Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1942, Qupperneq 9
þekktir að því í mörgum löndum álfunnar, að
hafa dregið lokur frá hurðum og hleypt hinu
erlenda böðulsvaldi inn um bakdyrnar undir
yfirskyni föðurlandsvináttu. Hver kannast t.
d. ekki við Quislingana, Járnvarðarliðið, Eld-
kross'nn, Munkahetturnar o. s. frv. Þessir
menn allir töldu sig vera föðurlandsvini í
fremstu röð, en verk þeirra hafa því miður tal-
að allt öðru máli. Þessir byltingasinnuðu for-
mælendur hnefaréttar og ofbeldis eru kunn-
ir fyrir það, að stimpla alla miskunnarlaust,
sem undirlægjur við erlent vald, sem ekki hafa
fengist til að dansa eftir þeirra pípu.
Þótt ég að vísu sjái ekki ástæðu til þess að
skipa greinarhöfundi á bekk innarlega í búri
með þessum mönnum að svo stöddu, þá lítur
þó út fyrir, að fjórðungi bregði til fósturs, þar
sem hann grípur til þess ráðs, að bregða mér
um undirlægjuhátt við erlent vald eingöngu
vegna þess að í grein minni kemur fram ótví-
ræð óbeit á ofbeldi og þrælahaldi, en samúð
með þeim sem gegn slíku berjast.
Greinarhöfundur segir: Að andinn í grein
minni sé slíkur, að hann ætti alls ekki að
þekkjast og að ég geti ekki orða bundist af
eintómri gleði yfir því, að Bandaríkin hafa
hernumið land vort o. s. frv.
Þessi hraklegu ummæli um hina miklu
og frjálsu Bandaríkjaþjóð lýsa innræti og
ættjarðarást greinarhöfundar ef til vill betur
en nokkuð annað, sem hann segir í gagnrýn-
inni. Því þegar Bandaríkin komu hingað, þá
var landið þegar hernumið af öðrum ófriðar-
aðilanum en lýst í hafnbann af hinum.
Bretar vörðust vasklega, en þeir stóðu uppi
einir og yfirgefnir að mesiu og höfðu báðar
hendur fullar af erfiðleikum. Allskonar laus-
ingja og ómensku lýður sá sér leik á borði og
hrakyrti þá sem mest fyrir lélega frammi-
stöðu en hin eina sök þeirra var að þeir höfðu
viljað frið og því ekki búið sig undir stríð,
þegar hér var komið var verzlun okkar og
viðskifti í hinni mestu óvissu og útlitið alls
ekki glæsilegt. Það gat því ekki verið úr há-
um söðli að detta hvað sjálfstæði snertir í bili.
Við komu Bandaríkjanna breyttist þetta allt
til batnaðar eins og allir vita. Auðvitað komu
Bandaríkin hingað í þeim tilgangi að styrkja
málstað Breta, og sinn eigin, svo og allra lýð-
ræðisþjóða í heiminum, íslendinga líka. Að
stimpla Bandaríkin sem árásar- eða ágengn-
isþjóð gagnvart okkur, dettur engum í hug
nema forhertum Nazistum.
Ég fyrirverð mig ekki fyrir að gleðjast yfir
komu Bandaríkjanna hingað, eins og málum
var komið. Það mun tryggja afkomu lands-
ins meðan stríðið stendur og eins á eftir.
Bandaríkin og Bretland munu tryggja sjálf-
stæði okkar að stríðinu loknu og efna öll sín
loforð við okkur í hvívetna. Báðar þessar þjóð-
ir eru sjálfkjörin verndarríki smáþjóðanna,
hjá báðum þeim og í öllum löndum, þar sem
Engilsaxneskar þjóðir búa, stjórnar mannúð-
in gerðum manna fremur en víða annarstað-
ar. Þar er einnig þolinmæði manna og virðing
fyrir skoðunum annara meiri, ósannaðar öfg-
ar og ofstækisfullar kenningar fá þar lítinn
byr, og er undirstaðan öll hin traustasta. í
stuttu máli, menningin í þessum löndum er
komin á eftirsóknarvert stig þegar miðað er
við flest önnur lönd, en stendur þó síl'ellt til
bóta, en með menningu er hér átt við samfé-
lag manna sem stjórnast af almenningi og á-
liti hans, harðneskja ógnarstjórn og hvers-
konar ólöglegar aðgerðir og framferði verður
að víkja, en fulltrúar sem kosnir eru af al-
mennum borgurum landanna setja lög og
reglur þjóðfélaginu og þegnunum til öryggis
og velfarnaðar. í skjóli slíkrar menniugar
dafnar gott og göfugt hugarfar, velmegun og
frjálsræði í athöfnum og í ræðu og riti, hver
einstaklingur fær að ujóta krafta sinna og
hæfileika í leit sinni að hamingjunni og í fram-
þróunaráttina innan þeirra takmarka og þess
ramma sem almenningsálitið vill vera láta.
Verkefni menningarinnar er því að móta og
hemja hið ráðandi vald og gera það almenn-
ingi auðsveipt og undirgefið, í stuttu máli al-
menningsálitið er hið ráðandi vald. Þetta dýr-
mæta vald almennings yfir sínum eigin mál-
efnum er öflugast að mínum dómi meðal Eng-
ilsaxneskra þjóða og var það líka um öll Norð-
urlönd til skamms tíma en af skiljanlegum
ástæðum hafa sum þessara landa helzt úr
lestinni í þessu tilliti.
Að aðhyllast þessa lífsskoðun er að dómi
greinarhöfundar undirlægjuháttur við erlent
vald. Andinn í skrifum sem sprottin er af
samúð með þjóðum sem byggja menningu sína
á jafnréttis- og lýðræðisgrundvelli er slíkur
að hann ætti alís ekki að þekkjast, segir þessi
gagnrýnandi greinarhöfundur.
í algerri mótsetningu við samfélag þeirrar
menningar sem áður um getur, er auðvitað
einræðið sem býður almenningsálitinu byrg-
inn og virðir það að vettugi. Sú menning byggir
vald sitt og afkomu alla á nægum fjölda skrið-
dreka og steypiflugvjela og síðast en ekki sízt
ótclulegum fjölda skipulagðra hugsjóna-
snauðra, auðmjúkra og ánauðugra þræla.
Þetta vald á engan tilverurétt, því það er í
raun og veru svartidauði menningarinnar,
9
VÍKINGUR