Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1941, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1941, Blaðsíða 30
Viðbótarsamningur viðsamninga um stríðstryggingu og áhættuþóknun frá 4. maí 1940, milli Fél. ísl. botnvörpuskipaeigenda og stétttaifélaga sjómanna á botnvörpuskipum. i. gr. Til viðbótar áhættuþóknun þcii i i, sem ákveð- in er í samningi dagsettum 4. maí 1940 milli þess- ara aðilja, og samningsbundnum launum, skal greiða skipverjum viöbótaráhættuþóknun fyrir sigl- ingar milli íslands og annara landa, sem hér segir: 1. vélsijóri 2. vélstjóri Loftskeytam. 2. stýrim. Hverjum undirm. 9/10 % af hrúttó-verði aflans. 15/10 % — 15/10 % — ---- — 15/16 % — 3/4 % — ---- — Jiað athugast um áhættuþóknun vélstjóra, samkv. samningi 4. mai 1940, að ef farmur cr seldur la'gra en 5000 £, greiðist 1. vélstjóra sama áhættuþóknun og 2. vélstjóra ber, samkvæmt þeim samningi. 2. gr. Áhættuþóknun greiðist skipverja meðan hann cr í þjónustu útgerðar, livort heldur hann er lög- skráður, eða farþegi til eða frá skipi, eða skipbrots- maður, Skipatjón af völdum ófriðar telst falla und- ir 41. gr. sjómannalaganna. 3. gr. Til viðbótar stríðstryggingu þeirri, sem út- gerðarmenn hafa keypt skipverjum fyrir örorku og dauða, skv. lögum og samningi um stríðsáhættu- þóknun og stríðstiyggingu, dags. 4. maí 1940 skulu útgerðarmenn kaupa aðra jafn háa tryggingu fyrir alla skipverja, og skal trygging sú, ef til þarf að taka, greiðast sem árlegur lífeyrir til tryggða sjálfs, eða þeirra aðstandenda lians, sem bæturnar eiga að hljóta. 4. Samningar aðilja frá 4. maí 1940 lialda áfram gildi sínu að öðru en því, er tekur til vélstjóra, skv. 2. málsgr. 1. greinar. Samningur þessi svo og samningarnir frá 4. maí 1940 eru uppsegjanlegir með 14 daga fyrirvara af beggja liálfu og falla niður að þessu loyti ákvæði 25. greinar samnings dags. 14. jan. 1941 milli Fél. ísl. botnvörpuskipaeigenda og Sjómannafélaganna. Samningur þessi öðlast gildi með undirskrift aðila. Reykjavík 10. júlí 1941. Samkomulag um öryggisútbúnað á togur- um í utanlandss’glingum. Á flekum og flotholtum. 1. Á flekum verði ekki aðeins notaðir loftkassar, heldur og korkur, sérstáklega að utanverðu. 2. Á hverjum fleka verði vatnsþéttur dúnkur með sáraumbúðum, auk vatns og vista, tvö vasaljós og signalpístóla eða flugeldar. Auk þess skulu vci'a á flekanum olíufatnaður, ^kjólsegl, fatapok>, málm- VÍKINGUR bárufleygur með þorskalýsi, árar og ræði innaif þeirra takmarka er skipstjóri, að fengnum tillögum skipshafnar, telur fært, án þess að rýra um of burð- armagn flekans. 3. ])ar sem því verður við komið skal flekum kom- ið fyrir á rennibrautum, eða samskonar útbúnaði, svo að unnt sé að koma fleka í sjóinn óður en skip sekkur. í björgunarbátum. 1. Björgunarbátur verði útbúinn loftskeytatækj- uro, er dragi minnst 100 sjómílur að degi til. Auk þess móttakara. 2. Koi'kflot veiði liöfð kringum alla björgunarbáta. 3. í hverjum bát verði útbúnaður til að þétta báta. 4. Af björgunarbátum skips i utanlandssiglingum skal að minnsta kosti einn búinn mótorvél. Sé um benzinmótor að ræða, skal fylgja varakveikja, geymd í vatnsþéttu hylki. 5. Á kjölum björgunarbáta skulu vera handföng eða listar, svo að auðvelt sé að rétta þá við í sjó. 6. I hverjum björgunarbáti sé haglabyssa með minnst 100 skotum. 7. í hverjum björgunarbáti sé málmbárufleygur með þorskalýsi. Um borS í skipum. 1. Loftskeytastöðvar eða talstöðvar séu hafðar á tveimur stöðum, sem skipstjóri og loftskeytamað- ur koma sér saman um. Loftskeytastöðinni fylgi að minnsta kosti tveir góðir móttakarar, svo að hægt sé að hlusta samtímis á 600 og 182 mtr. 2. Loftskeytaklefi og stýrishús skuli varin gegn skotum með ekki lakari útbúnaði en nú er tíðkan- legur á farþegaskipum, sem sigla til landsins. 3. Varðskýli sé komið fyrir á brúarþaki. 4. Skipin séu útbúin reykbombum og flugdrek- um.. 5. Skipin séu útbúin morse-ljósatækjum með spegl- um, sein einnig er hægt að nota að degi til. 6. Flóka-björgunarvesti eða gúmmí-vesti lianda hverjum einstökum skipsmanni skal vera um borð í skipinu. 7. Á bátadekki skal ekkert flutt, sem hindrað geti aðgang að björgunarbátum. 8. Skipverjar sem búa frammi í skipinu skulu fá íbúð miðskips eða aftur í, þegar skipin sigla um hættusvæðin. 9. Hvert skip sé útbúið einum eða tveimur kúlu- riflum með minnst, 1000 skotum, til að skjóta niður rek-tundurdufl. Reykjavík 16. júlí 1941. 30

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.