Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Blaðsíða 25
til samningagerðar, hversu dugandi maður sem
hann kann að vera, og mætur þegn heima fyrir.
Islendingum myndi ekki hafa talið sér það
vænlegt að hafa í samningsnefndinni, íslenzkan
útgerðarmann, sem hefði viljað bægja enskum
skipum frá því að geta fengið hér þurftir sínar.
Manni skilst, að það sé gegn slíkum yfirgangs-
skap ágengra en dugandi manna, sem Bretar og
lýðræðisþjóðirnar berjast nú fyrir lífi sínu.
Sem betur fer, þá eru í Bretlandi margir mæt-
ir menn, sem við eigum ekkert nema gott upp
að unna, hinum er aðeins hafa hugsað um sinn
eigin hag, erum við ekki skuldbundnir í neinu.
Einkennileg er sú vandlæting, sem gripið hef-
ir sum stjórnarblöðin út af þessari og þvílikri
gagnrýni, meðan önnur úthverfa sig í vonzku yf-
ir að atvinnumálaráðherra hefur reynt að bjarga
við síldarsölumálunum, með því að hrifsa þau úr
höndum misheppnaðra manna.
Manna á meðal er nú rætt um, hvað stjórnin
er ráðalaus í dýrtíðarmálunum. Viðskiptamála-
ráðherrann hefur að vísu komið fram með ýms-
ar tillögur, en þær beinast aðallega gegn erlenda
varningnum og aðflutningsgjöldunum, sem
niönnum finnst þó vorkunn í að hafi hækkað frá
því, sem áður var, en minna gegn hinni óbæri-
legu verðhækkun á innlendu vörunum.
Ef allt væri nú látið afskiptalaust, myndu
húseigendur eiga einna bezt með að græða á við-
skiptum, en við því hefir verið séð með vald-
boði, en er nú ekki kominn tími til að aðrir
verði látnir sýna þegnskap sinn.
Það sem f ólkið óskar að gert sé, er þetta meðal
annars:
1. að útsöluverð mjólkur verði strax lækkað
niður í 60 aura pr. líter, og að hinir fjár-
freku stjórnskipuðu milliliðir verði iagðir
niður og útsalan boðin frjáls gegn ákveðnu
lágmarksverði, 40 aurum pr. líter til bænda
í nærsveitum, þar sem dýrara er að afla
heyja, en tiltölulega lægra vei’ði til þeirra
sem fjær búa við betri ræktunarskilyrði.
2. að útsöluverð á kjöti á innanlandsmarkaðn-
um, verði ákveðið sama og fyrir stríð, að
viðbættri dýrtíðaruppbót. Að bændum, sem
missa fé sitt úr pest eða af öðrum ástæð-
um, verði bætt upp með sama verði.
3. að útsöluverð á smjöri verði ákveðið kr.
6,00 með verðlags uppbót úr ríkissjóði upp
í kr. 8,00 kg., og smjörið skamtað.
4. að tekin verði upp skömmtun á kartöflum
og hámarksverð á þeim 40 aurar pr. kg. til
framleiðenda.
5. að gerðar verði ráðstafanir til þess að al-
menningur fái keyptan fisk til matar fyrir
sama verð og hann er seldur hér í höfn til
útflutnings.
Það verður ekki hægt að gera alla ánægða,
en það ætti að vera hægt að sýna öllum þorra
landsmanna réttlæti.
Mönnum hefir oft þótt forsætisráðherranum
okkar mælazt vel í ýmsum tækifærisráðum hér
fyrir hernámið, og hann þá vera all glöggskygn
á ýmsa ágalla í fari þjóðar sinnar, þess vegna
er það því óskiljanlegra, að mestu vandræðin nú,
virðast stafa frá aðgerðum eða aðgerðarleysi,
dóms- og búnaðarmálaráðuneytisins.
Einn af áheyrendunum.
Erlendar fréttir.
Framh. af hls. 17.
24./7. — Nokkrir Danir, búsett-
ir í Reykjavfk, stofna sjóð tal
styrktar dönskum börnum, sem
illa verða leikin af völdum ófrið-
arins.
*
Itaiir tilkynna, að þeir hafi
niisst um % milj. manna, síðan
stríðið hófst.
*
24./7. — Japanskt sjólið sett á
land í tveim flotabækistöðvum og
flugvélabækistöðvum í Suður-
Indó-Kína.
*
2G./7. — Stjórnir Bretlands og
Bandaríkjanna tilkynna, að inn-
eignir Japana í löndum þeirra lia.fi
verið lrystar, þ. e. bannað er að
nota þær í viðskiptum, nema með
leyfi viðlcomandi stjórna.
*
28. /7. — Utanríkismálaráð-
herra Finna, Trikkala, tilkynnir
sendiherra Breta í Helsingfors, að
þeir geti ómögulega haldið uppi
stjórnmáí'asambandi við Breta,
þar eð Finnar berjist við hlið
Jtjóðvcrja.
*
29. /7. — Yfirmaður þýzka setu-
liðsins í Serbíu, von Schröder
hershöfðingi, myrtur í Beigrad.
*
30./7. — Brezkar og rússnesk-
ar flugvélar gera loftárás á borg
i Norður-Noregi, norður við Ishai.
*
Rússar og Pólverjar gera með
sér bandalag. Sikorsky, forsætis-
ráðherra undirskrifaði fyrir hönd
Pólverja, en Maisky sendiherra
fyrir hönd Rússa.
*
Amerískur tundurspillir neyðist
í sjálfsvarnarskyni til að varpa
þrem djúpsprengjum í Atlants-
liafi. Var hann staddur í suður
frá Grænlandi. — Um líkt leyti
tilkynntu þjóðverjar, að þýzkur
kafbátur ynni nýja sigra á At-
lantshafi.
25
VÍKINGUR