Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1942, Síða 19
vél. Efnið kom í aprílmánuði, en þótti ærið ólempið,
því allt var það ótiltelgt nema kjölefnið. Efni í stefni
og bönd var sent í þeim lengdum, sem beðið var um,
en með berki og kvistum, eins og' það var höggvið úr
skóginum. — Mér þótti illa hafa tekist frammistaðá
þeirra, sem fyrir þessu stóðu, og vildi ganga frá kaup-
unum, en mér þótti óvirðing að bregðast gamla rnann-
inum, þegar til kastanna kom, og' létum við strax Ás-
mund og Jón hefja smiði bátsins, og útveguðum þeim
mann til aðstoðar, Jón Jónsson stýrimann, sem al-
vanur var bátviðg'erðum og smíðum. Einnig fengum
við Helga Elíasson smábátasmið á Isafirði þeim til
aðstoðar, og tókst þeim svo greiðlega með verkið, að
í ágúst sama ár var því nær lokið.
Bátur þessi var að mestu byggður sem sexæringur
nema nokkuð gildari og þétt bentari og að öllu veiga-
meiri. Kjölur, stefni, lestarkarmar, skammdekk og
krikjur úr góðri eik, einnig' þilfar. Byrðingurinn var
að mestu leyti úr venjulegu sexæringsefni, en þó
nokkur umför í botni eintommu þykkt og allgott efni.
Ge ta má þess, að vel var verkið af hendi leyst, og á
ótrúleg'a skömmum tíma, þegai' tekið er tillit til nú-
tíma vinnuhi-aða, og þess, að allir innviðir bátsins
voru handsagaðir, heflaðir og' höggnir, og margt af
því, sem þurfti til bátsins var ekki fáanlegt á staðnum.
Svo sem nógu fíngerðar blakkir o. f 1., sem þótti henta
svo tiltölulega litlu skipi. En allt þetta smíðaði Jón
stýrimaður af miklum hagleik og snilld.
Umboðsmaðui' vélar þeirrar, sem við ætluðum að
kaupa, var faktor Tangs, S. Nielsen, og hafði verið
hugsuð 6 hestafla vél. Mér voru nú faldar fram-
kvæmdir í því máli og' hugsaði að hafa vélina ekki
minni en 10 hestöfl, stærri vélar voru þá ekki fram-
leiddar, sag'ði Nielsen. Ég' fékk talsverðar ádrepur hjá
ýmsum óviðkomandi mörmum, fyrir að ætla að hafa
vélina svo kröftuga. Álitu þeir, að hún myndi rífa
bátinn utan af sér, og skilja mannskapinn eftir á botn-
inum, þar sem hann væri kominn. Ég var á öðru máli,
því ég hafði tekið það vel eftir vél Árna, að ég vissi
að alltaf var hægt að hemja gang'inn í henni, og því
myndi ég hafa vit á.
Um haustið kom vélin, og' fylg'di henni maður frá
verkstæðinu. Ungur að vísu, en eitt hið mesta lipur-
menni og þar eftir hugkvæmur, og- vorum við að því
leyti heppnir. Guðmundur Sveinsson, sem var kaupm.
vildi nú hafa verzlun af bátnum, og lét Jakob útvega
sér steinolíu til brenzlu fyrir bátinn. Auðséð var að
g'leymst hafði að taka til tegundina, því hingað var
send rússnesk olía lélega hreinsuð, fylg'di reikningur
með og sýndi að fatið kostaði 20 krónur. Til að sýna
fávizku manna og þekkingarleysi í þessum sökum, þá
hafði engum hugkvæmst að vélin þyrfti annað til neyzlu
en steinolíuna eina, því hvergi var hægt að fá smurn-
ingsolíu eða koppafeiti, og komumst við strax í vanda
við að fá þessar nauðsynjar. Vélinni fylg'du aðeins
nokkrir lítrar af hverri tegund fyrir sig'.
Jessen hét maður sá, sem sendur hafði verið með
vélinni, og reyndist hann hinn prýðilegasti. Við kom-
um bátnum af stað frá Hnífsdal, mig minnir 8. nóvem-
ber 1902, og var hann nefndui' Ingólfur Arnarson, og
19
hyg'g' ég hann vera fyrsta þiljaða bátinn sem smíðaður
var undir vél hér á landi.
