Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Page 7
Jóns Siðurðssonar forseta
EFTIR HAUK H ELGASON bankabókara
Ekki leikur það á tveim tungum, að Jón Sig-
urðsson forseti, mun vera mest dáður þeirra,
sem skapað hafa sögu hinnar íslenzku þjó?ar.
Ber margt til þess, en einkum sá þáttur, sem
hann átti í frelsis- og sjálfstæðisbaráttu þjóð-
arinnar. Þótt fjölmargir aðrir fslendingar hafi
unnið vel í þeirri baráttu, þá ber Jón Sigurðs-
son af. Um engan annan einstakan mann er
með sanni hægt að segja, að hann hafi sett
markið, sem unnið skyldi að, fundið vopnin, sem
barizt skyldi með og beitt þeim vopnum á happa-
drýgri hátt, en hann gerði í áratugi.
í fyrstu vekur það undrun, þegar maður les
æfisögu Jóns Sigurðssonar, hversu fjölhæfur
maðurinn var. Hann var í senn markviss stjórn-
málamaður, vandaður vísindamaður og hafði
augun opin fyrir vandamálum þjóðarinnar á
sviði atvinnuveganna. En þótt þetta þrennt
kunni í fyrstu að þykja óskylt, þá er það ekki
svo. Vísindastarfsemi hans var samtengd
stjórnmálabaráttu hans. Því við rannsókn á
sögu þjóðarinnar fann hann rökin fyrir sjálf-
stæðiskröfum hennar. Og afskipti hans af at-
vinnulegum vandamálum byggðust fyrst og
fremst á því, að honum var vel ljóst, að harð-
fylgnari yrðu landarnir í stjórnmálabaráttunni,
ef þeir ættu meir en rétt til hnífs og skeiðar.
Bjargræðisvegir þjóðarinnar yrðu að standa
föstum fótum.
Jón Sigurðsson vann því sleitulaust að því að
fræða landsmenn sína um nýjustu framleiðslu-
hætti, bæði til sjávar og sveita. M. a. ritaði
hann tvo bæklinga með þetta fyrir augum. —
Fyrri bæklingurinn kom út árið 1859 og hét:
„Lítil fiskibók með uppdráttum og útskýringum
handa fiskimönnum á íslandi", en hinn síðar-
taldi kom út árið 1861 og hét: „Lítil varnings-
bók handa bændum og búmönnum á íslandi“.
Fiskibókin verður gerð hér að umtalsefni. —
Reyndar er mjög margt, sem í henni stendur,
nú orðið úrelt, þar sem fiskveiðatækni hefur
fleygt svo fram á þeim rúmum 80 árum frá
því að hún var skrifuð .En Fiskibókin er fyrir
marga hluti svo merk bók, að rétt má telja, að
íslenzkum sjómönnum gefist kostur á að kynn-
ast innihaldi hennar, en bókin sjálf er fyrir
löngu ófáanleg.
Fiskibókin er eins og getið er um á titilblaði
bókarinnar „Samin eftir fiskiveiðabókum W.
Heins“, en Heins þessi var danskur maður, er lét
fiskveiðamál mjög til sín taka. Ritaði hann ýmsa
bæklinga um fiskveiðar og birti á prenti á ár-
unum 1853—58. Það rit, sem helzt mun hafa
verið fyrirmynd að Fiskibókinni var „Kort
Fremstilling af de forskellige Sorter Fiske-
redskaber“, og kom út árið 1858. Jón Sigurðs-
son fór þó ekki í einu og öllu eftir Heins, held-
ur aflaði sér upplýsinga frá öðrum fróðum
mönnum. T. d. skrifaðist hann á við tvo norska
fiskveiðafrömuði, er hétu Hetting og Löberg,
og fékk frá þeim skýrslur og upplýsingar um
tilhögun fiskveiða í Noregi.
Fiskibókin, sem er 42 blaðsíður að stærð og
var prentuð á kostnað dómsmálastjórnarinnar
og útbýtt um landið, hefst á alllöngum formála,
en skiptist svo í 3 þætti, auk eftirmála. Fyrsti
þátturinn er um:
„Veiðarfærin og meðferð á þeim:
um net og netalögn,
um aungla og haldfæri, lóðir og dufl,
um sigðhnífinn, til að skera með fiskinn“.
Annar þátturinn fjallar um:
„Vöruverkun:
um lifrina og lýsisbræðslu,
um sundmaga og húsblas“.
og þriðji þátturinn er um:
„Hirðing á úrkasti úr sjófángi:
um að fæða hænsn, endur og svín á sjófángií
um að gjöra áburð úr sjófángi til jarðrælrt-
ar“. 93 'í5:i msa
: nr
:rvÁ
r.a 'áo
5ö inu
VlKINGUR
7