Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1941, Síða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1941, Síða 27
Sjómannablaðið ,.Víkingur“ ,,Víkingur“ kemur nú út í nýju formi. Sífellt vaxandi vinsældir hans og kaupendaaukning orsakar, að upplagið, sem upp á síðkastið hefir verið um 3600, hefir þetta ár ekki nægt eftir- spurninni, og verður því aukið að miklum mun. Eins og verðlag er nú á öllu myndi slík breyting ekki vera framkvæmanleg fjárhags- lega, má t. d. benda á, að prentunarkostnaður blaðsins er nú orðinn helmingi hærri en í fyrra, auk hækkunar annara útgjalda. Það verður því að taka til nýrra ráða. Með því að fella nið- ur auglýsingasíður blaðsins, sparaðist svo mikill pappír hjá prentsmiðjunni, að hún get- ur afhent okkur 4500 eintök fyrir sama verð og 3600 áður. Ritnefndin hefir því ákveðið að taka til þessarar úrlausnar. En auglýsingar eru stór fjárhagsliður í blaðastarfsemi. Til þess að vega upp á móti fækkun þeirra, höfum við snúið okkur til aug- lýsendanna og þeir hafa góðfúslega gengið inn á að færa þær í þéttari búning. Margir sjómenn og aðrir kunna því illa, að gefin eru út tvö blöð kennd við sjómenn, þ. e. ,,Sjómaðurinn‘'‘ og ,,Víkingurinn“. 1 byrjun var forgöngumönnum ,,Víkingsins“ þetta ljóst. Var strax gerð tilraun til þess að ná samvinnu við mánaðarritið og fiskiritið ,,Ægi.r“, á þeim grundvelli að ;,Ægir“ héldi sínu formi, en íar- manna og fiskimannasamband íslands legði honum til 24 síður í viðbót, með efni um fé- lagsmál, og skemmtilestur fyrir sjómanna- stéttina. Slíkri samvinnu var hafnað. Einnig var snúið sér til forgöngumanna blaðsins ,,Sjó- maðurinn“ um sameiningu blaðanna í eina stóra heild, því var einnig hafnað. ,,Sjómaðurinn“ hefir ávallt verið skoðaður sem skemmtirit. Var hann upphaflega 36 síður, vel til hans vandað og flutti margt skemmtilegt. Nú hefir ,,Sjómaðurinn“ aðeins 24 síður af lesmáli, þ. e., hefir verið minnkaður um 12 blaðsíður og má vafalaust telja það gert af knýjandi nauð- syn vegna þess, hve útgáfan er dýr. ,,Víkingurinn‘ er eina hagsmunamálgagn sjómannastéttarinnar, það hefir því alltaf ver- ið og er enn fyrsta boðorð þeirra manna, sem staðið hafa í fylkingarbrjósti F. F. S. I., að halda ,,Víking“ fast við það, að vera fyrst og fremst tæki til þess að sporna við og ráða bót á hve sjómannastétttin hefir verið afskipt um réttingu mála sinna, á meðal þeirra, sem völdin hafa. Þess vegna hefir lesmál ,,Víkings“ að mestu verið helgað umræðum um öryggis- og hags- munamál. En maðurinn lifir ekki á einu sam- an brauði. Þó að meginhluti sjómanna skilji nauðsyn þessa, þá eru aðrir, sem ekki gefa sig beint að slíku, láta það afskiptalaust, þó þeir leiðist með, en vilja hafa blað með létt- um sögum og frásögnum og öðru þess háttar. Með tilliti til þessa verður lesmál blaðsins aukið á þann hátt, að það verður sett þéttara, sem svarar rúmum fjórum blaðsíðum, auk þess verður í vissum tilfellum notað smáletur meira en hingað til. Má því telja að lesmál blaðsins verði aukið um fimm blaðsíður frá því sem verið hefir. 1 stuttu máli verður breytingin sem miðað er að, þessi: Auglýsingar felldar niður, nema á kápu og ein eða tvær síður aftan við lesmál. Þannig verða þær meir áberandi og þess vegna verðmætari fyrir þá, sem auglýsa. 1 öðru lagi, lesmálið aukið þannig, að hægt er að hafa meira af léttu efni en áður. Og í þriðja lagi, með auknu upplagi nær blaðið til fleiri kaupenda og máttur þess til stuðnings málefn- um sjómannastéttarinnar verður margfalt meiri. Ýmislegt. Ef gullfiskur er látinn í vatn, sem blandað er 1% alkohóli, deyr hann innan 20 mínútna. 5% sterk blanda drepur hann tafarlaust. Hollendingar hafa fundið upp á, að frysta brauð- vörur, og geta þær þannig geymzt óskemmdar um lengri tíma. Ef ekkert væri skrifað fyr en það væri orðið svo gott að enginn ritdómari finnur galla á því, þá væri aldrei neitt skrifað. Frægðin kemur ekki til þeirra, sem hvíla á koddum eða liggja undir sóltjaldi. Dantc I’rautseigja er það fyrsta, sem á að temja hverju barni. 27 Rousseau VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.