Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1942, Page 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1942, Page 8
Aísfaðan fil hins erlenda valds í jólahefti „Víkings" birtist grein eftir sjó- mann, þar sem gerð er tilraun til að dærna um efni októberhefti blaðsins. í grein þessari lýsir höfundur ánægju sinni og velþóknun yfir efni blaðsins yfirleitt, að undantekinni smá- grein nokkurri eftir mig, sem kom þarút einn- ig, undir fyrirsögninni „Frelsi eða þrældóm- ur“. Þarna skiftir algerlega í tvö horn hjá greinarhöfundi, sem kallar sig Sjómann, og kveður svo ramt að óbeit hans og ógleði yfir þessari umræddu grein ininni, að hann vill helzt banna henni rúm í blaðinu, vegna þess að hann telur að slíkar greinar „eigi ekki heima í sjómannablaði“, eins og hann orðar það. Það, hvað eigi heima í sjómannablaði, og hvað ekki, geri ég ráð fyrir að geti verið skiftar skoðanir um, og að um það megi deila endalaust. Því merkjalínan er þar ekki svo glögg, en berist vafasamar greinar blaðinu, þá kemur auðvitað til kasta ritnefndarinnar að úrskurða hvort greininni skuli heimilað rúm í blaðinu eða ekki. Þarna get ég engu um ráðið, en það skal þessi Sjómaður og grein- arhöfundur vita, að því frjálsari sem stefna blaðsins er, þess betra þykir mér það og mun svo yfirleitt um fjölda sjómanna. Mín per- sónulega skoðun á því, hvað eigi heima í sjó- mannablaði er sú, að allt sem snertir líf og hagsmuni sjómannastéttarinnar eigi þar he'ma. Lítur greinarhöfundur máske svo á, að vernd Bandaríkjanna komi sjómannastétt- inni ekki við? Telur hann að stríðið sjálft sé sjómcnnum óviðkomandi, eða hlutskifti ís- lands, meðan stríðið stendur og að því loknu? Ef svo er, þá er auðvitað ekki furða, þótt greinarhöfundur vilji ekki slíkar greinar í sjómannablað. Því öll þessi atriði voru aðal uppistaðan í greininni, og að mínum dómi kemur sjómönnunum þetta við engu síður en öðrum þegnum þjóðarinnar. Sé gengið út frá því, að sjómennirnir séu mennskir menn, sem megi láta í ljósi skoðun sína á mestu alvöru- málum þjóðarinnar og alls mannkyns, eins og aðrir borgarar landsins, þá átti greinin vissu- VÍKINGUB lega heima í sjómannablaði, enda er það svo, að fjölda margir menn úr ýmsum stéttum þjóðarinnar, hafa beinlínis fundið hjá sér hvöt til að þakka mér fyrir hana. Tel ég þetta bera vott um mikla útbreiðslu blaðsins og vinsældir og að greinin hafi átt heima í blað- inu. ILitt er auðvitað ekkert óeðlilegt, þótt allir séu ekki á eitt sáttir um efni það, sem greinin fjallar um, en að ætla sér þá dul að banna hana af þeim ástæðum, í landi þar sem málfrelsi og ritfrelsi er enn í gildi, eru au? • vitað einskærir hugarórar manns, sem ekki er búinn að koma auga á þá staðreynd, að þegar Bandaríkin tóku að sér verndun landsins, þá misti hann og fulltingismenn hans af síðasta strætisvagninum. Ummælum, sem höfð eru eftir Thomas Mann, segist greinarhöfundur vera sammála og telur þau réttmæt, má það þó undarlegt heita, því talsverður hluti greinarinnar spinnst út af þessum ummælum og byggist á því, að þau séu rétt, en þar er þessi greinarhöfundur ósamþykkur og það svo mjög, að hann vill ekki leyfa rúm fyrir greinina og vílar ekki fyr- ir sér að brígsla mér umsvifalaust um undir- lægjuhátt við erlent vald. Vissulega er þetta mjög handhæg aðferð þegar þarf að þagga niður í einhverjum, en það skal greinarhöf- undi sagt í fullri alvöru, að þessi aðferð er þegar orðin svo vel þekt í öðrum löndum, að hún er hætt að hafa þar nokkrar verkanir, en meira um það síðar. Gagnrýni greinarhöfundar virðist í fljótu bragði séð, sprottin af ættjarðarást, er það auðvitað lofsvert þegar hugur fylgir máli. Ættjarðarást í líkingu við þá, sem lýsir sér í orðum og athöfnum Gunnars á Hlíðarenda cg í kvæðum Jónasar Hallgrímssonar er vissu- lega fögur og eftirsóknarverð dyggð, sem flestir íslendingar ættu að hafa fyrir leiðar- stjcrnu, en því miður er reynsla síðari tíma sú, að þeir, sem fremst hafa tranað sér og hrópað um föðurlandsvináttu við öll mögu- leg og ómöguleg tækifæri, eru þegar orðnir

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.