Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Blaðsíða 13
HALLGRÍMUR JÓNSSON :
Um fjárhag
Eimskipafélags Islands
Það var þörf hugvekja, sem hr. Brynjólfur
Stefánsson forstjóri skrifaði á dögunum í
Morgunblaðið, um fjárhag Eimskipaféiagsins,
og hefði þó mátt meira segja um nauðsyn þess,
að félagið yki nú sjóði sína.
Að sjálfsögðu gerir almenningur sér ekki
grein fyrir því, hve háan tekjuafgang áhættu-
fyrirtæki verða nú að reikna sér, til þess að
einhver von sé um að allt haldist í horfinu eftir
stríðið.
En stjórn Eimskipafélagsins hefir séð tvenna
tímana um fjárhag félagsins og hugsar sér
vafalaust að treysta nú fjárhag þess eftir mætti.
Þær aðfinnslur, sem hún hefir orðið fyrir síð-
an á aðalfundi, að ársreikningurinn frá í fyrra
var lagður fram, eru því fyllilega óverðskuld-
aðar. Það væri þvert á móti óafsakanlegt, ef
félagsstjórnin væri ekki vel á verði í þessum
efnum.
En hvernig stendur á því, að einkum for-
göngumenn samvinnufélaganna eru alltaf að
hnjóða í Eimskipafélagið, ef það hagnast á
starfsemi sinni og getur lagt í sjóði? Óvíða eru
þó taldir eins margir sjóðir og í samvinnufé-
lögunum. Þeir eru taldir samvizkusamlega fram
árlega, og félögunum talið til gildis, að þeir séu
sem ríflegastir. Er það og laukrétt. Þeir eru
trygging samvinnumanna fyrir góðum viðskift-
um og viðhaldi þeirra merku stofnana.
Eimskipafélagið er, meira en nokkurt annað
fyrirtæki, samvinnufélag landsmanna. Og til
þess, að það geti innt af hendi sitt hlutverk,
verður það að hafa fjársjóð. Þegar þess er gætt,
hvernig Eimskipafélagið er til orðið og hvern-
ig það hefir verið rekið, þá er það ekki af um-
hyggju fyrir öllum almenningi, ef það væri
hindrað í að hagnast nokkuð á starfsemi sinni
og færa út kvíarnar.
Þegar minnst er á fjárhag Eimskipafélagsins
og mátt þess til að inna af hendi það hlutverk,
sem því er ætlað, ber á það að líta, að meiri
hluti skipanna er kominn langt yfir tvítugt.
Þau verða því alls ekki samkeppnisfær eftir
stríð, þegar ný skip koma á markaðinn. Þó nú
að lánið fylgi félaginu hér eftir eins og hingað
til, og það haldi skipunum, þá kemst það ekki
hjá því að endurnýja þau eins fljótt og nokkur
kostur er á. En hversu fljótt eyðast þá ekki
hinar smáu krónur, sem Eimskipafélagið er nú
að safna? Reynslan frá eftirstríðsárunum 1919
—1921 er nærtækt til dæmis um það, sem koma
mun í því efni.
Starfsemi Eimskipafélagsins er enn ekki
nema vísir að því, sem verða þarf í framtíðinni.
Reynslan er nú að kenna þjóðinni hve mikil
nauðsyn henni er á nægum kosti farskipa. Og
þó eitthvað megi ef til vill til tína, sem miður
hefir farið að undanförnu um stjórn Eimskipa-
félagsins, þá munu þeir fáir, sem ekki telja
sjálfsagt, að það hafi forgöngu í þessum málum
eftirleiðis sem hingað til.
En það gefur auga leið, að skammsýni sú og
sýtingssemi, sem snúið hefir að Eimskipafelag-
inu að undanförnu, og verið hefir stjórn þess
fjötur um fót, verður að hverfa. Til þess að Is-
lendingar nái undirtökum eða réttara sagt öll-
um tökum á siglingamálum sínum, þarf mikið
fé. Þær ca. 3 milljónir, sem Eimskipafélagið
hagnaðist á starfsemi sinni síðastliðið ár,
hrökkva þar næsta skammt, jafnvel 3 sinnum 3
milljónir er alltof lítið. — „Nú stórfé, það næg-
ir ei minna“. Þau orð skáldsins eiga einmitt við
í þessu efni.
I stað nöldursemi um auðsöfnun Eimskipafé-
lagsins á undanförnum árum, hefði verið meiri
þörf á að ýta undir stjórn þess til aukinna fram-
kvæmda um að auka skipastólinn. Eða munu
ekki margir hugsa svo nú. Ekki svo að skilja,
að ég sé að ásaka félagsstjórnina í því efni,
hún hefir áreiðanlega gildar ástæður fyrir sín-
um ráðstöfunum. Það er vitað mál, að hinar svo-
nefndu „vinsældir" Eimskipafélagsins eru að
allmiklu leyti af því, að það hefir oft verið
næsta lítill kaupmennskubragur á starfsemi
þess, og eftirtekjur því minni en efni stóðu til.
Aukasporslur vegna viðskiptavinanna hafa off-
lega kostað félagið mikið fé. Samtímis hefir fé-
lagið fengið að heyra, að það hefði ónógan
skipakost. I öllu þessu kennir nokkurs ósam-
ræmis, og mest nú, þegar félagsstjórnin vill
tryggja félagið gegn margauknum áhættum,
sem fyrir hendi eru.
Það hefir verið talað um að afnema að veru-
legu leyti reksturshagnað Eimskipafélagsins.
En með því er torvelduð viðleitni þess að verða
samkeppisfært í framtíðinni. Þeir, sem gera
kröfu til þess, koma ekki auga á, að varasjóðir
félagsins eru vissulega einhverjir þörfustu
sparisjóði landsmanna. Þeir eru trygging fyrir
árlegum milljónagróða fyrir þessa þjóð í fram-
tíðinni. Það væri því hið mesta glapræði að
hindra nú vöxt þeirra. H. J.
VÍKINGUR
13