Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1941, Blaðsíða 22
af hafi
Tómas Sigurðsson á Norðfúði
i
Ifí. frr:
MérJ er víst óhæ'tt a3 fullyróa, að fáir séu
þeif, áustfirzku sjömérínirnir, sem éigi kann-
ast við Tómas Sigurðsson á Norðfirði, annað
hvort af orðspóri eða þá persónulega. En Tóm-
as er víðar þekktur en á Austurlandi. Þorri
hinna eldri sjómanna í Vestmannaeyjum og
flestum vérstöðVunum sunnanlands munu að
einhverju leytö kannast við manninn. Það virð-
ist því ekki ótilhlýðilegt að sjómannablaðið
„Víkingur“ flytji mynd af honum og rifji ým-
islegt það upp, er á daga hans hefir drifið. Með
það í huga að ná tali af Tómasi fyrir blaðið,
geng ég niður á Strandgötuna í Neskaupstað.
Ég hugsa sem svo: „Illa er ég svikinn, ef Tóm-
as heldur sig langt frá f jöruborðinu!“ — Þetta
stendur allt heima. Tómas kemur neðan af
bryggjum, brosandi, léttur í spori, hreyfur í
máli og um allt hinn viðmótsbezti. Ég tek hann
tali. Fyrst um aflabrögðin. Hvað þessi og hinn
hefði aflað. Hvar hann hefði verið á sjónum.
Hve lengi hann hefði verið í róðrinum. Hvern-
ig veðrið væri úti o. s. frv. Tómas kunni góð
skil á því öllu. Út frá þessari algengu samtals-
byrjun, fer ég svo að „þreifa fyrir mér“ um
aðalmerg málsins — upplýsingar um hann
sjálfan og sjósókn hans. „Hvað ertu nú orðinn
gamall og hvar ertu fæddur, Tómas?“ „Ég er
orðinn hundgamall, blessaður vertu, — 68
ára, — bráðum sjötugur — fæddur að Sig-
mundarhúsum í Reyðarfirði 4. des. 1872“.
„Og hvenær byrjaðir þú svo að sækja sjó að
staðaldri?“ „Ég var nú ekki gamall þá. Á
13. árinu byrjaði ég að róa með föður mínum,
Sigurði Eiríkssyni skipstjóra, en á 17. árinu
gerðist ég formaður í fyrsta skiptið á árabát
föður míns“. „Varstu ekki strax aflasæll og
heppinn?“ „Jú, það er mér óhætt að segja.
VlKINGVE
Allir, sem með mér hafa róið, hafa verið á-
nægðir með hlutskipti sitt“. „Hvenær fluttir
þú svo hingað til Norðfjarðar? “ „Um alda-
mótin — ég var þá um þrítugt. Fyrst hélt ég
úti árabát, sem ég átti sjálfur, en skömmu
seinna keypti Lúðvík sál. bróðir minn1) lítinn
vélbát, er hann nefndi „Víking“. Réðist ég þá
til Lúðvíks sem formaður á „Víkingi“, síðar
á „Sæfarann“, svo á „Gylfa“ og seinast á „Sæ-
björgu“. Alls var ég formaður á bátum Lúð-
víks í meira en 30 ár“. „Meðal annara orða:
Einu sinni var mér sagt, að þú hefðir fundið
miðið, þar sem Norðfirðingar hafa stundað
veiðar svo mikið á undanförnum árum og sem
kallað er „Gullkistan“ í daglegu tali?“ „Já,
ekki get ég borið á móti því. Þá var ég á „Vík-
ingi“. Það var tregur fiskur um vorið á vana-
legu slóðunum. Ég fór þá að leita nýrra og
lóðaði mig út með álunum. Þar setti ég í fisk
— já, mikinn fisk, maður! Það var róandi í
hann þar — fullur báturinn dag eftir dag!
Ég var einn um hituna í nokkra daga, og
skildu menn sízt hverju þessi uppgripaafli hjá
már sætti. Enginn þeirra vissi, hvar ég var á
sjónum. En þeir komust brátt að því, og var
mér það í sjálfu sér ekki á móti skapi. Oft var
harðsótt út í „Kistuna“ á 7—9 smálesta bát-
um, þetta 35—40 mílur frá landi, t. d. í myrkri
og haustsjóum. Þá var haldið út fram í okt.
og nóvember, þegar mögulegt var, og var þó
útbúnaði bátanna ærið ábótavant. Ekkert var
línuspilið — allt dregið af handafli — engin
lagningarrennan — ekkert stýrishúsið og lúk-
ararnir þröngir og óvistlegir. En þetta smá-
J) Hinn alkunni útgerðarmaður Lúðvílc Sigurðsson,
er andaðist hér í jan. s.l.
22