Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Blaðsíða 10
fyrsta álman er full, setur maður í hina næstu og svo frameptir, til þess allar álmur eru full- skipaðar, og mun vera nóg áskipað, þegar kvísl- in tekur svo sem 120 til 160 öngla. Taumarnir og sjálf lóðin hanga niður úr....“. Þegar lóðin er svo lögð, „fer sá maður, sem lóðina leggur aptur í stafn, leysir frá hleypibandið, sem heldur lóð- inni í kvíslinni, og lætur hlaupa út hvern aungul eptir annan, úr einni álmu eptir aðra, þar til lóðin er öll útrunnin, og svo hvern stokk af öðr- um....“. Fylgja þessu uppdrættir. Þá taiar Jón Sigurðsson um agnfisk til lax- veiða. Þessir agnfiskar séu nokkuð dýrir, „en þegar lax veiðist á, þá borga þeir sig fljótt“. Þá minnist hann á krókstjaka til að „krækja fisk jafnskjótt og hann kemur að borði“. Sýnir hann mynd af stjaka þessum og ennfremur af „netsleif", sem notuð er í sama tilgangi og krók- stjakinn. Loks talar Jón Sigurðsson um nýja tegund af duflum til þess að forða mönnum „óþægileg- ar og lángar leitir að lóðum“. Sýnir hann upp- drátt af þessu nýja dufli, „sem er miklu hærra og einkennilegra, og stendur eins og sópur upp úr sjónum, en á því miðju er bumba, og þar í klukka lítil eða bjalla, sem hringir, þegar dufl- ið hreyfist, og þarf ekki til að hreyfa það nema lítinn bylgjugáng”. Tilbúningi á duflum þess- um mætti haga svo „að ekki mætti dýrt heita“. Um „sigðhnífinn, til að skera fiskinn með“, segir Jón :„Það er föst regla, sem aldrei bregzt, hvar sem þú fiskar og hvernig sem þú ætlar að verka afla þinn, sem verður innibundin í stuttu máli: Dreptu fiskinn í sama vetfangi sem þú dregur hann upp úr sjónum, og hleyptu út úr honum blóðinu, með því að bregða á hann hnífn- um á þeim stað og með þeim hætti, sem upp- drátturinn sýnir“. Uppdrættir, sem fylgja, sýna bæði hníf „til að skera á fiskinn“ og flatnings- hníf. Ennfremur hvernig beita skal hnífnum. En mikið gagn sé af að blóðga fiskinn strax. — „Það bætir ekki einungis útlit hans sjálfs, þeg- ar hann er tekinn til verkunar á eptir; heldur bætir það einnig hvern einstakan hlut úr fisk- inum, sem menn vilja verka sér í lagi, svo sem t. a. m. er lifrin, sundmaginn o. s. frv.Fisk- urinn sjálfur verður fastari í sér, verður glær, tekur betur salti, tekur betur þurki og fer bet- ur með sig í allri verkun.... Sé fiskurinn aptur á móti ekki blóðtæmdur, þá verður hann alla- jafna blakkur ílits, og þessvegna óálitleg verzl- unarvara, og verði hann ekki seldur innan skamms tíma, getur hann ekki haldizt óskemmd- ur....“. Vankunnátta eða hirðuleysi má ekki, segir Jón Sigurðsson, valda því, að fiskurinn sé ekki blóðgaður. „Svo mjög er það áríðandi, að veita athygli eins hinu smáa og hinu stóra, og VÍKINGUR að vanda atvinnu sína á allan hátt, sem maðuf getur bezt; þá getur maður verið óhultur um, að maður fær atvinnu sína og atorkusemi borg- aða, annað hvort fyr eða seinna,og margopt fyr en mann varir“. Þá kemur annar þátturinn í Fiskibókinni, sem er um vöruverkun. Um lifur og lýsisbræðslu segir Jón Sigurðsson m. a.: „Það skal með gaum- gæfni vanda, að velja lifur til bræðslu og að- greina hina betri tegund frá hinni lakari. Sú lifnn er bezt til lýsis, sem er næstum því hvít, þriíleg og ávöl öll; hin lakari er aflaung, ekki ávöl heldur strend, slittuleg og ígrá að sjá til, sumstaðar eru í henni rauðir hringvafðir orm- ar; sú lifur er mögur, og hefir í sér bæði lítið lýsi og illt. Þirðju tegund lifrar finnum vér og í þorski, og er sú svipuð hinni síðarnefndu að mynd, en þar með eru á henni grænir blettir .... Þesskonar lifur, sem nú var nefnd, er hin lakasta og minnst verð, því hún er úr veikum fiski....“. Jón segir, að það sé mjög áríðandi að aðgreina þessar lifrartegundir, þar sem „að eptir því sem það er gjört, eptir því fer allt lýs- ið, og kemur það enn fram, að lítið handbragð er það, sem getur bætt allt eða spillt öllu“. Svo hugleiðir Jón orsakirnar fyrir því, „að menn fá bæði slæmt lýsi og þar að auki miklu minna en þejr gætu fengið“. Fyrstu orsökina telur hann vera þá, að lifrin er ekki aðgreind eins og þarf að gera. Aðra þá „að menn hafa ílátin úr tré ein- ungis, og það er þesskonar tré, sem er óþétt og gljúpt í sjálfu sér. Því gljúpara sem tréð er, því meira drekkur það í sig, og því meira sveit- ir það út frá sér, af sömu orsök náir loptið meiri verkun á það, og við áhrif loptsins verður lýsið óðara þrátt, og fær lykt og smekk af ílátinu, sem það er í“. Mælir Jón með því að hafa ílát úr steini, járni eða gleri, og sýnir með nákvæm- um uppdráttum, hvernig þau skulu vera svo bezt sé. Við þetta fáist tvöfaldur ábati, „bæði af gæðum og af vöxtunum“. Mesta yfirburði, segir Jón, að glerílátin hafi, enda séu þau dýr- ust. „Það lýsi, sem hefir verið brædt úr þorsk- lifur í þesskonar gleríláti.... hefur þókt svo mæta gott og verið svo eptirsókt, að það hefir verið tekið framyfir hið ágæta þorskalýsi, sem kemur frá Nýfundnalandi, og sömuleiðis fram- yfir hið ágæta lýsi frá Miiller í Björgvin". — Skýrir Jón nákvæmlega, hvernig ílátin skulu vera og hvernig bezt sé að bræða lýsið í þeim, og fylgja ítarlegir uppdrættir. Þá greinir Jón Sigurðsson frá, hvað sundmag- inn sé og hvernig hann skuli tekinn úr fiskin- um. Segir hann, að sundmagann skuli hreinsa vel og þurrka, en að því búnu megi sjóða úr honum svokallað húsblas eða límefni, „sem er 10

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.