Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Síða 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Síða 1
51ÓmRHHfiBLflDlQ U 1 K I H 6 U R ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FIS KIM A N N A S A M B A N D ÍSLANDS III. árg., 8. tbl. Reyhjavik, ágúst 1941 ÁSGEIR SIGURÐSSON, SKIPSTJÓRI: / síutfu máli Sjómannaskólinn. Nefnd sú, sem skipuð var af atvinnumálaráð- herra til að velja skólanum stað og vera í ráð- um um bygginguna, hefir nú gert sitt til til þess að flýta því máli. Staðurinn hefir verið valinn í Rauðarárholtinu. Þar er ágætt land- rými og því hægt um vik að ákveða lóðina í upp- hafi nógu stóru með framtíðina fyrir augum, og skipuleggja svo þarna umhverfi hins fyrir- hugaða skóla, þannig að bæjarprýði verði að. Hefir verið talað um í því sambandi, að vel færi á að þar yrði skemmtigarður fyrir bæjar- búa og færi vel á að skólinn stæði í slíku um- hverfi með þeim byggingum, sem nauðsynlegar eru í sambandi við hann. Eins og sagt er frá í dagblöðum þeim, er getið hafa um þetta mál í sambandi við stað- inn, þá er lóð sú, sem enn er óbyggð þarna í holtinu um 107 þús. fermetra, og má það eigi villa mönnum sýn í sambandi við málaleítun þá, er bæjarstjórn Reykjavíkur hefur borizt um gefins lóð undir skólann. Eigi er verið að fara fram á, að öll þessi lóð verði gefin skólanum, heldur hitt, að umhverfi skólans, þar sem af- gangs verður frá þörfum hans, verði skipulagt sem skemmtigarður, svo að fögur bygging, sem skólabyggingin hlýtur að verða, standi alltaf sjálfstæð, sem vottur um framsýni og listræna menningu þessa tímabils, til ánægju öllum, er fylgst hafa með þessu mjög merka máli. Á þessu svæði væri tilvalið að Leifsstyttan stæði — mynd af fyrsta íslenzka farmanninum, sem vann sér fi'ægð fyrir afrek sín. Það er víst alveg fullráðið, að bæjarstjórn gefur lóðina, og fyrir þá viðurkenningu í garð sjómanna ber að þakka. Á hæðinni, þar sem skólanum var valinn stað- ur og sem ýmist er kölluð Rauðarárholt eða Vatnsgeymishæð, stendur nú viti sá, er vísar sjófarendum leiðina inn og út af ytri höfninni. Fer vel á því, að þessi viti verði uppi á skól- anum, er hann hefur verið reistur. Um leið og vitinn bendir á leiðina, eins og áður er sagt, verður hann í sambandi við skólabygginguna táknmynd þess hlutverks, sem skólanum er ætlað að leysa fyrir sjómannastéttina og fyrir þjóðina í heild. Til þess að festa í minni þeirra, er eigi þekkja til, einlægan vilja nefndarinnar tii þess að leysa verk sitt sem fyrst og sem ákveðnast, skal það tekið fram, að nefndin var öll sammála um þenna stað að loknum athugunum allra að- stæðna. Er það nær einsdæmi á voru landi, að sjö manna nefnd sé sannnála afgreiðslu á mál- um, sem mikils eru varðandi, og sýnir það bezt, hve nefndin hefir verið heppin í valinu. Er nú þess að vænta, að skriður nokkur kom- ist á þetta mál hið bráðasta og að hinn marg- þráði skóli rísi af grunni. Vitamálin. Um vitamálin er það eitt að segja, að vita- byggingar þær, sem ákveðið hafði verið að byggðar yrðu á þessu ári, þ. e. á Grenjanesi við Þistilfjörð, á Þormóðsskeri og á Arnarstapa undir Jökli, eru í framkvæmd, en hvort ljós- kerin fást í þessa vita á þessu ári, eða hvort leyft verður, að á þeim sé kveikt, ef þeim verður lokið, er eigi vitað ennþá, en það veltur auð- vitað á sömu ákvæðunum og síðastliðið ár — á VÍKINGUR 1

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.