Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 34
sér gæði amerískra togara og kostnað við smíði
þeirra. Áður höfðu borizt margháttaðar upp-
lýsingar frá sendiráðinu í Washington. Hefur
þessum athugunum verið haldið áfram fram á
þennan dag og eru nú fyrir hendi föst thboð
um smíði mai'gra togara í Bandaríkjunum. Eigi
hafa enn verið teknar neinar ákvarðanir um,
hvort tilboðum þessum verður tekið, þar sem
verðlagið er allhátt og eigi nægilega upplýst,
hvort togarar smiðaðir í Ameríku, henta ís-
lendingum eins vel og þeir sem smíðaðir eru í
Bretlandi.
f síðastliðnum mánuði fóru þeir Helgi banka-
stjóri Guðmundsson, Gunnar skipamiðlari Guð-
jónsson og Oddur útgerðarmaður Helgason ut-
an, að tilhlutun Nýbyggingarráðs, til þess að
athuga möguleika á skipabyggingum í Svíþjóð,
Danmörku og Englandi. Var Ólafur skipaverk-
fræðingur Sigurðsson í för með þeim, sem sér-
fróður ráðunautur. Enn liggja eigi fyrir nendi
fullkomnar upplýsingar um verðlag og afhend-
ingartíma í Svíþjóð og Danmörku. Iiins vegar
hefur nefnd þessari tekizt að fá föst verðtiiboð
í allt að 30 skip frá Englandi, er afhendist fs-
iendingum ýmist á árinu 1946 eða fyrir mitt
árið 1947. Verðtilboð þessi eru frá fimm aðal-
togarasmíðastöðvum í Bretlandi, og gegn því
að kaupandinn sé einn og sami aðili.
Stærð skipanna er enn ekki endanlega ákveð-
in, en verður frá 140—170 fet, með gufuvél eða
dieselvél, eftir því sem íslendingar óska. Er
ætlast til, að um það verði samið endanlega á
næstunni.
Verð stærstu skípanna er 1,8—1,9 millj. kr.,
og hinna í hlutfalli við það.
Þar sem tilboð þessi eru háð því skilyrði, að
kaupandinn sé einn og að tafarlaust verði geng-
ið að þeim eða frá, hefur þótt nauðsynleg*;, að
ríkisstjórnin tæki málið í sínar hendur og yrði
samningsaðili. Hefur ríkisstjórnin heimilað
nefndinni að ganga frá þessum kaupum og
sjálf hefur stjórnin aflað sér nauðsynlegrar
heimildar í þessu skyni með bráðabyrgðalögum,
er út voru gefin 23. þ. m.
Ríkisstjórnin vill benda á og vekja á því al-
veg sérstaka athygli, að með þessari ráðstöfun
hefur þó eigi enn tekizt að tryggja íslending-
um kaup á umræddum 30 togurum, heldui' er
hér aðeins um að ræða samning við hlutaðeig-
andi skipasmíðastöðvar. Hvort tekst að fá skip-
in, veltur á því hvort brezk stjórnarvöld heimila
að skipin verði byggð fyrir íslendinga, — en
eins og áður er fram tekið, htfur hingað til að-
eins fengizt leyfi til að láta smíða fyrir fs-
lendinga sex togara í Bretlandi. Góðar horfur
virðast þó vera á því að viðbotarleyfi fáist.
Enn er ekki hægt að segja með vissu hvernig
málinu lyktar, en unnið er að því að afla nauð-
Sjávorbofn
heimshafonna rannsakaður
í Gautaborg í Svíþjóð er verið að undirbúa
vísindaleiðangur, sem hefur það markmið, að
rannsaka sjávarbotnxnn í hinum þremur úthöf-
um heims.
Formaður þessa leiðangurs verður prófessor
Hans Petersson, forseti Haffræðilegu stofnun-
arinnar í Gautaborg og ennfremur munu margir
aðrir vísindamenn taka þátt í honum. Meðal
þeirra, sem afskipti hafa af málinu, er dr. Börje
Kullenberg, sem ásamt prófessor Petersson
gerði uppdrætti að sænsku tæki, sem nota má til
þess að ná sýnihorni af jarðlögunum allt að 18
metrum undir sjávarbotni.
Athuganir á þessari botnleðju, en sú elzta er
talin vera margra milljón ái'a gömul myndun,
er álitið að geti gefið hugmynd um veðurlag og
eldgosamyndanir iiðinna alda.
Það er einnig álit ieiðangursmanna, að á
þann hátt megi komast fyrir um breytingar,
sem hafa átt sér stað á sjávarbotninum og enn-
fremur verði af henni lærð saga hinnar fornu
Atlantshafssléttu, sem dýr og jurtagróður flutt-
ist eftir, heimsálfa á milli, áður en hún hvarf
í hafið. Líffræðilegar rannsóknir verða einnig
gerðar á yfir 6000 metra dýpi, en dýralíf á því
dýpi er algerlega óþekkt ennþá.
synlegra leyfa brezkra stjórnarvalda“.
Síðan þessi tilkynning var út gefin, hafa þau
tíðindi borizt, að fengið sé leyfi brezkra stjórn-
arvalda til smíða hinna 30 togara.
Þessi frétt frá ríkisstjórninni flytur mikil tíð-
indi og góð. Komi engir óvæntir erfiðleikar í
veginn, benda allar líkur til þess, að endur-
nýjun togaraflotans taki mikium mun skemmri
tíma en við mátti búast. Á ríkisstjórnin nnklar
þakkir skilið fyrir árvekni og dugnað í þessu
stórmáli.
Því hljóta sjómenn að treysta, að svo vand-
lega verði gengið frá samningum öllum, að
skipin verði eins fullkomin í smáu sem stóru,
sem framast er kostur. Má í því sambandi eink-
um benda á að íbúðir skipverja þurfa að vera
bæði stórar og vandaðar. Það er alkunna, að
Englendingar hafa jafnan gert mjög lágar
kröfur í þeim efnum. Við Islendingar eigum
ekki að apa þá ómenningu eftir þeim.
Megi svo fara að togarakaup þessi verði Is-
lendingum öllum til gæfu og farsældar!
230
VlKlNGUR