Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1948, Blaðsíða 28
Ekki veit ég, hvern réttarsögulegan lærdóm er að fá
i þessari pólitísku hagfrseði, en ekki virðist Ólafur hafa
auðgað anda sinn í þeim Mímisbrunni.
Nýlendur í fornnorrænni og forngermannskri tíð
munu hafa verið kallaðar seta eða nýbyggð, eða hug-
takið jafnvel verið nafnlaust (?). Nýlenda merkti í
fornöld nýræktað land, og i Jónsbók merkir það nýbýli
En á síðari öldum hefir latneska heitið coionia verið
út iagt nýlenda. Og þegar sagt er, að eitthvert land-
fræðilegt land sé nýlenda tiltekins þjóðfélags, mun
engan nema Ólaf hafa brostið skilning á því, hvað ný-
lenda merkti, það er land undir þjóðfélagsvaldi
móðurlandsins, venjulegast að meira éða minna leyti
byggt þaðan, ef þess er kostur, eða ætlað til
byggðar síðar, og' venjulegast í lausari tengslum
við móðurlandið en hlutar þess innbyrðis. Þótt
stjórnarfyrirkomulag nýlendna og samband þeirra við
móðurlandið geti, og hafi verið með ýmsu móti, þá var
þetta ekki nema á einn veg meðal fornnorrænna þjóð-
félaga í fornöld, en því hefi ég lýst. Er hinir forn.u
ísl. höfundar kalla Grænland „colonia" eða nýlendu
íslands, numda og byggða þaðan, er öllum skynbærum
mönnum augljóst, hvað í þessu felst, þ. e. land byggt
af íslendingum og undir ísl. þjóðfélagsvaidi, enda lýsa
þessir höfundar um leið stjórnarskipun Grænlands, svo
að á engu er að villast. Er erlendir höf. taka þetta
eftir þeim, er merking þeirra orða söm. Þessi réttar-
staða Grænlands var öllum ljós fram á 19. öld, að
Danir tóku að falsa sögu Grænlands. Þó kom það fyrir,
að þjóðníðingar og bögubósar kenndu nýlendustöðu
Grænlands við Noreg eða kölluðu það norska hjálendu.
En Ólafur er ekki í þeim hóp.
V
íslendingar og Grænlendingar voru ein þjóð.
Ólafur talar allsstaðar um Grænlendinga og íslend-
inga sem tvær þjóðir. Hvar er sönnun hans? Hún er
hvergi, og hvergi til! Ólafur skáldar þessu upp frá
rótum, má ske án þess að vita sjálfur, hvað í þessum
ósannindum hans felst. Hefðu Íslendingar og Græn-
lendingar verið tvær þjóðir á 10., 11., 12. og 13. öld,
þyrfti engum frekari orðum að eyða um réttarstöðu
Grænlands til Íslands í tíð Grágásar, því þjóð og þjóð-
félag var þá eitt og hið sama. Grænland myndi þá
fyrst, við lögtöku Jónsbókar (1281), ef ekki Járnsíðu
1271—78, hafa orðið hjálenda íslands og haldið þeirri
réttarstöðu æ síðan.
Ég spyr: Voru það ekki einvörðungu Íslendingar, er
námu Grænland? Víst svo. Getur nokkur ykkar nefnt
Útlendinga þeirra á meðal? Hvenær hættu þessir ís-
lendingar á Grænlandi að vera Íslendingar? Það þekkist
ekkert til þess, þótt ísl. tunga muni hafa liðið þar alveg
undir lok á 18. öld, og íbúarnir blandast erlendu fólki.
En flestar þjóðir Norðurálfu hafa glatað tungu sinni
og blandast erlendu fólki síðan í fornöld, og þó verið
þjóð og þegnar síns föðurlands fyrir því.
Er ísleifur biskup var vígður í Brimum 1056 sam-
kvæmt skipun páfa, var hann ekki vígður fyrir ísland
eitt, heldur fyrir íslands eyjar (Island insulas), en
þeirra ein var Grænland, og erkibiskup fól honum sam-
kvæmt skipun páfa til umsjár „Þjóð íslendinga og
Grænlendinga" (populo Islandorum et Grænlandorum),
eða eins og nú myndi sagt, hina ísl.-grænl. þjóð. Um
leið og hið rómverzka vald viðurkennir íslendinga og
Grænlendinga sem eina þjóð á þessum tíma, viður-
kennir það bæði löndin sem eitt þjóðfélag.
