Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Blaðsíða 21
ferðum að segja. Um nokkurt skeið sigldi hann
á skipum, sem fóru eingöngu milli Englands og
Frakklands meðan ófriðurinn stóð sem hæzt,
og mátti nær einstakt heita, að ekkert skyldi
koma fyrir hann eða skip hans á þessu tíma-
bili, því að þær ferðir voru þá taldar hættu-
legastar allra. Sigldi hann á útlendum skipum
til ársins 1922, en kom þá hingað heim og fór
á Stýrimannaskólann það sama haust. Lauk
hann farmannaprófi vorið 1924 og fór þá stýri-
maður með Rafni Sigurðssyni á e.s. „Nonna“
frá Akureyri. Sigldi hann á því skipi til hausts-
ins 1926, en fór þá til Noregs og var þar skip-
stjóri á e.s. „Anders“ frá Akureyri, sem gert
var út þar þann vetur. Vorið 1927 kom hann
heim með skipið og réðist þá skipstjóri á
„Nonna“ og var á honum bæði á síldveiðum og
í siglingum fram á vetur 1928, er skipið hætti
ferðum. Sumarið 1929 réðist hann 1. stýrimað-
ur með Rafni Sigurðssyni á e.s. „Vestra“, sem
þá hafði verið keyptur til ísafjarðar, og var á
skipinu þar til það hætti ferðum árið 1932.
Gerðist hann þá meðstofnandi að Eimskipafé-
lagi Reykjavíkur og varð 1. stýrimaður á hinu
nýkeypta skipi félagsins, „Heklu“, en tók við
skipstjórn á því þegar félagið keypti annað
skip, e.s. „Kötlu“, árið 1934, og stýrði hann
„IIeklu“ síðan til dauðadags.
Með Einari er horfinn einn þeirra manna,
sem ég hefði sízt viljað sjá á bak, og veit ég
að þar tala ég fyrir munn margra annarra,
bæði skyldra og óskyldra. Ber þar margt til,
því að hann hafði í óvenjuríkum mæli til að
bera þá hluti, sem gera mann eftirsóknarverð-
an sem félaga og vin. Hann var glæsilegur ð
ytra útliti, mikill vexti, hraustlegur og drengi-
legur, og var sem ávallt stafaði frá honum hið
niikla fjör og léttleiki, sem í huga hans bjó.
Hann kunni allra manna bezt að skemmta bæði
sér og öðrum, var greindur vel, ör í lund og
hispurslaus í tali og framkomu. Kappsfullur
var hann og fastheldinn við skoðanir sínar, því
skapið var mikið, en jafnframt var hann hrein-
lyndur og góðgjarn, svo að mér þykir ólíklegt,
nð hann hafi nokkra óvini eignazt. Vinir hans
voru aftur fjölmargir, og því meiri, sem þeir
þekktu hann betur, og þóttist sá jafnan bezt
hafa, sem næstur honum stóð.
Sem skipstjóri var Einar ágætum hæfileikum
búinn, ötull og áræðinn, en jafnframt gætinn
vel, svo að aldrei hlekktist honum á í öll þau
ár, sem hann stýrði skipi. Skip hans, „Hekla“,
var ekki nema miðlungi gott í sjó að leggja, og
hlaut hann oft að sigla því mikið hlöðnu í lang-
ferðir um hávetur, en þá reynir ekki hvað
niinnst á þrek manna og skipstjórnarhæfileika.
Varð honum og jafnan gott til manna, því að
21
hann var mÖnnurn sínum hvorttveggja í senn,
öruggur leiðtogi og hollur ráðunautur. Dauða
hans bar að með sviplegum hætti, en hann tók
honum eins og vera ber, og gleymdi ekki að at-
huga um hagi manna sinna áður en hann gerði
tilraun til að bjarga lífinu, en til þess fekk hann
lítið ráðrúm.
Einar var giftur ágætri konu, Guðrúnu, dótt-
ur hins mikla athafnamanns, Einars Einars-
sonar í Garðhúsum í Grindavík, og lifir hún
mann sinn ásamt einkadóttur þeirra, Guðbjörgu
Erlu, 8 ára gamalli. Voru þau hjónin samhent
um glaðværð og gestrisni á hinu snotra heimili
þeirra á Reynimel 44, enda hvort um sig rómuð
fyrir hjálpsemi og örlæti við alla, sem til þeirra
leituðu og hjálpar þurftu með. Hafa þær mæðg-
ur goldið mikið afhroð í missi slíks heimilis-
föður og Einar var.
Með Einari á sjómannastétt okkar á bak að
sjá einum af beztu fulltrúum sínum, og vinum
sínum er hann harmdauði, meir en flestir aðrir.
Friðrik V. Ólafsson.
Verð á landbúnaðarvörum í Noregi
vikuna 4.- -11. ágúst 1941.
Nautakjöt 1. fl. kr. 2,40 pr. kg.
— 2. fl. — 2,20 — —
— 3. fl. — 2,00 — —
Kvígukjöt 1. 11. kr. 2,30 pr. kg.
— 2. fl. — 2,00 — —
— 3. fl. — 1,80 — —
Kýrkjöt 1. fl. kr. 2,10 pr. kg.
— 2. fl. — 2,00 — —
— 3. fl. — 1,90 — —
— 4. fl. — 1,80 — —
Kálfakjöt 1. fl. kr. 2,35 pr; kg.
— 2. fl. — 2,22 — —
— 3. fl. — 2,05 — —
Kindakjöt 1. 11. kr. 2,30 pr. kg.
— 2. fl. — 2,15 — —
— 3. fl. — 1,85 — —
Svínakjöt 1. fl. kr. 2,65 pr. • kg.
ð á garðávöxtum var á sama tíma í Oslo:
Blómkál 65 au. pr. kg.
Gulrófur 45 — — —
Jarðepli (venjuleg) 20
Rabarbari 20
Sykurertur 1,10
Tómatar 1,50
Jarðailber 2,00
Bláber til útfl. og rifsb. 85
þetta er verðið, sem framleiðslan fær, — allt miðað
við 1. fl. vöru. Norslca verðlagsncfndin fyrirbyggir
allt okur og ákveður hámark útsöluverðs í búðum.
Á kjöt er það mest 30% hærra, á jarðeplum og berj-
um ekki meira en 40%. En á sumar, vandgeymdar
káltegundir, svo scm blómkál, er leyfilegt að leggja
á allt að 90% í smásölu.
Búðarverð á kartöflum í Noregi er nú 28 au. pr. kg.
VÍKINGUR