Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Side 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Side 15
öðru nýju, eins og sýnt er á mynd II. Þá eiga Bretar mikinn fjölda skipa í pöntun hjá Banda- ríkjaverksmiðjum. Aðeins ein skipasmiðja (Todd Shipbuilding Co), hefir tekið að sér að smíða 60 stór flutningaskip fyrir Breta. Verða það mjög einföld skip og íburðarlaus. — Með einföldum vélum og öll rafsoðin. Til flýtisauka eru stórir skipshlutar smíðaðir hver á sínum stað og síðan soðnir saman, sjá III. og IV. mynd. Svo er sagt, að Bretar reikni með 5.000.000 smálesta tapi á þessu ári, en vonast til að geta bætt sér það upp að miklum hluta með aðstoð Bandaríkjanna. Þannig er í nokkrum dráttum aðstaðan í or- ustunni um Atlantshafið, og stjórnmálamenn og herfræðingar telja, að höfuðátökin séu einmitt þar. Svo mjög erum við Islendingar nú blandaðir inn í þessa styrjöld, að segja má, að hver sig- ur Breta sé okkar sigur. — Mundi ýmsu hér aftur fara, ef við biðum lægra hlut í viðleitni okkar í því að sigla á eigin fleytum um höfin. H. J. Lelðbeinirigar um meðferð tundurdufla í tilefni af ýmsum ummælum í blaðagreinum og víðar varðandi skaðsemi tundurdufla, sem sökkt er með riffilskotum, hefir tundurdufla- sérfræðingur brezka sjóhersins hér, góðfúslega látið Skipaútgerðinni í té eftirfarandi upplýs- ingar, og leyft að þær væru birtar í blöðum: Brezk tundurdufl, sem losna sjálfkrafa frá festum sínum, eru undantekningarlaust hættu- laus og geta ekki sprungið, nema eitthvað fylgi af festartaug þeirri, sem duflinu var fest með, og sú taug verði fyrir átaki svo að hún streng- ist. Ástæðan til þess, að tundurdufl hafa sprung- ið í lendingu hér við land er sú, að festartaugin hefir festst á steinum, en brimið velt duflinu við og þannig reynt á festartaugina, og hefir það orsakað sprenginguna. Það er auðsætt, að ómögulega má nota festartaugina sem dráttar- taug og forðast verður einnig að koma við nokkra aðra taug, sem á duflinu er eða því kann að fylgja. Sé hinsvegar nauðsynlegt að draga duflið til, má festa di'áttartaug í þar til gei’ða járnhringi á sjálfu duflinu, og verða þá drátt- artaugarnar að vei'a mimxst 2§0 yards langar, og skal áhei'zla lögð á það, að því aðeins má draga duflin, að taugin sé ekki styttri, og að reyndir meixix séu þar að vei'ki. Það skal tekið fram, að ávallt verður að vai’ast að koma við horn duflsins. Tundurdufl, sem sökkt er í rúmsjó, er oi'ðið með öllu hættulaust eftir vikutíma, og þó það, að þeirn tínxa liðnum komi í botnvörpu eða net, mun það ekki springa. Sikpaútgerð í'íkisins 14. ágúst 1941. Pálmi Loftsson. VÍKINGUB 15

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.