Sumarið 1247 sendi Hákon konungur með ráði Vil-
hjálms kardínáls þá skipun til Grænlands og íslands,
„ að sú þjóð, er þar byggði, þjónaði til Hákonar kon-
ungs, því að hann kallaði það úsannligt, að það land
þjónaði eigi undir einhvern konung sem öll önnur i
veröldinni". Hér kalla þeir kardínálinn og konungur
Grænlendinga og íslendinga eina þjóð og bæði löndin
eitt land, sem hvort tveggja er sama og þjóðfélag.
Rækilegar en þetta var ekki hægt að stimpla Græn-
lendinga og íslendinga sem eitt þjóðfélag eða eina
þjóð. En sameiginlegur boðskapur frá kardínála og
konungi voru engin ómagaorð í þá daga. Og hefðu þjóð-
irnar verið tvær, myndi hvorug þeirra heldur hafa
getað litið á sig sem einasta konungslaust land í
veröldinni.
Þar sem Grænland og ísland voru eitt land, og Græn-
lendingar og íslendingar ein þjóð á þeim almenna
réttarsögulega grundvelli, sem ég nefndi í upphafi, var
frá sjónarrríiði þeirra tíma ekkert sögulegt við þetta
umfram fund og byggingu Grænlands af íslandi. Þar
sem íslendingar, næst eftir Noregi, höfðu meiri mök
við Grænland en nokkurt annað land, mundi, ef íbúar
beggja landanna hefðu ekki verið sama þjóð, hlotið
að koma upp árekstrar vegna mismunandi þegnréttar,
og gefið efni til „sögulegra" atburða. En ekkert slíkt
þekkist. Við vitum ekki annað, en Grænlendingar hafi
verið innlendir menn á islandi. Allar lögbækurnar
undanskilja þá frá að vera útlendinga og fela þá
undir innlendum mönnum. Grænlendingar hafa vetur-
seturétt á Íslandi, og við þekkjum enga aðra heimild
fyrir því en þegnrétt þeirra. Það er engin hindrun
fyrir að ferja ómaga af Grænlandi hingað, og engin
skylda til að ferja frilluborið barn Grænlendings til Græn-
lands. Skýringin á þessu tvennu er sú, að dómur, dæmd-
ur á einhverjum stað í þjóðfélaginu, gilti um allt þjóð-
félagið, einnig hvar sem var á Grænlandi. Það eru
engar hömlur eða gjöld á ferðum eða ferðamönnum
milli íslands og Grænlands. Frá og til Grænlands má
t. d. sigla á hvaða tíma árs sem er, og hversu blá-
snauðir sem þeir menn eru, rétt eins og milli hafna
á íslandi. En austur mátti ekki sigla eftir ákveðinn
dag á árinu, og ekki án þess að eiga ákveðna fjár-
upphæð. Á Grænlandi tóku íslendingar arf sem inn-
lendir menn, og féð lá sér aldrei, hversu lengi sem það
beið erfingja, og setti Alþingi Islands síðast lög um
þetta eftir 1262. íslendingar höfðu ekki aðeins vetur-
seturétt á Grænlandi, en þeir sátu einnig þar og í
vesturlöndunum árum saman og jafnvel námu þar
lönd, sem eftir þeirrar tíðar hugsun aðeins gat verið
heimilt innlendum mönnum. Þess er ekkert dæmi, að
litið hafi verið á nokkurn islending sem útlendan á
Grænlandi eða með öðrum þegnrétti en Grænlendinga
sjálfa. Þar á móti eru þess mörg dæmi, að á þá er
þar litið sem ákjósanlega innlenda menn. Um 1030
kýs almúginn á Grænlandi Skáld-Helga .til lögmanns.
Nálægt 1130 kjósa Grænlendingar Hermund Koðráns-
on til lögmetanda til móts við Norðmanninn Ketil Kálfs-
son, er orðinn var æfur af rangindum Grænlendinga.
146
VÍKINGUR