Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 35
JUL NERLAND:
g eymir
engu
Smásaga
BæÖi yfirmenn og óbreytlir hásetar á „Mary“ höföu
brosað í kampinn í fyrsta skiptið seni þeir sáu Berg.
Og satt að segja voru það engir. undur þótt brosað
væri. Því að Bergur var ólíkur öllum mönnum öðrum.
Það var ofvöxtur í öllu, sem honum heyrði til. Hæðin
var hvorla meira né minna en tveir metrar, þegar mælt
var frá skósóla uúmer 46 og upp að ljósu faxinu á kolli
hans. Handleggirnir voru eitts og girðingarstaurar.
Hnefamir líktust stórum sleggjum. Hann hefði getað
borið heilt hús á herðunum.
Það er víst föst regla hjá Móður náttúru, að veita
öllum stórum og sterkum mönnum góðlyndi og jafnaðar-
geð í vöggugjöf. Bergur hafði eltki farið varhluta af
þeim eigindum. Hann brosti alltaf. Iívort heldur var
árla morguns eða síðla kvölds, hvemig sem á stóð og
hva'S sem um var að vera, — ævinlega brosti Bergur.
Hann gekk að hverju starfi eins og þaÖ væri ljúfur
og skemmtilegur leikur. Og þegar strákarnir úr eldbúsi
eða af dekki ætluðu að fá hann til að skipta skapi, —
Leiðangurinn verður að likindum ekki far-
inn fyrir vorið 1947. í hitabeltinu fara rann-
sóknirnar fram aðallega á svæðinu í kringum
miðjarðarlínu þar sem straumar mætast. Um
Atlantshafið liggur leið leiðangursmanna fram
hjá Cape Verde til hirma sögulegu dýpa þess.
Dýpstu hlutar Atlantshafsins, þ. e. dýpin hjá
Porto Rico, sem talin eru vera a. m. k. 9000
metrar, munu einnig verða rannsökuð.
Á Kyrrahafi verður fyrst og fremst botninn
rannsakaður kringum Hawai-eyjar, síðan verð-
ur haldið áfram til Mindanao, en þar hafa verið
mældar einhverjar mestu dýptir heimshafana,
10.500 metrar. Síðan mun leiðangurinn halda
yfir Indlandshaf til strandar Afríku og þaðan
verður svo snúið heim til Svíþjóðar gegnum
Rauðahafið.
Vísindaleiðangur þessi mun taka a. m. k. 15
mánuði og vísindaleg vinna úr gögnum hans
önnur tvö ár. Leiðangur þessi hefur að miklu
leyti verið gerður mögulegur fyrir stórgjafir
einstaklinga, sem staðið hafa straum af undir-
búningskostnaðinum. Útgerðarfélög í Gauta-
borg hafa afheiit leiðangursmönnum æfingar-
skipið „Albatross“, eign Broström-félagsins, til
afnota í ferðina. (Vísir).
rÍKINGUR
strákar fremja strákapör jafnt á sjó og landi, — brosti
Bergur við þeim hinu breiðasta brosi. Og þeir stein-
hættu svo vonlausum tilraunum.
Bergur var enginn kjafcaskur. Ilann var það sem
kallað er „hóglátur" maður, og bátsmaðurinn, sem þótti
fremstur mannþekkjari á skipir.u, fullyrti eftir nokkurra
daga athugun, að Bergur væri einnig góSur maður.
„Lítið þið bara á köttinn“, sagði bátsmaður. „Hefur
nokkur kjaftur hér um borð fengið að klappa kattar-
kvikindinu eð strjúka því aadartak um bakið? Nei, pilt-
ar. Ivisa læðist burtu strax og hún sér okkur nálgast.
En lítið þið á Berg! Þegar er hún heyrir í honum
þrammið labbar hún til lians og nuddnr sér upp við
hann. Og svo malar hún og ekur sér af ánægju. Hýrin
skynja það langtum betur en við mennirnir, hverjum er
að trevsta. Þeim missýnist aldrei um slíkt. Munið þið
það!“
Smávægilegur matarþjófnaður með tilheyrandi jnn-
brotum eru næstum því einu viðburðimir sem fyrir koma
um borð í vörudalli á leið hans yfir heimshöfin. Land-
krabbi myndi að vísu segja að alltaf gerðist eitthvað
nýtt á vöku hverri. Sleðinn mjakast yfir hafið, mílu
eftir niílu. Langt utan við sjónbaug, einliversstaðar úti
í hinu óséða er höfnin, -—1 takmark ferðarinnar.
Sjómenn eru sjaldan forvitnir um hagi nýkominna
félaga. Hinir nýkomnu eru ekki spurðir í belg og biðu
hvaðan þeir komi og hvað þeir hafi gert áður. En vilji
nýliðinn sjálfur leysa frá skjóðunni, er hann viss um
að fá nóga hlustendur á frívaktinni.
Bergur matrós var ekki spurður um einkamál sín, og
þar eð hann sagði ekki aukatekið orð um þau efni sjálf-
ur, liöfðu skipverjar enga hugmynd um sögu liins nýja
félaga. Þeir gátu sér þess til, að hann væri kvæntur,
því að á þilinu yfir rekkju hans hékk stór mynd af
ungri, gerðarlegri konu, með lítinn, broshýran telpu-
krakka í fanginu. Og telputátan hafði saina blíðiynda
augnasvipinn og Bergur, og brosti nákvæmlega eins og
hann.
Eins.og fyrr segir, skeður sjaldan neitt á flutninga-
dalli í hafi, og „Mary“ gamla var engin undantekning.
Þangað til Bergur kom um borð. Eftir það rak hver
viðburðurinn annan.
Ævintýrin hófust á þann hátt, að káetudrengurinn
tók upp á því einn góðan veðurdag að detta útbyrðis,
þegar hann var að bardússa citthvað frammi á bógnum.
í sömu andrá heyrðist öskur mikið, svo að jafnvel
meistararnir í vélarrúminu krukku skelfdir við. Það
var Bergur sem æpti. Skipstjórinn stóð í brúnni og
231