Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1941, Síða 29
Hinn 3. þ. m. átti Aðalsteinn Pálsson skip-
stjóri á togaranum ,Belgaum“ fimmtugsaf-
mæli.
Þótt nokkuð sé um liðið þá vill „Víkingur-
inn“ samt ekki láta þessi tímamót í æfi þessa
gagnmerka manns fara svo fram hjá, að hann
ekki samgleðjist honum með það, sem af er æf-
innar og árni honum allra heilla í framtíðinni.
Það er að vísu ekki bókstaflega rétt að segja,
að Aðalsteinn Pálsson sé ,„fæddur á sjónum“,
en á góðu og gildu sjómannamáli mundi nú
samt vera komist eitthvað þannig að orði þegar
um hann væri að ræða.
Aðalsteinn er Vestfirðingur að ætt og upp-
runa fæddur á ísafirði en alinn upp í Hnífsdal,
og eins og svo margir þar um slóðir, bæði fyrr
og síðar, byrjaði hann að stunda sjó þegar í
barnæsku. Reri hann fyrst á opnum báti með
stjúpa sínum Sigfúsi Þórðarsyni í Hnífsdal en
síðan á vélbátum og var orðinn formaður á
slíkum bát 18 ára gamall.. Má segja,, að frá
því hafi hann lengstum á sjónum dvalið og
starfað. —
Sjómennsku á togara hóf Aðalsteinn um
þetta leyti, fyrst á „Jóni forseta“ hjá Jóni
Sigurðssyni og síðar hjá Halldóri Þorsteins-
syni.
Komu brátt í Ijós hinir miklu kostir hans sem
sjómanns og sem jafnframt bentu greinilega í
þá átt, að hann myndi ágætlega faflinn til
mannaforráða á hafinu. Hann var afrendur að
afli og þótti atfylgi hans eins oft og einatt betra
en margra tveggja annara. Þá var hann ekki
síður ósérhlífinn og kappsfullur, en þó jafn-
framt athugull og aðgætinn. — Þessir kostir
sameinaðir, að viðbættri þeirri sérþekkingu og
i'eynslu, sem hann með árunum hefir aflað sér
hafa orkað því, að hann má nú hiklaust telja
einn þeirra manna í íslenzkri sjómannastétt,
er skipa sess sinn með einna mestri prýði og
sóma. —
Eftir að Aðalsteinn Pálsson hafði gengið í
stýrimannaskólann og lokið þaðan prófi, gerð-
ist hann stýrimaður á togara. En áður en langt
liði varð hann skipstjóri á togara, fyrst á
„Ingólfi“ Arnarsyni“, en það skip var, eins og
fleiri, selt til Frakklands eftir heimsstyrjöld-
ina fyrri. Þá tók Aðalsteinn við skipstjórn á
„Austra“, sem Kárafélagið keypti frá Eng-
landi og síðar var hann skipstjóri á „Kára
Sölmundarsyni, sem sama félag átti. Er það
félag hætti störfum tók hann við skipstjórn á
togaranum „Belgaum“ og hana hefir hann enn
á hendi. — Jafnan hefir hann verið framúr-
skaranndi fengsæll um afla á skip sitt og er
öðru leyti giftudrýgsti um alla skipstjórn.
Eitt er það enn, sem einkennir Aðalstein Páls-
son — eins og marga beztu menn sjómanna-
stéttarinnar —: hann lætur lítið yfir sér og er
óhlutleitinn um menn og málefni. Þó er það
víst að hann ber mjögfyrir brjósti, að þjóð
vorri megi sem bezt farnast. Og að því að svo
mætti verða hefir hann að sínu leyti unnið vel
og trúlega.. —
Megi starfskrafta hans sem lengst við njóta.
Trúlofunarhríngar,
Borðbúnaður,
Tækifærisgjafir
i góðu úrvali.
Guðm. Andrésson, gullsmiður
Laugaveg 50 . Sími 3769
29
VÍKINGUR