Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Síða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Síða 8
Einar Bragi Sigurösson , Svipmyndir úr verksmiðjuþorpmu Vegurinn. Þegar síldin fór að blaka sporðum í þúsund milljóna tali utan við víkina blá, tók fólk að tínast að úr nágrenninu og reisa sér húskofa uppi á sjávarbakkanum, og eftir að Norðmenn höfðu byggt verksmiðjuna, þaut hér upp þorp á skömmum tíma. Og íbúarnir lögðu veg um þorpið sitt endilangt, og þar með höfðu húsin fengið forhlið og einnig — bakhlið. Allir reyndu að hafa sem þrifalegast fyrir framan húsið, og þess vegna hlutu að safnast að húsabaki ýmsir munir, svo sem: hænsnakofar, fjós, hlaða, mykjuhaugar, kassar, tunnur, spýtnabrak, gjarðabrot, mjólkurbox, máldollur, balar, skjól- ur, pottar, vírnet, flöskur, körfur, kaðlar, net, línur, reiðhjól, föt, moðhaugar, hænsnaskítur, dauðir kettir, eggjaskurn, aska, skemmdar kart- öflur, fiskúrgangur, beinarusl, ull, gærur, prím- us, olíuvél o. fl. o. fl., sem of langt yrði að telja — og þannig hafði þetta verið í þrjátíu ár. Og síldin hélt áfram að sindra í sjónum og ýta undir alls konar athafnir við víkina blá. Þar var byggð ný verksmiðja margfalt stærri en gamli garmurinn, með margföldu fjármagni í umferð og fjörugu framkvæmdalífi, sem leiddi meðal annars til þess vafasama tiltækis að nýr og breiður vegur var lagður eftir endilöngu þorpinu — á bak við húsin. Þar með var bak- hlið þeirra orðin að forhlið, og allir hinir sund- urleitu hlutir blöstu nú við vegfarendum og vöktu hjá þeim allt aðrar hugmyndir en til var ætlazt, þegar þeir voru þar látnir. Og nú eru íbúar þorpsins í vanda. Þeir þurfa helzt að flytja annað hvort ruslið eða húsin í burtu til að bjarga heiðri sínum. Sumir telja, að þeim væri kærara að flytja húsin. En eflaust hugsa ýmsir eins og læknaneminn, sem sagði við mig áðan: Oh — þeir flytja hvorugt! Fjörustemning. Ég reika meðfram grónum sjávarbakkanum, og það er kyrrlátt kvöld í júlí. Þeyrinn gárar rauðan sjóinn og létt fjarðaraldan gjálfrar lágt við fjörusteinana, svargljáa af síldargrút frá í fyrra. Á einum stað hvolfir gamall bátur, skarbyrtur með gati á báðum hliðum, og rauð- skjöldótt kýr með snúið horn stendur upp við stefnið og klórar sér fyrir háttinn. Steinsnari vestar gengur hlein með þröngum brúnum og rauðum hrúðurkörlum, krossfiskum og bobbum út í fjörðinn. Hér er unaðsreitur — hér nemur strákur úr sjávarþorpi ósjálfrátt staðar. Þaraangan er áfeng, og æðarkolla með unga vekur hljóðan fögnuð og helga lotningu í hjartanu. Samt þorir hún ekki að sitja kyrr, en steypir sér fram af flúðinni sinni og hraðar sér sem mest má verða frá landi — og litlu börnin, sem brutu skurnið um Jónsmessuleytið, fylgja knálega eftir. Þau bregða sér jafnvel í svolítinn lystitúr undir vatnsskorpuna og skjóta hreykin upp kollinum framan við mömmu sína: Sérðu, hvad við gátum, mamma! Draumur „rússans“. Á miðju gólfi í mjölskemmunni stendur ný- bakaður stúdent og saumar fyrir síldarmjöls- poka. Hann er úr sveit fyrir vestan. Hann er bjartur yfirlitum með Ijóst, lífmikið hár. Úr augunum 'skín fögnuður yfir að hafa lagt menntaskólann að baki og kitlandi tilhlökkun til rússagildisins, akademíska frelsisins og allra ævintýranna, sem bíða hans fyrir sunnan í haust. En þessu tvinnast klökkvablandinn tregi og eftirsjá vegna eins og annars heima í sveit- inni fyrir vestan — sem hefur verið honum hjartfólgið, en er að glatazt honum. Hann var á vormótinu heima laugardags- kvöldið áður en hann lagði í þennan síldarleið- angur, og dansaði vangadans við dóttur bóndans á Gili — bernskuunnustuna. Og hún mændi dá- lítið feimnum aðdáunaraugum á hvíta kollinn, sem hékk á nagla uppi á senu í þinghúsinu — næstum eins og sýslumannshúfa á manntals- þingi — og sagði niðurlút: Þú ert nú að verða svo mikill maður, að þú getur bráðum ekki dansað við svona ófínar sveitastelpur eins og mig! 270 VÍ K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.