Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Page 27
Þegnskyldu vinnan
og Halidór Kiljan Laxness
Þjóðin er nú almennt að vakna til meðvitund-
ar um það, að til þess að nýta og prýða landið
sem bezt, verði ákjósanlegast að koma á al-
mennri þegnskylduvinnu meðal unga fólksins í
landinu.
Ekkert starf getur verið skemmtilegra, og
ekkert takmark göfugra fyrir æskumennina, er
nú hafa allt lífið fram undan, en að fórna fóst-
urmoldinni einhverri af tómstundum sínum til
þess að búa í haginn fyrir sig og sína í framtíð-
inni.
Þegar maður hugsar til hinna ónotuðu tæki-
færa, til þess sem látið hefir verið ógert, síðan
þegnskylduvinnan kom fyrst til umræðu á Al-
þingi, getur maður ekki annað en fundið til
innilegrar hryggðar yfir mannlegum takmörk-
unum og skammsýni.
Og ennþá geta verið til einstaklingar, sem
gleypa hvert tækifæri til að spyrna við allri
þegnlegri viðleitni. Þeir eru svo þýlyndir, að
þeir draga dár að hverju fórnfúsu starfi og á-
líta alla vinnu þrælslega þjónkun við einhvern
óvandaðan húsbónda.
f 1. hefti Tímaritsins Máls og menningar þ.
á., er greinarkorn eftir Halldór Kiljan Laxness
rithöfund, þar sem hann þjónar lund sinni með
því að reyna að spilla fyrir þegnskylduvinnu-
hugmyndinni: „ sem hann telur ekki hafa neinn
skynsamlegan tilgang, nema er að því snertir
eina stétt, og það er hátekjufólk. Það fólk, sem
ekki á afkomu sína undir sölu vinnuafls“. IJm
þetta fólk er honum ósárt. Það er eins og hann
álíti að hátekna sé léttast að afla án starfs
eða hugsunar, og það verði einhver sérstök hag-
sýni að taka atvinnurekendurna úr umferð, „og
láta þá moka skít fyrir ekki neitt“.
í augum Kiljans verður öll vinna „skítmokst-
ur“, hvort sem unnið er fyrir hinu daglega
brauði eða til að klæða og prýða landið — og
starfandi menn ekkert annað en skítmokarar.
Hann hefir enga löngun til þess að velta fyr-
ir sér svo einföldum sannleika, að þótt mönn-
um veitti ekki af því, sem þeir geta fengið fyr-
ir vinnu sína, þá hefir til þessa ekki verið nærri
því hægt að selja alla vinnu sína fyrir texta,
sízt hefir það tekizt fyrir óharðnaða unglinga.
Því hefir sú raunin orðið á, að þeir ráða yfir
óteljandi tómstundum, sem ekki er hægt að
27 \.
koma í peninga, meðan þeir á sama tíma auka
foreldrum sínum útgjöld. Þeim stundum verð-
ur aldrei betur varið, en með því að iðka íþrótt-
ir, læra ástundun og reglusemi, og vinna í sam-
félagi með öðrum jafnöldrum sínum, að því að
bæta og fegra átthagana.
Það eru auðvitað til margir menn, sem eru
sístarfandi og aldrei unna sér neinnar hvíldar,
og aðrir, sem hafa mikilsverðum störfum að
gegna fyrir þjóðfélagið. Þeir gætu með sanni
sagt, að þeir þurfi ekki á þegnskylduvinnu að
halda. En það er ekki frá þessum mönnum, sem
mótmælin komá núna. Þau koma frá liðleys-
ingjunum. Það eru alltaf til letingjar og iðju-
leysingjar, sem lifa á annarra sveita. Slíkir
menn þurfa betrunar við. Ennþá er til, jafnvel
hér á landi, ískyggilegur fjöldi, sem telja sig
ekki vera til annars fallnir en að sitja á Borg-
inni, aka í bíl í Kömbum eða hanga á Laugar-
vatni við að hripa niður á einhver blöð, bergmál
af sínum óvöndu og ótugtarlegu kroppkennd-
um.
Það er von, að þeir geti ekki liðið, að upp
vaxi með þjóðinni mannborlegir menn, sem sjá
ekki eftir, að leggja náunganum liðsinni sitt,
og sem ekki vilja vamm sitt vita í neinu.
Það er hægt að þekkja manndóm manna á
því, hversu vel þeir bregða við öðrum til styrkt-
ar. Þeir verða undantekningarlaust nýtir menn
og góðir synir ættjarðarinnar, sem skjótir eru
að leggja eitthvað á sig landi og lýð til heilla.
Hinir, sem gagnstætt hugsa og breyta, geta
varla góðir menn talizt. — Þeir hljóta ætíð að
verða samtíð sinni til skapraunar.
Halldór Kiljan Laxness hefir fundið það köll-
un sína, að glepja menn frá því að eyða nokkr-
um tómstundum til þes að inna af hendi þegn-
skyldustörf fyrir sveit sína og samfélag. Ilann,
sem aðhyllist, að rétt sé að koma fram hug-
sjónamálum með ofbeldi, ef ekki verkast öðru-
vísi, getur reitt sig á það, að til eru þeir ís-
lendingar, sem gætu að því leyti farið að orð-
um hans, að þeir myndu, ef þörf gerðist. ekki
hika við að beita nægilega miklu handafli, til
þess að einstaka orðhákum verði ekki leyft að
standa í vegi fyrir stórfeldum umbóta- og þjóð-
þrifamálum.
Hy.
VÍKINGUR