Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Side 2
Tólfta þing F.F.S.Í.
Dagana 9.—14. október síðastliðinn var háð
í Reykjavík 12. þing F. F. S. í. Til þings komu
35 fulltrúar frá 12 sambandsfélögum, en í sam-
bandinu eru nú 16 félög, er áttu rétt á að senda
43 fulltrúa.
Þingið var sett í Tjarnarcaíé laugardaginn
9. október klukkan 14,00. Forseti sambandsins,
Ásgeir Sigurðsson skipstjóri setti þingið með
ræðu. Gat hann um mörg vandamál þjóðfélags-
ins, sem á einn eða annan hátt snerta sjávar-
útveg og siglingar, er þörf væri að ræða á þing-
inu og gera ályktanir um. I ræðulok minntist
forseti látinna meðlima F. F. S. I. og bað fund-
armenn að votta minningu þeirra virðingu og
aðstandendum samúð með því að rísa úr sætum.
Fyrsti fundarstjóri var kjörinn Þorsteinn
Árnason, annar fundarstjóri Ólafur Þórðarsön.
Þingstörf gengu fljótt og vel og ríkti mikill
áhugi um velferðarmál íslenzkrar sjómanna-
stéttar og útgerðar. Fara hér á eftir flestar
helztu tillögur og þingsályktanir, sem samþykkt-
ar voru á þinginu:
Landhelgi íslands.
í framhaldi af samþykktum 11. þings F. F. S.
1. skorar 12. sambandsþing eindregið á Alþingi
og ríkisstjórn að segja hið bráðasta upp samn-
ingi þeim, er gerður var 24. júní 1901 milli
Danmerkur og Stóra-Bretlands, um landhelgi
íslands.
Jafnframt telur 12. þing F. F. S. í. nauðsyn-
legt að landhelgin verði hið fyrsta og eigi síðar
en að útrunnum uppsagnarfresti framangreinds
samnings rýmkuð í að minnsta kosti 4 sjómíl-
ur og til hennar taldir allir firðir og flóar.
Ennfremur beinir þingið því til Alþingis og
ríkisstjórnarinnar að leitað verði viðurkenning-
ar á alþjóðavettvangi á þessari fyrirhuguðu
í’ýmkun landhelginnar, og lýst yfir fullum eign-
arrétti Islands á landgrunninum umhverfis
landið.
Landhelgisgœzlan.
12. þing F. F. S. I. skorar mjög eindregið á
Alþingi og ríkisstjórn að gjöra nú þegar nýja
skipan á stjórn landhelgisgæzlu við strendur
landsins á þann veg að hún heyri undir dóms-
málaráðuneytið, er feli framkvæmd hennar sér-
stökum manni, sem eigi sinni öðrum störfum.
Um leið og 12. þing sambandsins harmar það,
hve seint hefur verið hafizt handa um útvegun
fullkomins strandgæzluskips, lætur það í ljós
ánægju sína yfir því að spor er nú stigið í þá
átt, og að það skuli um leið vera vísir að skóla-
skipi, en sambandið hefur oftsinnis látið í ljós
óskir um það.
Þingið telur bráðnauðsynlegt að nú þegar
verði veitt gjaldeyrisleyfi til kaupa á ratsjá í
varðskipið Ægi.
Hafnarmál Reykjavíkur.
Miklar umræður urðu um hafnarmál Reykja-
víkur og kom fram allmikil gagnrýni á stjórn
þeirra mála.
Samþykkt var að kjósa 3ja manna milliþinga-
nefnd til að kynna sér nánar hafnarmálin og
fylgjast með framkvæmd þeirra, slcal hún hafa
samvinnu við stjórn F. F. S. 1. og skila áliti til
hennar eða næsta sambandsþings. 1 nefndina
voru kjörnir:
Þorvarður Björnsson, Guðbjartur Ólafsson,
Þorsteinn Árnason.
Sjómannaskólinn.
Þingið gjörði ítarlega samþykkt um Sjó-
mannaskólann og skipan mála við hann. Helztu
atriði voru þessi:
Skólinn verði hið fyrsta tekinn í notkun fyrir
gagnrýna afglöp Péturs í andsteeöingaflokknum af f>ví Páll flokksbróöir er undir sömu sökina
seldur. Afleidingin er alkunn, enda hefur þjó'ðin mátt súpa af því margt görótt seyðið.
Víkingur mun fúslega birta góðar athuganir og rökstuddar tillögur um stjórnarskrármálið,
jafnt þetta atriði sem önnur.
Orðið er laust.
G. G.
264
V I K I N G U R