Lítil breyting varð á veiðarfærum fyrstu árin, erf-
itt var að fá breytt til betra efnis eða sverari línu en
hér var almennt notuð. Ég, sem fyrstur varð til að
sækja á dýpri, straummeiri, og sjóþyngri mið, var tal-
inn argasti heimskingi, að hugsa til að fá fisk á sver-
ari linu, en tveggja punda fæi'i, sem þá þekktust að-
eins í Bolungarvík, en varla í inn Djúpinu.
Þennan fyrsta vetur minn á Ingólfi Arnarsyni, kom
þetta ekki svo mjög að sök, því frameftir vetrinum á-
ræddi ég ekki að fara mjög lang't á haf út, sökum þekk-
ingarskorts á vélinni, reynzluleysis, beituskorts og
vöntunar á einu og öðru, sem okkur var að vanbúnaði
í byrjun. XJrðum við að þreyfa fyrir okkur hvernig
hentugast væri að haga sér við lag’ningu Jínunnar.
Henni var t. d. alltaf kastað út á stjórfiborða. Brátt
varð okkur ljóst að slíkt var óg'erlegt í hvassviðri. Lín-
an vildi fjúka inn á lagningsmanninn, niðurstaðan
flækjast í skrúfuna o. s. frv.
Ekki var þá þekkt að bátar væru upplýstir stafna á
milli. Enginn hafði réttan áttavita, þó nokkrir hefðu
reyndar áttavita með. Við áttum að hafa einhverja þá
beztu tegund sem þekktist, og reyndum við að hafa
tvo til samanburðar, aftur á og frarn á, en helzt var
hvorugum að treyzta. Varð því að hafa nákvæmar
gætur á vindi og sjó, og setja vel á sig hvar áttavitinn
var stöðugastui' á striki í björtu veðri, og' láta svo guð
og lukkuna ráða þegar dimmviðri var. Það, sem hjálp-
aði oftast landtöku okkar hér við Djúpið var jafn-
vindið, ef ekki var farið of nærri hlíðunum, því sjald-
an var svo hatröm ótíð að vindur stæði ekki nokkui'n-
vegin af sömu átt meðan sig'lt var tii lands. Mest var
hættan, að mér virtist, meðan ég' var einn með þenn-
an stærsta mótorbát, að ljóslausu árabátunum, sem
vildu reyna að ná tali af okkur og lágu fyrir okkur í
línu við stefnu okkar. Var þetta mikil plága á menn
þá er með mér voru, því allan tímann til lands urðu
þeir að standa uppi til eftirlits, og það oftast sinn á
hvort borð þeg'ar mug'ga var, eða dimm suðaustan
spýja, eins og oftast var þessa fyrstu vetur, sem ég var
hér formaður. Dyggasta af mönnum mínum við eftir-
litið álít ég þessa menn mína hafa verið : Bjarna frá
Hóli, Hallgrím Jónsson frá Svínaskóg'i, og' Guðjón
Helgason föður Ingvars Guðjónssonar. Þótt allri sem
hjá mér voru, hafi verið hinir trúverðugustu menn, og'
eig'i miklar þakkir skilið fyrir skarpskyg'gni og aðstoð
við hina ýmsu, sem við drógum að landi á leiðum okk-
ar hér með hliðunum. Það voru fá kvöldin sem við
töfðumst ekki af þeim ástæðum, lcomum oft ekki fyr
en síðastir þótt hefðum getað orðið fyrstir allra. Kom
þetta oft hart niður á hásetunum, ef batnaði veður
þegar heim var komið, og' hægt var að fara á sjó næsta
dag'“.
Þetta sagði Ingólfur Jónsson og þannig voru
kynni hans af fyrstu mótorbátunum á morgni
hinnar nýju aldar. Sjálfur var hann einn af
brautryðjendunum, en störf þeirra eru sjald-
an að fullu metin. Ingólfur eyðir nú ævikvöldi
sínu, sem illa launaður „pakkhúss“-vörður. —
VfKINGUR