allt ungir menn og mannvænlegir, sem mikill skaði er að. Ingimar Finnbjörnsson. VÍKINGUR 18

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.