Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Side 7
þeirri stærð er fleygt í bræðslu hér. Og hér á landi er
síldarsöltunin ekki ákveðin af vísindamönnum. Það er
margt, sem betur mætti fara í þessum efnum.
EfnafrϚirt.
Vísdómur almennings um hinn sálfræði- og líffræði-
lega sjúkdóm, drykkjuskapinn, er hreint ekki svo lítill.
— Það getur maður séð í blöðunum. í þeim málum er
fólkið komið á svo hátt menningarstig, að það er bók-
staflega farið að heimta raunhæfar framkvæmdir undir
eins. Og ekki má gleyma því, hve kröftug mótmæli bár-
ust til Alþingis frá stórum hóp þjóðarinnar vegna öl-
málsins. — í þessum málum virðist þjóðin vera að vakna
til virðingar sinnar. -— Þjóðin er farin að skammast
sín fyrir ástandið í Hafnarstræti höfuðstaðarins.
En hvers vegna sendi ekki öll þjóðin harðorð mót-
mæli til ríkisstjórnarinnar, þegar lýsisherzlustöðvarmál-
inu var komið fyrir kattanef? Vegna þess, að í fram-
leiðsluháttum erum við íslendingar ennþá á hálfgerðu
nýlendustigi og illa að okkur. Við seljum hráefnin, en
vinnum ekki úr þeim. Þetta er geysileg sóun á gjald-
eyrinum, en gjaldeyri vantar okkur tilfinnanlega. Það
eru efnafræðingarnir, sem bezt geta leiðbeint okkur í
þessu atriði. En ekki er nóg að eiga ágæta efnafræð-
inga, ef þeir hafa ekki frjálsar hendur.
Vegna fávizku okkar er þúsundum og aftur þúsund-
um króna fleygt í sjóinn. Víða úti á landi í smákaup-
túnum er fiskiúrgangurinn og síldargrúturinn ekki einu
sinni notaður í nýrækt.
VerkfrϚin.
Hér við land eru útlendingar með allar mögulegar
gerðir veiðifæra og skipa, og prófa sig áfram. Svíar
hafa gert margs konar tilraunir við síldveiðarnar, reynt
að gera þær stórvirkari og þægilegri fyrir fiskimenn-
ina, Norðmenn eru með glæsilegustu síldveiðiskipin, þar
eru nótabátarnir ekki hafðir í langslefi. Öll síldarskip
þeirra geta tekið nótabátana á bátadekk. Þeir salta um
borð og hausskera og magadraga sildina í vélum. —
Ráðstjórnarríkin hafa sent hingað fljótandi stórborg.
Um veiðiútbúnað Rússana er ekkert sérstak að segja,
þeir eru aðeins á byrjunarstigi og veiddu aðallega í
reknet. En hins vegar er tæknin í flota þeirra mikil,
sérstaklega til þæginda og skemmtunar fyrir starfs-
fólkið. í birgðaskipinu, sem er í kringum 17 þús. lestir,
eru flestar uríaðsendir, sem nútímamenningin hefur upp
á að bjóða: Þar er leikhús, bió, danssalur, bókasafn og
lestrarsalur og sitthvað fleira. Þarna tekur starfsfólkið
sér hvíld og nýtur tómstundanna. Jafnt konur sem
karlar starfa á þessum flota.
Við hugsun mikið um elliheimili fyrir sjómenn og
einnig um minnsvarða um drukknaða sjómenn. — En
vær ekki einnig þörf fyrir hvíldar- og hressingarheimili
fyrir lifandi og starfandi sjómenn? — Allt þetta er
verkefni fyrir verkfræðinga og félagsskap sjómanna.
HagfrϚin.
Okkur er sagt, að það vanti að minnsta kosti 200
milljónir upp á þjóðartekjurnar, til þess að þjóðarbú-
skapurinn geti gengið eðlilegan gang. — En hvar á
að taka þessa peninga?
f þessum málum virðist aimenningur á Islandi vera
betur að sér en stjórn lpndsins. Fólk álítur t. d. að það
þurfi að kaupa fleiri togara en ríkisstjórnin álítur.
