Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 37
til hafnar Frá hafi Eimskipafélag íslands hefur nýlega samiS við hina alkunnu skipasmíðaverksmiðju, Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn um smíð tveggja vöruflutningaskipa. Yerða skip þessi 2600 smálestir hvort. Farþegarúm verður lítið í skipum þessum, enda er það lögum sam- kvæmt mjög takmarkað í vöruflutningaskipum. Eimskipafélagið liefur þegar fengið samþykki verzl- unarráðuSneytisins danska og al])jóðastofnunar hmna sameinuðu þjóða til þessara skipakaupa í Danmurku, en án samþykkis þeirra aðila var ekki hægt að fá skipin smiðuð. Eimskipafélág Islands á að sjá um útvegun á stáii til skipanna. líefur fengizt loforð Bai'.daríkjastjórnar fyrir háreistar og áður. Þó mátti sjá margan háan kamb og hvítan skafl í broti. „Erum við hér allir?“ Skipstjóri horfði áhyggjufullur á hópinn. „Berg vantar ennþá“. Það var káetudrengurinn, sem hafði tekið eftir því að bjargvættur hans var ekki meðal skipverja. Bergur. — Iívar er Bergur? „Hann var hérna rétt áðan“, sagði skipstjóri „Hver déskotinn hefur orðið af manninum?“ Það heyrðist. þungt og silalegt fótatak frammi á skip- inu. Bergur kom ])rammandi í hægðum sínum eftir lág- þiljum og gekk ósköp rólega upp á bátaþilfarið. Honnm lá auðsjáanlega ekkert á. „Afsakið“, sagði hann brosandi, þegar hann sá að eftir sér var beðið. „Eg gat með cngu móti látið brúð- una liennar dóttur minnar drukkra“. „Slakið bátnum!“ kallaði skipstjóri. Báturinn small í sjóinn. Menn voru þögulir allii'. Þeir ýttu frá skipsfjöl. „Mary“ liélt stöðugt áfram að sökkva. Bilið milli hennar og bátsins lengdist óðum. Bátnum var róið í áttina til lands. „Aumingja kisa, sagði emhver. „Enginn mundi cftir kisu“. „Mjá-á . . . heyrðist einhvers staðar í bátnum. Allir litu upp. Þeir horfðu á Berg. Upp úr stóra treyjuvasanum hans Bergs stóð grátt kattarhöfuð. „Jíeja, kisa, saknarðu kettlinganna ])inna?“ Bergur strauk kisu með annari hendinni. Með hinni hendinni tók hann tvo agnarsmáa kettlinga upp úr vasanum hægra megin. „Mór fannst þeir tilheyra áhöfninni“, sagði Bergur af- sakandi. „Eg gat ekki látið greyin drukkna“. Menn litu liver á annan. Það var andartaksþögn. Þá sagði káetudrcngurinn. „Yið hrópum húrra fyrir Bergi“. Fagnandi lirópin bárust út yfir hafið. Þau komu frá hjartanu. Síðan hófst langur og erfiður róður í áttina til lands. útflutningi á stáli þaðan til þessara nota. Er talið að þurfi 1475 smálestir stáls í hvort skip. Svo er ráð fyrir gert, að annað skipið verði full- smíðað í nóvembermánuði 1946, en hitt i febrúar 1947. Er þetta mjög fljót afgreiðsla, eftir því sem við er að búast, og ber að f'agna þessuin tíðindum. Auk þeirra tveggja vöruflutningaskipa, sem Eim- skipafélagið hefur þegar samið um smíð á, hefur það á prjónunum áætlanir um smíð fjögurra annara skipa. Þeim undirbúningi er þó ekki svo langt komið að frá honum sé hægt að skýra eins og sakir standa. Hafin er vinna við mikil mannvirki við Reykjavíkur- liöfn, sem koma munu bátaútvegi Reykvíkinga að góðum notum. Reykjavíkurhöfn lætur gera stóra uppfyllingu vestan hafnargarðsins. Þá er og verið að hefja smíð á athafna- skemmum fyrir bátaútgerðina í bænum. Byggingar þess- ar verða samtals 103 metrar á lengd og 10 metra breiðar. Standa þær vestur á Grandagarði og verða um leið brimgarður fyrir höfnina.. Að undanfömu hefur verið liinn mesti skortur á at- hafnasvæði fyrir bátaútveg Revkvíkinga, og bæta þessar framkvæmdir ])ví úr brýnni ])örf. Yerður húsalengjunni skipt niður í 10 hús, en síðan má bæta við 50—60 jafn- stórum húsum með því að byggja eftir endilöngum garð- inum. Ilafin er smíð myndarlegrar bátabryggju, og miðar því verki vél áfram. Á uppfyllingunni við vesturenda hafnargarðsins er ráðgert að upp rísi stórhýsi, sem Eiskimálanefnd ætlar að koma upp. Er það fryslihús og fiskflökunarstöð. I þeim salarkynnum er og ætlazt til að komið verði upp fiskimiðstöð fyrir bæinn, þar sem fiskur yrði afgreidd- ur til fiskverzlananna. Hxis Fiskimálanefndar verður með stærstu byggingum í bænum. —o— Fertugasti og sjötti þing- og hérðasmálafundur Yestur- Isafjarðarsýslu var haldinn á Flateyri dagana 7. og 8. júlí í sumar. Þar voru samþykktar eftirfarandi tillögur um sjávar- útvegsmál: Sjómannafrœðsla. 46. þing- og héraðsmálafuridur Vestur-ísafjarðai'sýslu skorar á Al])ingi að hlutast til um, að upp vei'ði tekin föst sjómannafræðsla á Isafirði fyrir skipstjóraefni og vélstjóra á fiskibátum. Fundurinn telur nauðsynlegt, að ráðnir séu fastir kennarar til þessa starfs og að fræðslu- starfsemi þéssari sé tryggt húsnæði og önnur kcnnslu- aðstaða. VÍKINGVR 233

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.