Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1941, Blaðsíða 21
Á sænsku skipi 3500 DW smál., kom fyrir
vélabilun nokkuð einkennileg, sem betur fer.
Skipið var á leið frá Vesturströnd Englands
til Cap Verde eyja. Hvassviðri var á og mikill
sjór. Aðalvél skipsins var venjuleg þrígengis-
eimvéi. Veiti- og austurdælur dregnar af L.þ.
vél með vogarstöngum, en svalavatnsdæla sjálf-
stæð.
Síðari hluta dags tók aðallega fram við
M.þ. sveifarás að hitna, og varð að stöðva vél-
ina. Þegar orsakanna var leitað, kom í ljós„ að
fremri M.þ. sveifarás-armur var rifinn einls' og
meðfylgjandi mynd sýnir. Náði sprungan inn
í legið, og hafði flegið hvítmálminn upp og var
hann pressaður inn í rifuna.
Var þetta svo alvarleg bilun, að ekki voru
tök á, að halda ferðinni áfram.
Til þess að reyna að ná höfn hjálparlaust,
tók yfirvélstjórinn þá ákvörðun að gera tilraun
með að nota Lþ. vélina eina.
H.þ. og M.þ. skyttur voru nú teknar úr H.þ.
og M.þ. bullur settar í topp og festar upp með
skorðujárnum. Einnig voru H.þ. og M.þ. úr-
skeiðishringir teknir í sundur, og skyttustengur
og bogar hengdir upp. Þá var fremmri hluti
sveifarássins með biluninni tekinn úr sambandi.
Margar tilraunir voru nú gerðar til þess, að
koma L.þ. vélinni í gang. Sveifarásnúm var
snúið þannig, að hann var kominn lítið eitt
yfir botn-stillingu, og þannig reynt að hrinda
honum yfir topppunktinn með snöggu inn-
streymi (paaslipp). Tókst þó ekki að koma vél-
inni í gang fyrr enn lagt var 6 m.m. undir L.þ.
úrskeiðisstöng.
Katlarnir voru búnir yfirliitunartækjum
Var að sjálfsögðu lokað fyrir þau. Ketilþrýst-
ingurinn var settur svo mikið niður, að inn-
streymisþr. í L.þ. var aðeins 1,5 Atm. Það tókst
að halda 80% undir þr. (Vacuum) í eimsvala.
Með þessu fór vélin nú 48 sn. en skipið gekk
5—6 mílur. Venjul. sn.hraði var 68 sn. og hraði
skipsins 9,5 mílur.
Var nú tekin stefna til Lissabon, og eftir
11/2 dags ferð var komið í landsýn. En nú kom
nýtt vandamál til sögunnar. Eins og vélin var
nú, var hún ónothæf við beitingu í höfn. Komst
skipið því ekki inn nema með aðstoð. Var því
ákveðið að setja vélina aftur í samt lag. Var
þetta mjög erfitt og áhættusamt eins og á stóð,
cn það heppnaðist og skipið komst í höfn af
cigin rammleik.
Öll þessi vélavinna var framkvæmd í vondu
veðri og miklum veltingi, og mesta furða að
enginjneiðsl skyldu af hljótast.
í Lissabon var skipt um sveifarás, varaás-
inn settur í, og fóru til þess 9 dagar.
Fyrir að koma þannig skipi til hafnar án
aðstoðar annara skipa fengu bæði yfirvélstj.
og skipstjóri álitlega peningaupphæð að gjöf
frá vátryggingarfélaginu í viðurkenningar-
skyni.
Eftir „Tidskrift for Maskinvæsen".
Skýring myndarinnar: 1. Sprunga M.þ. sveifarásarm.
2. M.þ. úrskeiðisskífa fyrir áfram. 3. M.þ. úrskeiðisskífa
fyrir afturábak. 4. Aðalleg. 5. Aðalleg. 6. L.þ. úrsk. skífa
fyrir áfram. 7. L.þ. úrsk. skífa fyrir afturábak.
H. J.
Tilkynning frá breska flotamálaráðuneytinu
Samkvæmt alþjóðalögum er þannig gengið
ft’á öllum breskum tundurduflum, að um leið og
þau losna úr festum.stafar engin hætta af þeim.
Þó er þetta ekki einhlýtt og gæti brugðist í einu
tilfelli af hundrað. Samt hefir þó ekkert íslenzkt
21
skip farast á brezku tundurdufli. Það vildi til
fyrir skömmu, að færeyskt skip rakst á rekandi
dufl, án þess að duflið springi.
Þegar tónskáldið Franz Schubert vildi tilkynna vin-
um sínum, að hann gæti ekki skemmt sér með þeim
vegna peningaleysis, sem oft kom fyrir, þó lét hann bux-
ur með úthverfum vösum hanga úti í glugganum hjá
sér . Þetta átti að þýða, „ég get ekki verið með ykkur,
því ég hef að eins tóma vasa“!
VÍKINGUR