Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Page 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Page 13
Ég naut áhrifanna og gekk feti framar í ósvífninni. Ég snéri þumalfingri hægri handar ákaft yfir hvirfli mínum og sagði: — Gling-gló. Maðurinn stirðnaði upp. Ég dró annað augað í pung en beindi hinu að tunglinu og hallaði undir flatt. Þá beið maðurinn ekki boðanna lengur. Hann tók undir sig stökk upp á land- ganginn á Banan og hljóp við fót um borð. Mér var innilega skemmt. Ég hafði náð mér duglega niðri á þessum idjót, en varla hafði ég óskað sjálfum mér til hamingju, þegar ég fékk þungt höfuðhögg aftan frá. Höggið var þungt; ég heyrði höfuðkúpuna óma eins og þegar slegið er í tóma tunnu. Tungl- ið hoppaði eins og trylltur graðfoli hátt á himni, kassarnir á hafnarbakkanum brugðu á leik og hófu stirðbusalegan dans með örum hrynjanda og Banan reis upp á endann; stafn skipsins snéri til himins. Ég hef verið myrtur, reyndi ég að æpa, en tungan neitaði að hlýða; hún loddi máttvana við góminn. En allt í einu féll allt í sömu skorður, tunglið hætti að hoppa, kassarnir að dansa og Banan lá aftur lárétt á sjónum, en við fætur mína lá bekkurinn skítugi. Mér lá við gráti af reiði. Vindhviða hafði feykt bekknum til á svellbung- unni á kassanum. Mig sárverkjaði í höfuðið, og eins og þruma úr heiðskíru lofti vaknaði sú spurning, hvort ég hefði ekki misst minnið við höggið; ég hóf samstundis prófið. Tvisvar tveir eru fjórir. Þegar ég hafði þulið marg- földunartöfluna aftur á bak og áfram var ég sannfærður um að heilastöðvar mínar væru ó- skaddaðar. Ég spyrnti heiftarlega í bekkinn og þar með lauk viðskiptum okkar. — Salt — meira salt. Kraninn var kominn í lag, því miður. En ég hélt áfram að moka, og þegar hlé var, skauzt ég svo lítið bar á inn á milli kassanna til að skoða vasapelann minn. Þessi peli er kostagripur; ég helli stundum á hann hjarta- styrkjandi meðali, sem líka er ágætt við kulda, þótt kaldur vökvi sé. Mér þykir vænt um þenn- an pela. Klukkan tólf á miðnætti er kaffitími, en tím- inn frá klukkan níu að kvöldi til tólf er lengi að líða; hann er eins og brekka, sem þarf að sigrazt á, áður en fer að halla undan fæti og hilla tekur undir morguninn. Með þessa stað- reynd í huga kipptist ég við þegar klukkan í kirkjuturninum við Austurvöll sló ellefu. Fötin mín eru blaut, hugsaði ég, það er virðingarleysi fyrir sjálfum sér og heilsu sinni að vinna blaut- ur, auk þess er kaffi enginn matur. Ég fer heim og fæ mér að borða, en kapp er bezt með for- sjá. Það er ekki nóg að hlaupa í burtu, þú verð- ur að búa þannig um hnútanna, að þessi gamli og önugi karlskröggur sé þér hlynntur, ef verk- stjórann ber að garði í fjarveru þinni. Ég varð helzt að gera hann ábyrgan að nokkru leyti. — Heyrðu, sagði ég. — Þú sérð að ég er orð- inn dálítið blautur, það er virð ... _ Uðða — uðða. — Gættu þín á bílnum. Grípið krókinn, hífa! — Ég er blautur, endurtók ég, — ég verð að skreppa heim að sækja hlífðarföt. — 1 guðanna bænum farðu þá, sagði hann. Þetta svar nægði mér ekki. — En þetta er sex skóflur í allt, hélt ég á- fram. Heldurðu að þú treystir þér til þess. Þú ert nú orðinn gamall... — Hva? spurði karlinn dolfallinn og hætti að moka. — Ég kann ekki við að níðast á þér, hélt ég áfram, — en ef þú ... Eitt augnablik náði hann ekki andanum, en svo kom það. — Ungi maður, uppskafningur, idjót. Hættu þessu bölvuðu kjaftæði, eða ég klíf þig í herðar niður hér á staðnum. — Ég hefi verið yfirsalt- ari á Júpiter, Þorfinni og Belgaum. — Jæja, Júpiter og Belgaum. — Já, Júpiter og Belgaum. Klukkan hálf eitt var ég kominn aftur og jós þakklæti mínu yfir fyrrverandi yfirsaltara, en skyndilega stöðvaði hann orðaflauminn með ó- hugnanlegri athugasemd: Hvar er gallinn? Mikið djöfuls fífl get ég verið. Þessu hafði ég steingleymt, enda átti ég engan galla. — Ha, gallinn, já, gallinn, sagði ég — það er nú saga að segja frá því, maður, það var búið að stela honum og .. . Yfirsaltarinn leit á mig haukfráum augum og lét einhver orð falla um Hjálpræðisher og samskot, — þú ert latur — blóðlatur andskoti. — Ég spara starfskrafta mína, svaraði ég, til þess að lifa lengur og um leið til að geta þjónað landi mínu lengur; það er lífsspeki. Yfirsaltarinn sendi mér svo ægilegt augna- ráð, að ég taldi heppilegast að gera ekki fleiri tilraunir til að þröngva upp á hann lífsviðhorf- um mínum. Kraninn gekk eins og klukka, að eins mikið hraðar, og þegar kaffihléð á 3ja tíma sólar- hringsins rann upp, var yfirsaltaranum og mér orðið vel til vina. Hann var farinn að segja mér sögur frá skútuöldinni og meðal margra hinna furðulegu sagna, sem hann sagði mér, hafði hann verið á skútu, sem fór á 5 dögum frá New York til Reykjavíkur. Ég leyfði mér að efast, en þá rauk hann upp á nef sér, og spurði heiftarlega, hvort ég héldi að hann stæði V í K I N G U R 275

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.