Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1942, Page 2
ig fer fyrir þeim þjóöum, sem eru sjálfum sér
sundurþykkar.
Um allan heim geysar nú hiö vilta stríð, viö
höfrm sogast inn í hringiðuna, ekki vegna
þcss að við berum vopn eða óskum að vera
með, nei, við eigum enga ósk heitari en þá, að
fá að lifa í friði fyrir ágengni annara þjóða,
en þar eð erlendur her hefir sest að í land-
inu, ætti það að vera okkar metnaðarmál, að
koma fram eins og frjálsbornir og siðaðir
menn gagnvart þeim, en ekki sem þrælar eða
dónar. Við þurfum ekki að bera kinnroða fyr-
ir það þótt þjóð vor sé fámenn. Það eina, sem
skiptir máli er að halda með fullri einuro á
málstað lands vors og sýna hinum erlendu
mönnum, að hér búi menningarþjóð, það
er einmitt á slíkum tímum, sem við nú lifum á,
sem sönn menning kemur að beztum notum og
skýrast í ljós ef hún er fyrir hendi.
Það hefir verið talað og skrifað margt um
sjómennina og starf þeirra á síðustu tímum,
margt af því hefir verið vel sagt og eflaust
vel meint. Það er góðra gjalda vert að fá lof-
samleg ummæli, að loknu æfistarfi, ef þau eru
af heilindum mælt. En þeir sjómenn, sem enn-
þá eru í starfi og óska að vinna stétt sinni
gagn á einn eður annan hátt, vilja og gjarna,
að þeirra málum sé sint og fyrir þeim greitt á
alla lund. Það er alveg augljóst mál, að eng-
ir vita betur en sjómennirnir sjálfir, hvar skór-
inn kreppir að, hvað það er sem stéttina van-
hagar um til aukinnar menntunar, eða örygg-
is, tvískinnungur, eða undandráttur, um af-
greiðslu téðra mála er því hnefahögg í and-
lit þeirra og í mótsögn við áður umgetin um-
mæli.
Sjómannasamtökin hafa á undanförnum
árum reynt að greiða fyrir skynsamlegri ’Jausn
á skólamáli stéttarinnar og virtist á tímabili,
vera kominn nokkur skriður á það mál, en
betur má ef duga skal og margir sjómenn
munu bíða með eftirvæntingu frekari að-
gerða.
Þá er eigi úr vegi að minnast, með örfáum
orðum, á vitamálin. Á síðustu tveimur árum
hafa nokkrar mjög myndarlegar vitabygging-
ar verið reistar, en eftir það að hernám Is-
lands fór fram, og þrátt fyrir það, að um leið
og hervernd Bandaríkjanna var ákveðin var
því lofa, að greiða á alla lund fyrir viðskiftum
landsins, og ef rjett er munað, jafnvel að
láta þarfir íslands sem aðkallandi væru, sitja
í fyrirrúmi, hefir eigi enn tekist að fá innflutt
Ijósker, í þessa sömu vita, þótt liðin séu nærri
tvö ár síðan fyrsta beiðni var send utan. Það
er þó eigi vanþörf á, nú á þessum tímum, þeg-
ar sjórinn fyrir aystur- og norðurlandi, er
eftir hvert illviðri þakinn af rekduflum, að
sem flestir vitar lifi og lýsi sjófarendum.
Hætturnar eru að sjálfsögðu bæði djúpt og
grunt, en umferðin er meiri nálægt landinu,
og því meiri líkur til, að um rekduflin frétt-
ist þar, ætti því að vera nokkur trygging í að
sigla nálægt. En eins og menn vita, eru hætt-
urnar af sjálfum tundurduflalögnunum, um
10 sjómílur undan landi við Austurland. Þeir,
sem á Halamiðum fiska, geta borið um þann
fjandafans, sem þar er. Daginn áður en þess-
ar línur voru ritaðar, strandaði breskur tog-
ari á grynningum, þar sem viti hefir verið
reistur, en logar ekki, vegna þess að ljóskerið
vantar.
Þá nefni ég með nokkrum orðum blaða-
kost þann, er sérstaklega gefur sig að mál-
efnum sjómanna og sjávarútvegsins, þau eru
þrjú: Sjómannablaðið Víkingur, Sjómaðurinn
og Ægir. ,,Víkingur“ er, eins og menn vita,
gefinn út af Farmanna- og fiskimannasam-
bandi Islands, ,,Sjómaðurinn“ af Stýrimanna-
félagi fplands og ,,Ægir“ af Fiskifélaginu.
Það, að blöðin urðu þrjú, í" stað þess að efla,
vanda til og útbreiða eitt þeirra, sýnir það, að
við erum enn eigi svo samlyndir og samrýmd-
ir sem skyldi, hinsvegar er rétt að taka það
fram, að eigi er ólíklegt, að sameining gæti
tekist, ef um það væri rætt. Ég, fyrir mitt
leyti, kysi helzt að svo yrði, og tel það sjó-
mönnunum heppilegast, allra hluta vegna, og
frekar til sæmdar, enda þótt sennilegt sé, að
hvert þessara blaða gæti staðið eitt, fjárhags-
ins vegna, og því eigi af þeirn sökum ástæða
til breytinga. Þótt sjómenn hafi máske mis-
munandi skoðanir á landsmálum, er óhætt að
fullyrða, að þeir eiga mjög mörg og merk
áhugamál, ef þeir gæfu sér tíma, til þess að
leggja rækt við þau, og að þeim ættu þeir að
vinna, sem einn maður. Þótt tími sjómann-
anna sé í flestum tilfellum hnitmiðaður og
þeim annað tamara en að ræða málefni sín í
blöðum, þá er það misskilningur hinn mesti,
að alt sé gott, og öllu sé borgið í höndum ann-
ara. Náttúran sjálf úthlutar sjómönnunum
staðreyndum, en gjörir ekki gælur við þá.
Samhent skipshöfn leysir oft vandasöm störf
af hendi. Samhent sjómannastétt gæti velt
stórum björgum.
Nýtt ár er runnið upp. Við vonum, að okk-
ar blessaða landi verði á því sem mest þirmt,
fyrir ógnum þess hildarleiks, sem háður er í
heiminum. Við vonum, að okkur takist á hinu
nýja ári, að vinna marga sigra, og að þeim,
sem fyrir sorgum verða, auðnist styrkur til
þess að bera þær.
Gleðilegt ár.