Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 19
GÖMUL SKIPSHÖFN
Skipshöfnin á séglskipinu „Bolla“ frá ísafirði, sumariS 1899.
Sitjandi, taliS jrá vinstri:
1. Ólafur GuSbjartur jónsson, skipstjóri op; bóndi í Haukadal í Dýrafirði. Ólafur var fæddur 25. maí 1861, andaðist 28. okt.
1942. Ilann kvæntisl 12. scpt. 1887 Gíslínu Jónínu Guðniundsdóttur bónda á Gemlufalli Natbanaelssonar. Gíslína dó 29. júní
1892, og lifði Ólafur Guðbjartur ekkjuniaður alla slund siðan.
Ólafur Guðbjartur Iærði sjómannafræði bjá Kristjáni Andréssyni i Meðaldal. Gcrðist hann fyrst skipstjóri frá isafirði
á útveg Ásgeirsverzlunar og var það í mörg ár. Síöar var liann skipstjóri á eigin útveg frá Þingeyri. Hann liætti sjó-
inennsku árið,1916.
Ólafur Guðbjartur var tápmikill dugnaðarmaður á sjó og landi og afburða skipstjórnari.
2. Markús Arnbjörnsson stýrimaður, þurrabúðarmaður og koparsmiður á Móuin í Keldudal í Dýrafirði. Ilann mun bafa
verið um 15 ár stýrimaður, ávallt hjá Ólafi Guðbjarti. Markús var hagur á allau málm, einkum kopar, smíðaði margt og
renndi úr opar. Markús liafði líkamsbnrði litla en vann allt af viti og hagsýni. Hann var lágur vexti og skoleygur, afar
næmur á allan alþýðufróðleik, ættvísi, sögur og skáldskap, einkum rímur. Kunni hann heilar rímur frá byrjun til enda og
þuldi og kvað við línu og stýri, oft án afláts. Var Markús vel að sér i Eddu og fornu skáldamáli, hinn mesti skýrleiksmaður,
en torráðinn ókunnugum.
Markús var fæddur á Ilakka í Þingeyrarlircppi 24. sept. 1853, andaðist 24. maí 1936. Kvæntur var hann Guðmundu
Ólafsdóttur, — hins cldra — Péturssonar, bónda á Hofi.
Standandi, taliS jrá vinstri:
3. Jón Bjarnason, síðast verkamaður á Þingeyri, kvæntur Aniku Guðmundsdóttur. Þau bjón eru bæði látin fyrir nokkrum árum.
4. GuSmundur Jónsson frá Tungu í Skululsfirði, síðar skipstjóri í mörg ár á m.s. Freyju frá Isafirði. Nú skipstjóri á línu-
veiðaranum Freyju frá Rcykjavík. — Guðmundur frá Tungu er alkunnur meðal sjómanna. Hann liefur alla stund verið
kappsfullur atorkumaður og dæmafár aflagarpur.
5. Svcinn Ágústsson. Hann var ættaður frá ísafirði. Sveinn mun hafa orðið trésmiður í Reykjavík.
6. Brynjólfur Einarsson. Hann sigldi til Danmerkur og kynnti sér landbúnað. Gerðist síðan bóndi á Brekku á Ingjaldssandi
og Lækjarósi og Klukkulandi í Dýrafirði. Kvæntur Sigríði Brynjólfsdóttur og átti með henni 12 börn. Brynjólfur lifir
enn á Þingeyri.
7. Kristján Jóhanncsson, mesti fiskimaðurinn uin borð. Ilann var sonur Jóhannesar Guðmundssonar, bónda á Ilólum, Guð-
mundssonar á Hofi, Björnssonar. Kristján var óskilgetinn. Móðir hans var Unnur Arnbjörnsdóttir, systir Markúsar stýrimanns.
Kristján Jóbannesson varð síðar skipstjóri á „Síldinni" frá ísafirði, en hún fórst með allri áböfn sumarið 1911.
8. Stcfán GuSmundsson, nú bóndi á Ilólnm í Dýrafirði. Stefán varð skipstjóri á ýmsum skipum frá Þingeyri, og meðeigandi
Ólafs Guðbjartar í útgerðarfélagi. Stefán er tvíkvænlur og ó margt barna.
9. Mikael Þorláksson, matsveinn, fæddur 29. sept. 1863, er enn á lífi í Hrauui í Keldudal, nær 82 ára að aldri. Mikael var
niörg ár með Ólafi Guðbjarti, ýmist háseti eða matsvcinn. Hann var inágur Markúsar stýrimanns, átti fyrir konu Unni
Arnbjörnsdóttur.
VlKINGVR
215