Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1948, Blaðsíða 26
og Magnúsar Össurarsonar skipstjóra, sem hafði siglt
Gretti upp. Á Gretti hjá Helga réðist Guðmundur sem
háseti, og var þar í þrjú ár. Frá Helga af Gretti réðist
Guðmundur sem háseti á þilskipið „Flateyrina" til
Ebenezers Sturlusonar og var þar í eitt ár.
Guðmundur giftist 10. desember 1891, Helgu Þórar-
insdóttur. Foreldrar Helgu voru hjónin Þórarinn og
Kristín frá Látrum í Mjóafirði við ísafjarðardjúp.
Seinna bjó Kristín, þá orðin ekkja, að Stað í Súganda-
firði. Með Helgu konu sinni eignaðist Guðmundur eina
dóttur barna, Andríu að nafni, og er hún nú hús-
freyja í Vatnadal fremri í Suðureyrarhreppi, gift
Veturliða Guðnasyni. Heimili þeirra Guðmundar og
Helgu var á Flateyri og þá byrjaði fyrst æfistarf Guð-
mundar fyrir alvöru. Þá fyrst með því að vera sumpart
formaður á árabátum eða stýrimaður á þilskipum, og
skipstjóri var hann á tveimur þilbátum Ásgeirsverzl-
unar, Síldinni og Bolla.
Stýrimaður var Guðmundur hjá þessum skipstjórum:
Kjartani Rósinkranssyni á skonoi'tunni Guðnýju frá
Þingeyri þrjú ár, og hjá sama skipstjóra á Lovísu
frá ísafirði í eitt ár, hjá Helga Andréssyni á Sigríði frá
ísafirði þrjú ár og hjá Ebeneser Sturlusyni á Flat-
eyrinni eitt ár.
Að Selakirkjubóli flutti Guðmundur og bjó þar í
fimm ár. Þaðan flutti hann aftur til Flateyrar og átti
þar heima til 1913, að hann flutti að Suðureyri í
Súgandafirði. Konu sína, Helgu, missti hann á Flat-
eyri 1911.
Á Suðureyri dvaldi Guðmundur í nokkur ár sem
húsmaður, en þaðan fluttist hann að „Hraunprýði",
sem er hjábýli frá Vatnadal. Þar tók hann saman við
ekkjuna Guðrúnu Sigurðardóttur, ekkju eftir Guðna
sál Egilsson, sem drukknaði með Sturlu Jónssyni frá
Stað 28. febrúar 1898. Hefur Guðmundur búið með
henni síðan, eða í 17 ár. En vegna ellilasleika fluttust
Guðmundur og Guðrún frá Hraunprýði, yfir ána, sem
aðskildi heimilin, til dóttur sinnar Andríu og manns
hennar, Veturliða, sonar Guðrúnar.
I heimild frá hendi Guðmundar sjálfs í lifanda lífi
getur hann þess sérstaklega, að sér hafi liðið ágætlega
fram. til síðustu stundar, en tekur þó fram, að sól-
ríkustu dagar æfi sinnar hafi verið þau 20 ár, sem
hann átti samfylgd með konu sinni, sem hafi allt gert
sém hægt hefði verið til að honum gæti liðið1 sem allra
bezt, en þóttist þó aídrei gera það svo vel sem hún
vildi gert hafa, og þakkar Guðmundur henni mjög
innilega alla þá umönnun og sjálfsafneitun sem hún
hafi látið sér- í té.
Að endingu vil ég, sem gamall félagi Guðmundar
Andréssonar rifja upp og setja á pappírinn nokkrar
línur um þau kynni.
Skal þess þá fyrst getið, að ég tel Guðmund hiklaust
til hóps hinna beztu sjómanna Vestfjarða á tímum
skútualdarinnar. Á tímum hákarlaveiðanna stóð hann
mjög framarlega í hóp hinna vöskustu drengja er þar
komu við sögu, enda þá í blóma lífsins og jafnan eftir-
sóttur á skip sem gengu til þeirrar veiði, meðan hún
var stunduð hér frá Vestfjörðum.
Fyrstu veruleg kynni mín af Guðmundi voru þau,
að ég var háseti hans tvær haustvertíðir á áraskipi.
Var róið frá Flateyri. Stóðu þá sem hæst hvalveiðar
Norðmanna hér við land, og þá ekki sízt frá Sólbakka
í Önundarfirði. En hvalveiðinni fylgdi mikil fiskigengd
inn á alla Vestfirði. T. d. skal þess getið, að bæði þessi
haust, sem hér um ræðir, var Önundarfjörður fullur
af fiski og síld fram undir jólaföstu; var þá stundaður
sjór af miklu kappi af flestum heimilisfeðrum kring
um allan fjöifiinn, róið frá þeim bæjum, sem hægt var
að róa frá, og áttu flestir önfirzkir bændur sínar
eigin fleytur, og réru þeim frá heimilum sínum, þar
sem því varð við komið. Ekki var samt fiskgengt lengra
inn en að Holtsodda, því fyrir innan er fjörðurinn
eintómt grunnsævi, og viðast hvar reiðfær um fjöru.
En utan við Holtsoddann var vel um fisk, og sóttu
menn þangað með lóðir sínar af innstu bæjunum, utan
við miðju fjarðarins. En bændur, sem áttu heima innan
við Holt, og ekki höfðu tök á að stunda veiðar frá
bæjum sínum, gerðu sig þá út á Flateyri, stunduðu
sjó þaðan og sóttu þá aðallega út á ytra hluta fjarðar-
ins, og þeir, sem réru sex manna förum, sóttu venjulega
út til hafs er veður leyfði, en lögðu annars lóðir sínar
hér og hvar um allan fjörðinn ef rysja var í veðri.
Bátur sá, er Guðmundur átti að hálfu leyti, og var
formaður á, var sex manna far; hafði hann jafnan
að miklu leyti valda menn á bát sínum, enda var hann
orðlagður dugnaðarforkur og reyndur sjómaður, enda
sótti hann sjó enn kappsamlegar en flestir aðrir.
Þessi haust, sem ég var háseti hans vorum við
aflahæstir allra Önfirðinga, og aldrei hlekktist okkur
á, og þurftum aldrei að hleypa frá vör enda þótt oft
kostaði það mikla baráttu að ná landi, því Önundar-
fjörður er erfiður til landtöku, ekki síður en ísafjarðar-
djúp, í útveðrum, og ekki voru þá vélarnar komnar til
sögunnar.
Næstu kynni mín af Guðmundi urðu eftir að hann
flutti hingað til Súgandafjarðar. Vorum við þá oft-
samskipa á bátum héðan. Gafst mér þá oft tækifæri
til að kynnast dugnaði og sjómennsku Guðmundar, og
juku þau kynni mín ekki lítið virðingu mína fyrir
ágæti hans og sjómannshæfileikum. Er ekki að orð-
lengja það, að ég tel Guðmund tvímælalaust einn hinna
fjölhæfustu, lægnustu og snarráðustu sjómanna, sem
ég hefi kynnzt.
Og að endingu þetta: Þökk þér, látni félagi, fyrir
allar samverustundir okkar, og ekki sízt fyrir sjó-
mannsafrek þín og hve giftusamlega þér jafnan tókst
að skila fleyi þínu og félögum þínum heilum til hafnar.
Að lokum kveðja frá gömlum félaga:
Það er sorgarstund
í salarkynnum.
Hér er hetja prúð
hnigin til foldar.
Enn hefur sigð dauðans
sárlega skorið
lífsþráð langrar ævi.
Halldór GuÖmundsson.
144
VÍ Kf NGU R