Þjóðin fær helztu tekjur sínar frá sjávarútveginum.
Samt sem áður halda sumir stjórnmálamenn því fram,
að yfirleitt sé taprekstur á útgerðinni. Hvernig kemur
þetta heim? Hvað er að? Hefur atvinnureksturinn í
landi engin áhrif á sjávarútveginn?
Hugsum okkur að útgerðarmennirnir sjálfir og fiski-
mennirnir hefðu ekki einungis útgerðina í hendi sinni,
heldur einnig sína eigin banka, alla þá verzlun, sem
snerti útveginn, olíur, kol, fæði og klæði sjómannanna,
bæði til heimilisþarfa og sjós, einnig verkstæðin, drátt-
arbrautir og skipasmíðastöðvar. Og að allt þetta væri
reiknað sem liður í útgerðinni. — Myndi sjávarútveg-
urinn þá sýna svo mikið tap, að áhöld væri um það
eftir hverja vertíð, hvort hægt væri að halda út þá
næstu? Áreiðanlega ekki. En fullkomið svar fæst ekki
nema með mikilli rannsókn. Og spurningin verður því
sú: hvar er aðalveilan, er hún í sjávarútveginum eða
í hinum ýmsu og misgóðu atvinnugi’einum í landi? En
svo má ekki gleyma því, að lélegir stjórnmálamenn geta
haft eins lamandi áhrif á atvinnuvegi landsins og afla-
leysi eða uppskerubrestur.
Að einbeita kröftunum.
Þjóðin er ofhlaðin af skrifstofufólki og mönnum, sem
langar að gerast nokkurs konar gullkálfar á borð við
helztu heildsalana, eiga milljónir í innlendum og er-
lendum bönkum og ferðast kringum hnöttinn án þess
að eiga nokkurt erindi. Þetta verður að breytast, ef
vel á að fara. En til þess þarf að breyta ýmsum lög-
um landsins. — Það þarf ekki lög um þegnskylduvinnu,
heldur lög gegn braski.
Hvað ber að gera í sambandi við síldina og útveg-
inn? Fyrst og fremst að afla sér eins mikillar þekk-
ingar og hægt er, og vinna að því, að í náinni framtíð
verði hægt að gera áætlanir. Það þarf að minnsta kosti
að fara að byrja á undirstöðuatriðunum í þá átt.
í Noregi fara fiskifræðingarnir frá þorpi til þorps
og fiytja fiskimönnunum erindi um viðhorfið og rann-
sóknir sínar. Þeir íabba við fiskimennina og fá hjá
þeim upplýsingar.
Við vitum, að íslenzkur fiskimaður, vel greindur, get-
ur sagt svo vel frá því, sem fyrir augu ber, að það
er sem maður sé sjálfur staddur á staðnum, sem hann
segir frá.
Áður fyrr, þegar dr. Bjarni Sæmundsson var upp á
sitt bezta, starfaði hann mikið meðal íslenzkra sjó-
manna, og á tímabili þekkti hver sjómaður hann. Bjarni
kveikti áhuga meðal fiskimanna á leyndardómum hafs-
ins, íslenzkum náttúruvísindum til mikils gagns. Sjó-
mennirnir söfnuðu fyrir hann sjaldgæfum fiskitegund-
um af miklum áhuga. Þeir fræddust af honum og Bjarni
af þeim.
Og að lokum: Hvers vegna eru fiskifræðingarnir og
verkfræðingarnir ekki látnir starfa meira á meðal sjó-
mannanna meðan vertíð er yfirstandandi? Hvers vegna
eru ekki haldin fræðsluerindi þegar fiskimennirnir koma
að landi, — þó ekki væri nema í sambandi við dans-
skemmtun? —
VÍKINBUR
269