Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1942, Side 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1942, Side 20
Árni Gíslason varð yfirfiskimatsmaður í Vestfirðingafjórðungi og hefir aukið vinsæld- ir íslenzks þurfiskjar í neyzlulöndunum. Nú tók við hver mótcrbáturinn af öðrum. Það var eins og gripi menn mótor-æði. Vél- ar og bátar tóku miklum framförum. Margir framúrskarandi menn komu fram á sjcnar- sviðið, sem áttu ef'tir að hefja íslenzka sjó- mannastétt til vegs og virðingar. Karl Löve. Næstur með þilfarsbát varð Karl Löve. — Hann hafði um tíma verið formaður með ,,Cæsar“ konsúlsins, og átti hann víst sjálfur síðast, en keypti síðan bát, sem keyptur var af heimastjórnarmönnum á ísafirði. Var fyrst retlunin að setja í hann dálitla gufuvél, en aldrei varð af því. Með honum í kaupunum var Helgi Sveinsson síðar bankastjóri, en hann var þá orðinn umboðsmaður ,,Alpha“- mótorsins og var sú vél sett í bátinn og reynd- ist vel. Bátur þessi hlaut nafnið ,,Harpa“, með hann var Karl í nokkur ár, þangað til hann keypti ,,Huldu“, sem enn er við lýði á Þing- eyri. Hún var byggð í Lysekil í Svíþjóo og var um tíma stærsti mótorbáturinn á landinu. En bátar fóru nú ört stækkandi, og er það engum manni eins mikið að þakka og Karli Löve. Hann var aflamaður rnikill og vildi ekkert hafa nema það mesta og bezta, og var alltaf að láta smíða handa sér ný og meiri skip. ,,Freyju“ (hina minni) í Friðrikshöfn 1909, ,,Gylfa“ 1913, ,,Þórð kakala“, ,,Kak- alann“, báta, hverjum öðrum stærri. K;ýrl var mikill fyrirmyndar skipstjóri með hirðu- semi og alla skipstjórn. Úr þeim skóla eru margir hinir nýtustu skipstjórar komnir. Hafi fyrstu mótorbátarnir valdið byltingu, þá varð önnur bylting ekki minni, þegar „stóru“ bátarnir komu í upphafi heimsstyrj- aldarinnar. Fyrstir þessara báta voru ,,Gylfi“ Karls Löve, „Sæfari* Karvels Jónssonar og VÍKINGUR Karvel Jónsson. Sigurðar iÞorvarðsscnar í Hnífsdal og ,,Freyja“ Karls Olgeirssonar. ,,Freyja“ var stærst, byggð og mæld í Gautaborg 33 smál. ,,Sæfari“ og ,,Gylfi“ voru teiknaðir á iisafirði af Kristjáni Petersen, en „Freyja“ éftir fyrir- sögn Ingólfs Jónssonar, sem sendur var utan til að hafa eftirlit með smíði skipanna þriggja. Þegar skip þessi brunuðu í fyrsta sinni inn sundin á ísafirði, ætlaði fagnaðarlátunum aldrei að linna, fólkið fann að það var að verða breyting á högum þess. Að hinir stóru bátar boðuðu nýja og betri tíma. Eftir þetta bættust um tíma við nýir og stærri bátar, á hverju ári. Árið 1915 voru fimm skip smíðuð í Noregi, Leifur, Snarfari, Sverrir, Bifröst, Kári og síðan hver af öðrum. Bátar Karls og Jóhanns, Sjöfn, Frigg og Eir og bátar Magn- úsar Thorbergs, ísleifur og Harpa, ennfrem- ur Sóley, Garðar, Kveídúlfur, Eggert Ólafs- son og Rask sem mun hafa verið kominn nokkru fyrr. Þetta var floti, sem valcti hrifn- ingu, hvar sem hann kom og færði þjóðar- búinu miklar telcjur. Þorstemn Eyfirðinyur. 20

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.