Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Qupperneq 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1941, Qupperneq 29
lendinga. Hinn fyrnefndi höfundur, A. V. Suk- hovo-Kobylin, dregur dár að dálæti Breta á sérstökum káltegundum. Rússnesku kýrnar okkar munu ekki líta við því káli, sem Eng- lendingar leggja sér til munns. Aftur á móti skrifaði Karamzin: „Englend- ingum geðjast ekki að neins konar grænmeti. Steikt og brúnað nautakjöt er þeirra aðalfæða. Það er þess vegna, sem það er svona þykkt í þeim blóðið, og að þeir verða svona rólegir og þunglyndir menn! „Þunglyndi þeirra“, bætir höfundurinn við, „stafar einnig frá hinni ei- lífu þoku, er leggur yfir þá frá hafinu“. Þá finnst þeim enskan vera langt frá því að vera viðkunnanleg. Til dæmis segir hinn sami Karamzin: „Það er eins og skoltarnir á Bretunum séu bundnir saman, eða að opnun þessara munna sé skattlögð af ráðgjöfum konungsins. Það er varla, að þeir losi efri tanngarðinn frá þeim neðri, og heldur flauta þeir og umla en að tala. Hið enska mál er óþægilegt fyrir eyrað, en auð- ugt og fágað, sem bókmenntalegur miðill — ríkt af setningum, sem stolnar hafa verið frá öðr- um. Öll lærdómsorðin eru tekin úr frönsku eða latínu, meðan helztu nafnorðin eru lánuð úr þýzku“. Meðal Rússa er sögð eftirfarandi skrítla um það, hvernig enska tungan varð til: — „Þegar guð hafði útbýtt tungumálum meðal mannanna á jörðunni, reis Englendingurinn á fætur: „Þú hefur gleymt mér, ó, herra“, mót- mæiti hann. „Það hefi ég“, sagði hinn almáttugi óttasleg- inn. „Þegar ég fer að hugsa um þetta, þá á ég ekkert tungumál eftir. Þetta er staðreynd. — Bíddu, mér dettur nokkuð í hug!“ Hann tók aftur í munn sér öll orðin, sem hann hafði útbýtt, blandaði þeim vel saman, og skirpti blöndunni út úr sér: — „Þarna er málið þitt Englendingur“. Þess vegna eru ensku orðin svona sitt úr hverri áttinni, þess vegna hljómar málið svo þvoglulega í eyrum Rússa. Og samt halda þessir einkennilegu menn fast í þetta útlenda og erfiða mál sitt, jafnvel þótt þeir búi árum saman langt að heiman. 1 sögunni „Dóttir Albions“, eftir Chekhov, er rússneskur stórbóndi hissa og gramur út í ensku kennslukonuna, sem hann hefur í þjón- ustu sinni: „Hún hefur nú dvalið tíu ár í Rúss- landi, og skilur þó ennþá ekki eitt orð í Rúss- nesku! En hver smágreifi hjá okkur fer til þeirra til að læra að tala á þeirra eigin máli, meðan þeir — djöfullinn sjálfur veit af hverju þeir eru svona. Samt sem áður, bætir hann við, þá veit djöf- ullinn og ég reyndar líka, hvað hver Breti þyk- ist vera. „Langt yfir alla hafinn! Lítur ekki á aðra sem mannlegar verur“. Það eru margir Rússar nú á tímum, sem hafa sömu skoðun og Chelkov hafði fyrir hálfri öld síðan. Stytt úr Neiv York blabinu „The Living Age“. Spurningar Ertu samþykkur að skjóta tundufl niður hvar sem þau eru fundin? Álítur þú heppilegra að draga þau til lands, með einhverjum ráðum, og gera þau þar ó- virk? Álíturðu heppilegt, að reynt yrði að fá riffla um borð í fiskiskip og strandferðaskip til þess að þau geti strax grandað duflum þegar þau sjá þau? Draumar. Spánverji, Ameríkumaður og Skoti i’æddu sín á milli livað þeir myndu gera, ef þeir vöknuðu við það einn morgun, að þeir liefðu eignazt eina miljón krón- ur. Spánverjinn sagðist myndi byggja nautaatssvæði. Amei'íkumaðurinn sagðist myndi fara til Parísar og skemmta sér vel. Skotinn sagðist myndi strax fara að sofa aftur til þess að sjá, hvort hann fengi aðra miljón. Atliugasemd nr. 2. Út af athugasemd þeirri, sem birtist i 7. blaði Vikings á þessu ári, í tilefni af sögnum mínum um Katta-Bensa, skal það tekið fram, að bróíritari sá, er þar fór af stað, hefir annað hvort ekki lesið sagn- irnar eins og vera bar eða þá bara ritað atliuga- semdir sínar í góðlátlegu gríni, til þess að láta það eitthvað heita, því að honum hlýtur sjálfum að vera bezt kunnugt, að lifandi menn eru hvergi nefndir í þessum sögnum. þær eru nefnilega uppspuni frá rót- um, jafnt atburðir og mannanöfn og staða. Maður- inn, Katta-Bensi, hefir t. d. aldrei verið til, fremur en svo margar aðrar söguhetjur, og er sögunni því ekki að neinum stefnt. Akureyri, 7. ágúst 1941. Baldur í Bjarkahlíð. Trúlofunarhringar, Borðbúnaður, Tækifærisgjafir i góðu úrvali. Guðm. Andrésson, gullsmiður Laueaveg 50 . Sími 3769 29 V í K I N G II R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.