Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 20
Hvað er þetta maður! Ætlar þú að reka pensilinn inn úr skipinu! Óbein afleiðing. Jón: Hvernig líður þér efitir fylliríið í gær? Sigurður: Ágætlega, þakka þér fyrir, en konan mín er hás. ★ Kennarinn: Hvað er sá maður kallaður, sem segir annað en honum býr í brjósti? Nemandinn: Kurteis. ★ Maður hafði orðið fyrir því hvað eftir annað, í spor- vagni í Lundúnum, að stolið var pcningaseðlum úr veski í brjóstvasa á frakkanum hans hnepptum. Iíugsaði hann sér nú að gera þessum fimu vasaþjófum grikk, og læt- ur í veskið í peninga stað bláan pappírssnepil með þessum orðum á: „Lar greipstu í tómt, þorparinn!“ Þegar hann kom heim og opnar veskið, er þar kominn hvítur seðill í stað liins bláa, og á honum stendur Xógu fyndinn, dóninn!“ ★ Hún: Þau eru trúlofuð, hann Jón og hún Guðrún, en ætla að halda því levndu. Guðrún trúði mér fyrir því. Ilann: Já ég veit það. Jón trúði mér fyrir því. ★ Páll. Hva'ð er að sjá þig, Jens? Þú ert allur rifinn og bitinn og klóraður í framan. Rétt einu sinni liefur þú fengið þár of mikið í staupinu! Jens: Nei, þetta er eftir hundinn minn. Eg kom ófull- ur lieim í gærkvöldi og hundskrattinn þekkti mig ckki. ★ Skildu þeir frönskuna hjá j)ér í París? — Já hvert orð, þangað til ég ætlaði að fara að prútta; þá skildu þeir ekkert. ★ Tumi litli: Segðu mér eiuhverja sögu, elsku frændi minn. Frœndi: Um hvað helzt? Tumi: Til að mynda um lítinn dreng, sem átti sér dæmalaust góðan frænda, sem gaf honum fyrir n:iða á bíó. ★ A FRIVA Móðirin: Iívaða óskapleg ólæti og háreysti er jaetta, krakkar? Sigga litla: Uss, þaö er ekkert, mamma mín. Við böf- um bara lokað liann afa og hana önnnu inni í stofuuni, og þegar j)au eru orðin nógu vond, ætlum við að leika „að fara inn í úlfabælið“. ★ Pétur: Á ég að segja þér fréttir? Konan mín lieíur ekki skammað mig minnstu vitund í fullan hálfan mánuð. Páll: Það er svo. Hvenær er hennar von heim aftur? ★ Hjónabandið líkist botnvörpu. Þeir, sem inn eru komn- ir, vilja komast út, og })eir sem úti eru, vilja komast inn. ★ Eilífð er afstætt hugtak. Á máli guðfræðinga merkir það tíma, sem hvorkl hefur upphaf né endi. I munni elskenda er })að eitt missiri, á vörum móðursjúkra kvcnna fimm mínútur. ★ „Gaman er að bömunum“, sag'ði karlinn. Hann átti sjö fífl og áttunda umskipting. ★ Hver er þyrnirinn í aldingarði elskendanna? Tengda- móðirin tilvonandi. ★ Úr prédikun eftir séra Þórð í Beylcjadal. „Hann Jón hérna í kotinu átti sér hest, góðan rcið- hest. Og þegar hann var búinn að ala hann í vetur og í fyrra vetur og veturinn þar áður, þá reið.hann honum til kirkjunnar, og þá var hann svo ólmur, að hann réð ekki við hann. Og þegar liann kom upp með ánni, sá hann örn og lax, og örninn var fastur með fótinn í laxinum, og laxinn vildi rífa undan honum lærið. Góðir bræður! Svona fer djöfullinn með oss. Þegar við erum búnir að ala liann í vetur og í fyrra vetur og veturinn þar fyrir, meinið þér ekki að hann vilji })á rífa undan oss hið andlega lærið ?“ ★ Séra Þórður átti einu sinni að veita aflausn manni þeim, sem Ingimundur hét. Ingimundur hafði gerc sig sekan um það að stela lambi. I aflausnarræðunni á séra Þórður að hafa sagt' „En að þú, Ingimundur, skyldir taka svo lítið lamb, svo stór maður! Þér hefði verið nær að taka stóran sauð!“ ★ Ólafur smiður í Kalastaðalcoti þótti maður svarakald- ur. Konu Ólafs langaði mjög til að láta son þeirra læra til prests. Eitt sinn, er hún flutti það mál við rnann sinn, svaraði hann: 216 VtKlNGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.