Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Page 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Page 4
Víkingurinn var fullbúinn til prentunar, þegar Reykjavíkurblöðin birtu glefsur úr hinum svonefnda brezk-íslenzka samningi, í nœsta blaði verður hann því tekinn til nánari athugunar. Víkingurinn ósk- ar eftir því, að sjómenn og útvegsmenn í hinum dreifðu sjávarþorpum landsins, sendi blaðinu álits- greinar um samninginn og mun það birta þœr í blað- inu eftir því, sem rúm leyfir. Bresk-íslenzki vidskiítasamningurinn Fyrir nokkrum vikum hefir Alþingi íslend- inga lýst yfir sjálfstæði íslands fyrir umheim- inum, kosið ríkisstjóra, sem í ágætri ræðu við embættistökuna bað menn um þegnlega þjón- ustu og manndóm í uppbyggingu hins unga rík- is, óskaði því „lífsrúm" undir sólinni og bað máttarvöldin um styrk og blessun því til handa. Sjálfstæðislýsingu Alþingis og ríkisstjóra hefir eins og vera bar, verið vel tekið af lands- mönnum. Allir treystu því, að ríkisstjóri fyrst og fremst og aðrir fulltrúar hins unga ríkis, legðu manndóm sinn í það að halda fast fram efnalegum rétti þegnanna. Fyrsta og stærsta átakið, sem okkur hefir borið að höndum, virðist hafa mistekizt mjög hjá ríkisstjórninni og þeim fulltrúum, sem hún hafði valið til þess vandasama starfs, að semja um viðskipti Breta og íslendinga. Margur spyr: ,,Er það þetta, sem koma á? Eða megum við vænta einhvers annars? Var samninganefndin ekki sjálfráð gjörða sinna við samningsborðið ? Ilvernig gat ríkisstjórn hins unga sjálfstæða íslands lagt blessun sína yfir jafn auðmýkjandi samninga, þar sem allur rétt- 'ur fiskimannanna til að ráðstafa afla sínum, var fyrir borð borinn ?“ Hvernig gat samninganefndin haft svo lítið skap og ríkisstjórnin lagt blessun sína yfir þá miðaldaaðferð, að gefa útlendingum einkaleyfi (til eins árs) á öllum fiski, sem veiðist á beztu fiskimiðum landsins og fá ekki svo mikið sem tryggingu fyrir því, að næg skip séu fyrir hendi til þess afsetja aflann? Hvernig ætlar samningsnefndin og ríkis- stjórnin að réttlæta gjörðir sínar fyrir alþjóð, eftir að hafa samþykkt einokunarhlekki á fiski- mennina og reyndar alla þjóðina, lækkað að mun í verði umsamdar afurðir hennar, án þess að spyrja stærstu og ríkustu þjóð heimsins, sem hefir þar að auki tekizt á hendur vernd á land- inu og boðið okkur beztu viðskiptasamninga, hvað hún hafi upp á að bjóða okkur til hags- bóta? Heldur samningsnefndin og ríkisstjórnin, að nokkur fiskimaður eða útvegsmaður trúi því, að það séu góðir samningar fyrir þá, að þurfa að hrökklast með línuveiðarana og smærri skip til Norður- og Austurlandsins, ef þeir kaupa fisk til útflutnings, þar sem vitað er, að þar fæst enginn fiskur langan tíma ársins, og nú, þegar þar er fyrir meira en nóg af Færeying- um til fiskikaupa af þei mbátum, sem stunda sjó? Halda þeir sömu aðilar, að það sé í þágu tog- araflotans, að brezka herstjórnin hefir lokað beztu fiskimiðunum fyrir Vestur- og Austur- landi? Og ef togara, sem fiskar fyrir Vestur- landi, vantar nokkur tonn á fullfermi, er bann- að að fá bátafisk, þótt hann fengist í Faxabugt eða fyrir Vesturlandi? Ileldur samninganefndin og ríkisstjórnin, að nokkur maður trúi því, að það séu góðir samn- ingar fyrir fiskimenn og útvegsmenn, að lækka fiskverðið að miklum mun? Ennfremur að lækka frysta fiskinn allveru- lega frá því, sem frystihúsaeigendur töldu sig þurfa að fá fyrir hann (það er ekki rétt, sem einn ráðherrann sagði, að frystihúsaeigendur hafi fengið kröfu sína uppfyllta) ? Að selja 15 þúsund tonn af síldarlýsinu og láta reka á reiðanum um síldarmjölið? Það út- gengilegasta hefir verið selt án nokkurra telj- andi skuldbindinga. Er það þegnlegt og sýnir það manndóm að skrifa undir samninga án þess að treyggja, að fiskiflotinn fengi nægileg kol til fiskveiðanna með sambærilegu verði við lækkun fiskverðs- ins? Halda þessir aðilar í fullri alvöru (eftir skrif- um þeirra að dæma), að þeir séu teknir alvar- lega í réttlætingum sínum og lofi um góða samn- inga, þegar þar við bætist, að öll salan fer fram í pundum? Þannig, ef krónan er hækkuð, sem allar líkur benda til að verði að gera, þá lækk- ar þetta lága fiskverð tilsvarandi. Kol, olía og salt hækkar í svipuðu hlutfalli við hækkun Krónunnar, ef eitthvað af þessu fæst flutt til VÍKINGUR 4

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.