Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1948, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1948, Blaðsíða 22
Vilhjálmur Jón Sveinsson Við segl og árar Ýmislegt úr sögu Skagfirðinga á liðnum tímum. V. kafli. Slysfarir og skipskaðar. Þá vil ég segja nokkuð frá skipsköðum, sem orðið hafa frá Skagafirði. Þegar Gísli Andrésson, bróðir Einars skálds Andrés- sonar, bjé á Reykjum á Reykjaströnd, stundaði hann sjóróðra af kappi vor og haust. Haustið 1858 réði hann fyrir háseta hjá sér tvo menn framan úr Húnavatns- sýslu. Var annar þeirra Björn Guðmundsson frá Kúfu- stöðum, þrekmenni hið mesta, tvígildur á ár og sund- maður góður. Hinn hásetinn hét Jón og var Guðmunds- son, vel á sig kominn og sjómaður góður, en það kom í ljós, að hann var einráður og framgjarn hvað tillögur snerti um sjósóknina. Þegar Jón var að flytja sig í verið, eins og kallað var, hóf hann máls á því við fylgdarmann sinn: „Bleik er lestin“. Þegar þeir komu út á svo kallaða Bekki (milli Ingveldarstaða og Reykja), benti Jón norður á Sandvíkina, norður af Reykja- Diskinum, og sagði: „Þarna verður nú gröfin mín í haust". Góður afli var framan af vertíðinni, en fremur ógæftasamt. Kom svo að því, þegar leið á vertíðina, að fiskilaust varð inni í firðinum. Þegar fiskilaust varð inni í firðinum fengu menn uppsátur á Reykjum til þess að geta sótt norður eftir. Þá komu tvær skips- hafnir innan af Reykjaströndinni, og var formaður á öðru skipinu Árni Jónsson frá Innstalandi, aldavinur Gísla Andréssonar. Þegar skipshafnir þessar voru búnar að búa svo um sig, að þær gátu róið daginn eftir, ef veður leyfði, þá hafði borið á því, að Jói /ar eitthvað órórri, en hann var vanur, — einhver . am- keppnis-óró hefur þvingað hann. Menn fóru svo að hátta að kvöldi eftir venju. Jón fór ekki úr fötum. Þegar Gísli kom á fætur nokkru fyrir dag, að gá til veðurs, var Jón búinn að beita mestalla lóðina; var svo lokið við að beita það sem eftir var óbeitt. Jón tók svo þegjandi bjóðið sitt og gekk til sjávar. Gísli sjálfur var eitthvað einkennilega þögull. Hann og hásetar hans fóru svo á stað á eftir Jóni. Árni Jónsson, vinur Gísla, gekk í veg fyrir hann og ávarpaði Gísla þessum orðum: „Ætlarðu virkilega að fara að róa út í svona ljótt útlit! það er ekkert vit í því“. Gísli gegndi því engu; en þegar Gísli og félagar hans komu ofan í fjöruna, var Jón búinn að taka undan bátnum allar skorður, og búinn að ýta honum fram undir flæðarmál. Veður- útlit var mjög ískyggilegt; hríðar-kólgubakki fyrir hafinu, svo heita mátti stórhríðarútlit. Þeir börðu svo norður fyrir Reykja-Diskinn, en aldan var alltaf að stækka, eftir því, sem norður eftir kom. En það þurfti að sækja norður á svo kallaðan Sand, sem er fiskimiðið vestur af Drangey. Loks brast á stórveður með kafaldi; var þá sjálfsagt að snúa við. Engin barlest var í bátnum, svo hann þoldi ekki mikla siglignu, og óvanur maður, sem hélt í klóna (kunni ekki að gefa úr seglinu eftir þörfum); segir svo ekki af siglingunni fyrr en bátnum hvolfdi norðan við Diskinn; (hafa ekki náð fyrir framan hann). Björn Guðmundsson bjargaði sér á sundi í land. Honum gekk mjög erfiðlega að ná fótfestu í sandinum. Þegar hann var búinn að bjarga sér frá sjó, klæddi hann sig úr öllum skinnklæðum; flaug honum þá í hug, að reyna að synda gegnum brimið út að bátnum, því þá sá hann Gísla á kjölnum, og hélt Björn, að vegalengdin út að bátnum hefði ekki verið meiri en 100 faðmar. — Þó hætti hann við það áform. Komst hann loks heim, yfirkominn af harmi og þrekaður mjög. Kristín móðir mín var fyrsta mann- eskjan, sem tók á móti Birni, því hún var þá hjá Kristínu móður sinni, seinni konu Gísla. — Hún hlynnti að honum eins og hægt var, því enginn karl- maður var lieima. Árni Jónssoh lét alla karlmenn raða sér með sjónum norður á Disk, svo hægt væri að gera tilraun til að bjarga þeim, þar sem þá bæri að landi. Þegar svo Björn fór dálitið að hressast, sagðist honum svo frá: að bæði Gísli og Jón hefðu komizt á kjöl, en sjór hefði slitið sig frá bátnum. Brimalda sleit Gísla af kjölnum áður en Björn fór úr sandinum heim. Þeir drukknuðu fjórir, Gísli, Jón, Davíð og Jóhannes bróðir Kristínar Ingimundardóttur konu Gísla, og urðu þá 14 börn föðurlaus, þar af 9 í ómegð. — Þá ætla ég að segja frá sjóhrakningi Reykstrendinga haustið 1859, sem getið er um í Sögu Skagstrendinga og Skagamanna, en þar er frásögnin að sumu leyti röng og villandi, og hefur Gísli Konráðsson farið eftir ónákvæmum söguheimildum. Hinn 3. desember haustið 1859 fóru Reykstrendingar 7 á skipi yfir í Hofsós að sækja kornvöru (gjafakorn, sem kallað var) er sent hafði verið í kaupstaði. Voru á skipinu: 1. Jón Bergsson er tók upp ættarnafnið Bergmann. Jón lærði ytra sjómannafræði (var lærður skipstjóri, og oft í förum milli landa). 2. Rögnvaldur Jónsson. 3. Stefán Reykja- lín. 4. Erlendur Sigurðsson frá Daðastöðum. 5. Halldór stóri í Hólakoti. 6. Ólafur gamli Kristjánsson, föður- bróðir Rögnvalds. 7. Pétur húsmaður í Jónskoti. — Þeir fóru frá Ingveldarstöðum í hríðarútliti, og fór þá að hvessa á landnorðan. Þeir lentu svo í Hofsós og voru þar um nóttina; því aldrei fóru Reykstrend- ingar í blá-skammdegi yfir um fjörðinn til baka sama dag; en það var vani að vorinu til og í sumarkauptíð- inni. Þeir, seín á skipinu voru, urðu að skipa sér niður á bæina, því ekki var hægt að hýsa þá í kaupstaðnum. Morguninn eftir var kólgubakki upp á loft og brimalda mikil. Þeir komu því seinna saman í kaupstaðnum, heldur en ráðgert var, og voru lengi á báðum áttum 14D VÍ K I N Q U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.